Helga Þórarinsdóttir í Hannesarholti

Helga Þórarinsdóttir í Hannesarholti

helga þórHelga Þórarinsdóttir – hana hef ég þekkt frá því að við vorum í menntaskóla. Síðan lá leið okkar saman í Boston þar sem báðar voru við nám. Hún var strax mikill eldhugi, skemmtileg, laus við tilgerð og hreinskiptin. Þegar heim kom varð hún víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og eignaðist yndislegan son. Á myndinni er hún að spila á víóluna sína úti í guðsgrænni náttúrunni á einni af tengslanets-ráðstefnunum sem ég stóð fyrir á Bifröst. Ekki grunaði mann þá hve þungbær örlög biðu Helgu. Á sumt samferðafólk okkar eru lagðar slíkar byrðar að maður skilur ekki hvernig það fær risið undir þeim. Helga mun segja frá reynslu sinni á kvöldstund í Hannesarholti n.k. miðvikudagskvöld (8. apríl kl. 20). Sjá nánar hér: http://www.hannesarholt.is/…/kvoldstund-med-helgu-thorarins/

Vettvangur til verndar blaðamönnum

Vettvangur til verndar blaðamönnum

blaðamenn

Evrópuráðið hefur sett upp vettvang á netinu í samvinnu við fimm félagasamtök í þeim tilgangi að stuðla að aukinni vernd og öryggi blaðamanna. Sjá hér:

Þessi vettvangur verður notaður af aðildarfélögunum – Article 19 í London, samtökum evrópskra blaðamanna, EFJ (European Association of Journalists), IFJ (International Federation of Journalists) og samtökum blaðamanna án landamæra (Journalists and Reporters without Borders). Vettvangurinn verður notaður til að setja inn tilkynningar varðandi aðsteðjandi hættur og ógnir við frétta- og blaðamenn og tjáningarfrelsi þeirra og vekja þar með athygli stofnana og 47 ríkja Evrópuráðsins á þeim.

Þarna verður á einum stað unnt að koma á framfæri upplýsingum sem hafa verið staðfestar af aðildarfélögunum varðandi alvarlegar líkamsárásir á blaðamenn, ógnum við uppljóstrara og þá sem standa vörð um leynd heimildarmanna og aðrir tilraunir, hvort sem er af hálfu stjórnmálamanna eða dómskerfis gegn frjálsu flæði upplýsinga og tjáningarfrelsi fjölmiðla.

Nýi vettvangurinn gerir Evrópuráðinu kleift að vekja athygli á alvarlegum ógnum sem steðja að tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks þannig að unnt verði að bregðast skjótar við slíkum hættum og taka upp þráðinn við þau ríki sem hlut eiga að máli og finna úrræði. Á vettvangi þessum verður einnig unnt að fylgjast með aðgerðum Evrópuráðsins í þessum efnum.

Víða í ríkjum Evrópuráðs (sem eru 47 talsins) hafa blaðamenn sætt ofsóknum, verið misþyrmt, sviptir frelsi og æru, teknir af lífi fyrir að sinna störfum sínum að miðla upplýsingum til almennings. Af þessum sökum ákvað Evrópuráðið að bregðast við með því að setja þennan net-vettvang á laggirnar.

council of europe

10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu

10. gr. [Tjáningarfrelsi.]1)
1. Sérhver maður á rétt til tjáningarfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda. Ákvæði þessarar greinar skulu eigi hindra ríki í að gera útvarps-, sjónvarps- og kvikmyndafyrirtækjum að starfa aðeins samkvæmt sérstöku leyfi.
2. Þar sem af réttindum þessum leiðir skyldur og ábyrgð er heimilt að þau séu háð þeim formsreglum, skilyrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, landvarna eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna, mannorði eða réttindum og til þess að koma í veg fyrir uppljóstran trúnaðarmála eða til þess að tryggja vald og óhlutdrægni dómstóla.
1)Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

Bók Herdísar Þorgeirsdóttur um tjáningarfrelsi blaðamanna og vernd þess í ljósi 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.

