Forsetakosningar, veldisvöxtur auðræðis og dauði Scalia

Forsetakosningar, veldisvöxtur auðræðis og dauði Scalia

reagan og scaliaForseti Bandaríkjanna er ekki bara þjóðhöfðingi og æðsti maður framkvæmdavaldsins  heldur einnig yfirmaður alls heraflans, sem er sá stærsti í veröldinni. Kosningar í embætti forseta Bandaríkjanna skipta umheiminn því miklu máli.

Sú sérkennilega staða er komin upp í bandarísku forsetakosningunum að tveir utangarðsmenn eru að skjóta hefðbundum pólitíkusum ref fyrir rass með andstöðu við ítök fjármálaafla í stjórnkerfi og samfélagi og andúð á pólitískri spillingu. Nýlegar skoðanakannanir sýna að 69% almennings í Bandaríkjunum er uppsiga við það hvernig stjórnkerfið virðist sniðið að þörfum þeirra sem njóta fyrirgreiðslu þess vegna auðs og valda, bæði á Wall Street og Washington D.C. Bernie Sanders, sem keppir eftir útnefningu Demókrata lofar ungu fólki framtíð sem það getur trúað á – en vonleysi ríkir meðal þeirrar kynslóðar sem eygir ekki sömu tækifæri í lífinu og fyrri kynslóðir. Donald Trump sem fer fram í krafti eigin auðæfa í flokki repúblikana lofar nýjum atvinnutækifærum og að losa landið undan spillingarítökum kerfisafla í bandalagi við risafyrirtæki.

In this photo taken May 20, 2015, Democratic Presidential candidate Sen. Bernie Sanders, I-Vt., poses for a portrait before an interview with The Associated Press in Washington. For Democrats who had hoped to lure Massachusetts Sen. Elizabeth Warren into a presidential campaign, independent Sen. Bernie Sanders might be the next best thing. Sanders, who is opening his official presidential campaign Tuesday in Burlington, Vermont, aims to ignite a grassroots fire among left-leaning Democrats wary of Hillary Rodham Clinton. He is laying out an agenda in step with the party's progressive wing and compatible with Warren's platform _ reining in Wall Street banks, tackling college debt and creating a government-financed infrastructure jobs program. (AP Photo/Jacquelyn Martin)

Stóra málið í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum nú eru peningar í pólítík; stórfyrirtæki hafa náð töglum og högldum á hinu pólitíska sviði og í gegnum fjölmiðla. Í dag ráða  sex stórfyrirtæki  um 90% af bandarískum fjölmiðlamarkaði. Af 100 stærstu hagkerfum heims eru 51 stórfyrirtæki, 49 þjóðríki. Um 200 risafyrirtæki stjórna nú um fjórðungi af efnahagslífi heimsins. Frumkvöðlarnir að stjórnskipun Bandaríkjanna guldu varhug við valdamiklum bönkum og fyrirtækjum. Abraham Lincoln forseti Bandaríkjanna frá 1861 – 1865 sagði um fjármálastofnanir að þær væru með meiri einræðistilburði en konungsveldi, væru harðsvíraðri en verstu einræðisherrar og sjálfselskari heldur en öll önnur bákn; þær fordæmdu þá sem leyfðu sér að gagnrýna aðferðir þeirra og sýna svik þeirra í réttu ljósi.

Hinn umdeildi dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli Citizens United árið 2010 opnaði flóðgáttir fyrir fyrirtæki til að hafa áhrif á kosningakerfið með ótakmörkuðu fjármagni í gegnum risastórar pólitískar aðgerðanefndir (Super Pacs) sem að nafninu til áttu ekki að tilheyra einstökum frambjóðendum. Alger leynd hvílir yfir upphæðunum, hve háar þær eru og hvaðan þær koma. Engin lög gilda um hámarksframlög til ofurnefndanna og um gagnsæi í tengslum við framlögin. Í kosningunum 2012 stóðu 32 einstaklingar að baki sama fjármagni og söfnuðust frá tæpum 4 milljónum einstaklinga. Dómur þessi er almennt álitinn mikil ógn fyrir lýðræðið ef það er þá fyrir hendi. Aldrei fyrr hefur viðlíka samþjöppun valds og peninga átt sér stað.

