by Herdís Þorgeirsdóttir | 18.04.2014 | Almanak
Fundur nefndar um málefni Suður-Ameríku og alþjóðlegur vinnufundur um hlutverk dómstóla í að standa vörð um efnhagsleg og félagsleg réttindi á tímum efnhagsþrenginga verður haldinn í bænum Ouro Preto í Minas Gerais-fylki í suðaustur Brasilíu í byrjun maí (höfuðborg fylkisins er Beló Horizonte). Varaforseti Feneyjanefndar, Herdís Þorgeirsdóttir stýrir umræðum í fyrsta panel á fundinum mánudaginn 5. maí og verður jafnframt með fyrirlestur um efnahagsleg- og félagsleg réttindi barna í lok fundar á þriðjudeginum.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 10.04.2014 | Almanak
Var falið sem varaforseta Feneyjanefndar að kynna tillögur nefndarinnar varðandi ítalska meiðyrðalöggjöf fyrir fjölmiðlanefnd þings Evrópuráðsins hinn 8. apríl s.l. Tillögurnar voru settar fram í áliti sem undirrituð vann að ásamt fleiri fulltrúum Feneyjanefndar og samþykkt var á aðalfundi í desember s.l. Þá kynnti undirrituð einnig rannsókn Feneyjanefndar á réttindum barna í stjórnarskrám aðildarríkja Evrópuráðs fyrir annarri nefnd Evrópuráðsþingsins á sama degi. Þessi rannsókn gengur út frá réttindum barna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að þeirri rannsókn vann undirrituð ásamt fleirum, þ.á m. utanaðkomandi sérfræðingum.
(Ms Herdis Thorgeirsdottir, Vice-President of the Venice Commission, presents the recommendations of the Commission’s opinion on the defamation legislation of Italy to the Committee on Culture, Science, Education and Medias of the PACE. She notably speaks to the Sub-Commission on Media and Information.
Ms Herdis Thorgeirsdottir, Vice-President of the Venice Commission, presents the conclusions of the study on “The Protection of Children’s rights : International Standards and Domestic Constitutions” to the Committee on Social Affairs, Health and Sustainable Development of the PACE.

by Herdís Þorgeirsdóttir | 30.03.2014 | Almanak
Kynnti niðurstöður rannsóknar Feneyjanefndar um réttindi barna í stjórnarskrám aðildarríkja Evrópuráðs á ráðstefnu um réttindi barna sem fór fram í Dubrovnik dagana 27. – 28. mars. Nokkrir ráðherrar aðildarríkja Evrópuráðs sátu ráðstefnuna, þeirra á meðal Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, se
m flutti ávarp.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 28.03.2014 | Fréttir
Má til með að vekja athygli á hönnun Helgu Björnsson vegna hönnunar-mars. Hún var lengi hönnuður fyrir hátískuhús Louis Féraud í París . Þá hefur hún hannað búninga fyrir Þjóðleikhúsið og fékk nýlega grímuna fyrir frábæra búninga í Íslandsklukkunni. Helga er hönnuður á heimsmælikvarða og hefur nú hannað “collection” fyrir Eggert feldskera. Hér er nýlegt myndband um Helgu.


by Herdís Þorgeirsdóttir | 12.03.2014 | Almanak
Var með fyrirlestur á fundi í Genf 11. mars um umdeilda lagasetningu í Úkraínu hinn 16. janúar s.l. Fundurinn var haldinn að frumkvæði stjórnvalda í Kanada og fór fram hjá sendinefnd Kanada hjá Sameinuðu þjóðunum. Umfjöllunarefnið var þátttaka borgaralegs samfélags í ákvarðanatöku, stjórnvöld og lögin.
11/03/2014 – 11/03/2014
Vice-President Herdis Thorgeirsdottir is participating at a Workshop on “Civil Society, Government and the Law : Best Practices and Lessons learned from Ukraine, Tunisia and Burma”. She is a Speaker in the panel on Ukraine.