helga þórHelga Þórarinsdóttir – hana hef ég þekkt frá því að við vorum í menntaskóla. Síðan lá leið okkar saman í Boston þar sem báðar voru við nám. Hún var strax mikill eldhugi, skemmtileg, laus við tilgerð og hreinskiptin. Þegar heim kom varð hún víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og eignaðist yndislegan son. Á myndinni er hún að spila á víóluna sína úti í guðsgrænni náttúrunni á einni af tengslanets-ráðstefnunum sem ég stóð fyrir á Bifröst. Ekki grunaði mann þá hve þungbær örlög biðu Helgu. Á sumt samferðafólk okkar eru lagðar slíkar byrðar að maður skilur ekki hvernig það fær risið undir þeim. Helga mun segja frá reynslu sinni á kvöldstund í Hannesarholti n.k. miðvikudagskvöld (8. apríl kl. 20). Sjá nánar hér: http://www.hannesarholt.is/…/kvoldstund-med-helgu-thorarins/