Hillary Clinton, sem lengi var álitin óumdeildur fyrirliði demókrata í sókninni eftir útnefningu flokks síns hefur að baki sér svokallaðan Clinton-sjóð með himinháum framlögum frá stórfyrirtækjum. Auk þess hefur hún þegið risa fjárhæðir fyrir að flytja fyrirlestra frá þessum sömu aðilum. Aðspurð hvers vegna hún hefði þegið svona háar fjárhæðir svaraði hún einfaldlega “af því þeir buðu þær”. Eftir að Bernie Sanders náði hljómgrunni hjá almenningi í stríðinu við auðmagn í pólitík er eins og Clinton hafi áttað sig á því að hún gæti ekki látið hjá líða að taka afstöðu til þessarar ógnar sem lýðræðinu stafar af því að fjársterkir aðilar, nokkrir milljarðamæringar, eins og Sanders kallar þá ráði samfélaginu með þessum hætti. Af hverju fær hann hljómgrunn, ekki síst hjá ungu fólki?  Það er vegna þess að almenn örvænting hefur gripið um sig. Börn og aldraðir eru mörg undir fátækramörkum (fimmta hvert barn) og í hópi fátækra barna sem nema milljónum býr um helmingur við sára neyð.

Bæði Bernie Sanders og Hillary Clinton lýst því yfir að það verði að snúa Citizens United dómnum til baka. Jeb Bush, frambjóðandi í röðum repúblíkna, hefur einnig lýst yfir andstöðu við áhrif Citizens United dómsins þótt hann hafi þegar þegið óhemju fjármagn í gegnum ofurnefndirnar. Segja má að Donald Trump, sem er sjálfur milljarðamæringur hafi náð forskoti strax í fyrstu kappræðum repúblíkana þar sem hann talaði gegn þeirri spillingu sem fylgir fjárframlögum í pólitík.

En er hægt að vinda ofan af auðræði risafyrirtækja?

Fyrir nokkrum vikum lýstu bæði Clinton og Sanders því yfir að næsti dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna sem tilnefndur yrði af annað hvort núverandi forseta eða þeim næsta (yrði sá úr þeirra röðum) myndi þurfa að ganga undir svokallað Litmus-próf (í efnafræðinni er litmus litarefni sem er rautt í sýru en blátt í basa). Litmus-próf fyrir dómaraefnin þýðir að afstaða þeirra til auðræðis í pólitík verði könnuð sem liður af hæfismati þeirra til að gegna stöðu í æðsta dómstól landsins.

Dauði Antonin Scalia hins íhaldsama dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna hinn 13. febrúar kemur eins og reiðarslag inn í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Scalia hefur verið fimmta atkvæðið í íhaldssömum meirihluta hæstaréttar frá því að hann var skipaður af Ronald Reagan 1986 þegar nýfrjálshyggjan fór með himinskautum. Nú myndast tóm og hætta á því að dómurinn verði klofinn í tvo jafna hluta í lykilmálum sem bíða úrskurðar; mál varðandi fóstureyðingar, jákvæða mismunun (affirmative action), loftslagsbreytingar, innflytjendur, rétt verkalýðsfélaga og Affordable Care Act (lög um heilsugæslu).

Repúblíkanar óttast að valdahlutföllum innan Hæstaréttar verði snúið við takist demókrötum að skipa dómara. Þeir vilja fá dómara sem setur sig upp á móti Affordable Care Act/ lögum Obama um heilsugæslu. Repúblíkanar eru í meirihluta í öldungardeild Bandaríkjaþing og leiðtogi þeirra Mitch McConnell lýsti því strax yfir eftir lát Scalia að enginn skyldi skipaður í hæstarétt fyrr en nýr forseti hefði tekið við.

