Vinnufundur í Evrópsku lagaakademíunni (European Academy of Law/ ERA) í Trier, 17. maí. Evrópska lagaakademían er ein virtasta stofnun á sviði Evrópuréttar í Evrópu. Á vegum ERA eru haldin námskeið fyrir dómara, embættismenn, lögmenn og aðra sem þurfa á þekkingu á sviði Evrópuréttar að halda. Margir íslenskir embættismenn hafa sótt námskeið í ERA en stofnunin er staðsett í Trier í Þýskalandi. ERA er styrkt af Evrópusambandinu og aðildarríkjum þess. Herdís hefur setið í stjórn ERA (Board of Trustees)  frá 2012.

eraacademy era