journalism worthy

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjasta tilkynningin á vefnum varðar hroðalegt morð á 32 ára blaðamanni í Úkraínu í febrúar s.l., Vyacheslav Veremiy. Hér á mynd ásamt eiginkonu og ungum syni.

blaðamaður myrtur

 

Sjálfs-ritskoðun á vettvangi fjölmiðla

Sjálfs-ritskoðun á vettvangi fjölmiðla

Nokkuð ánægð að sjá að á alþjóðadegi pressunnar 3. maí, hóf John Kakande, ritstjóri dagblaðsins New Vision í Uganda, ræðu sína á African Centre for Media Excellence á því að vitna í skilgreiningu mína á sjálfs-ritskoðun úr bókinni Journalism Worthy oft the Name (2005): (is) when journalists purposedly avoid newsworthy stories as they anticipate negative reactions… for doing what is expected.”

john kakande ritstjóri

https://www.youtube.com/watch?v=8_vFvBjQ55g

East of My Youth

East of My Youth

“Stelpu-dúettinn” EAST OF MY YOUTH hefur vakið athygli og í nýlegri umfjöllun bandarísks blaðamanns segir:

“The East of My Youth sound-and-sight spectacular will make their ICELAND AIRWAVES debut at this year’s festival in November.  Thelma Jónsdóttir and Herdís Stefánsdóttir stand out in Iceland’s male dominated, visually austere, electronic music scene with their throaty vocals, dazzling stage presence and unabashedly catchy tunes.”

Herdís og Thelma eru báðar útskrifaðar frá Listaháskóla Íslands. Herdís er nú í námi í tónsmíðum við New York háskóla en þar eru þær báðar um þessar mundir að semja tónlist og æfa sönginn á fullu.

Herdís fékk hugmyndina að nafninu EAST OF MY YOUTH úr bók Jacks Kerouac’s: On the Road, “I was halfway across America, at the dividing line between the East of my youth and the West of my future”.

Blaðamaður spyr Thelmu og Herdísi:

“What do you think old Jack would make of your music?”

Þær svara:

“Now, this sure has some great beats!”

Á myndinni er Herdís í vinnustofu sinni í New York.Herdís Stef í vinnustofu í New York

http://www.mbl.is/smartland/frami/2014/06/21/krossgotur_lifsins_leiddu_thaer_saman/

Tilkynning frá: East Of My Youth @Iceland Airwaves 2014

We are so excited to be one of the artists playing at Iceland Airwaves this year and we want you to join us.

This is our schedule:

7.11.2014: 4.20pm Bunk – Off Venue
8.11.2014: 8pm Frederiksen Ale House – On Venue
9.11.2014: 10pm Gaukurinn – On Venue

We promise you an amazing show and a good party!

See you in a bit!

Thelma og Herdís í pásu í haustsólinni í Central Park í New York þar sem þær eru á fullu að semja tónlist og æfa um þessar mundir.

thelma og herdís í new york

Ný skýrsla Evrópuráðs: Hriktir í stoðum lýðræðis, réttarríkis og mannréttinda . .

Ný skýrsla Evrópuráðs: Hriktir í stoðum lýðræðis, réttarríkis og mannréttinda . .

kiev riotsÍ nýrri skýrslu á vegum Evrópuráðs er lýst yfir mikilum áhyggjum af stöðu mannréttinda, réttarríkis og lýðræðis í aðildarríkjum Evrópuráðsins, sem eru alls 47 talsins.  Í aðfararorðum skýrslunnar segir Thorbjörn Jagland, aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins, að staðan hafi ekki verið eins ógnvekjandi í marga áratugi – hvað varðar grunngildi samfélagssáttmála þessara ríkja. Bent er á að alvarleg mannréttindabrot megi rekja til víðtækrar spillingar, til þess að menn eru ekki sóttir til saka, refsileysis, mansals, aukinna fordóma, ofsókna og mismununar. Efnhagskrísan og vaxandi ójöfnuður eru álitin veruleg ógn við grunnstoðir lýðræðisríkja,  sem vilja teljast réttarríki þar sem mannréttindi eru virt.

Hér er skýrslan.