herdís world forum strassborgHerdís Þorgeirsdóttir var með framsögu á heimsþinginu um lýðræði í Strassborg þar sem þemað var um lýðræði eða aukið eftirlit. Herdís talaði í panel um þar sem til umfjöllunar var hvernig standa ætti vörð um hið borgaralega samfélag nú þegar stjórnvöld setja baráttuna gegn hryðjuverkum í forgang. Herdís fjallaði almennt  um lög gegn hryðjuverkum, nýsett lög og lög sem bíða samþykkis og hvað bæri að varast þegar borgaralegum réttindum sem tjáninga- og félagafrelsi eru settar skorður.