Forseti Bandaríkjanna ber stjórnskipulega ábyrgð á því að tilnefna nýjan dómara við Hæstarétt. Það ber honum að gera í samráði og með samþykki öldungadeildarinnar. Öldungardeildarþingmenn geta vart hummað það verkefni fram af sér í 11 mánuði en Obama lætur ekki af embætti fyrr en í janúar 2017. Lengsti tími sem hefur liðið frá því að sæti losnaði í réttinum og þar til nýr dómari var skipaður eru 125 dagar. Haft er að orði að Obama sé nú “lame duck”, forseti á útleið sem eigi ekki að geta ráðstafað svona mikilvægu embætti á þessum tímapunkti. Anthony Kennedy sem var í forsæti í Citizens United dómnum 2010 var tilnefndur af Ronald Reagan 1987 og skipaður með samþykki þingsins 1988, á síðasta ári Reagans í embætti.

Ef meirihlutinn í öldungardeildinni stendur í vegi fyrir því að forsetinn framfylgi stjórnarskránni þá eru þeir að brjóta æðstu lög landsins sem þeir hafa svarið eið fylgja. Slíkt athæfi þótt pólitískt skiljanlegt sé af hálfu repúblíkana fer engu að síður gegn þeirri grundvallarafstöðu Antonin Scalia að virða réttarríkið og lagatextann í sinni einföldu og skýru mynd.

Líklegt er að demókratar muni nú sleppa því að láta dómaraefni taka “litmus-prófið” til að reyna að ná málamiðlun við meirihlutann í öldungadeildinni. Nafn mikils metins lögfræðings hefur verið nefnt í þessu sambandi, einn af mörgum. Sá er Sri Srinivasan en hann flutti málið um rétt samkynhneigðra til að ganga í hjónaband fyrir Hæstarétti á þeirri forsendu að hjúskaparlög í ákveðnum fylkjum stæðust ekki stjórnarskrána. Hann varði líka forstjóra Enron í miklu spillingarmáli. Hann er fremur hófsamur og þykir ekki líklegur til að vilja snúa við áhrifum Citizens United dómsins. Ef Sri verður skipaður þá yrði um málamiðlun að ræða þar sem repúblíkanar myndu sætta sig við aðeins meiri slagsíðu í frjálslyndari átt í málum samkynhneigðra og varðandi fóstureyðingar en ekki yrði hróflað við Citizens United og þeirri vá sem samfélaginu stafar af áframhaldandi auðræði í veldisvexti.

Baráttan gegn spillingu og auðræði

Baráttan gegn spillingu og auðræði

Baráttan gegn spillingu, auðræði og ójöfnuði

Baráttan gegn spillingu, auðræði og ójöfnuði

 

iowa sanders young peopleKjörstjórn í Iowa þurfti að lýsa því yfir að Hillary Clinton hefði sigrað Bernie Sanders í forvali demókrata í fylkinu svo naumur var sigurinn. Í raun var um jafntefli að ræða þar sem brot úr prósenti skildi þau að.

Bernie Sanders  kom, sá og sigraði. Eins og hann benti á í kjölfar úrslitanna hafði hann enga pólitíska maskínu á bak við sig þegar hann kynnti framboð sitt fyrir nokkrum mánuðum, enga peninga og fáir vissu nokkuð um hann eða hvað hann stóð fyrir. Hann fór gegn stærstu kosningamaskínu Bandaríkjanna, Clintonveldinu sem byggir á gífurlegu framlagi stórfyrirtækja. Árangur Sanders sýnir að unga kynslóðin í Bandaríkjunum er örvæntingarfull.

Iowa bill hillary

Bandaríkin, vagga lýðræðis og nútíma stjórnskipunar, eru komin á yztu nöf þar sem stórfyrirtæki í krafti ógnar-fjármagns einoka fyrirkomulagið sem á að tryggja lýðræðislega stjórnarhætti, virka aðgreiningu ríkisvalds, skoðanafrelsi og rétt manna til að leita lífshamingjunnar. Bilið milli ríkra og fátækra er orðið slíkt að það er ekki lengur hægt að tala um tækifæri fólks til að vinna sig upp úr engu. Málflutningur Sanders um að ná landinu úr höndum auðkýfingastéttar náði eyrum fólksins.

Fjármálaöflin ráða pólitík og fjölmiðlum. Þau ákveða á endanum hver sest í Hvíta húsið, hverjir skipa þingið og hvað fjölmiðlar telja fréttnæmt.

Jefferson og Madison myndu snúa sér við í gröfinni ef þeir sæju hvert Bandaríkin eru komin rúmum 200 árum eftir að þeir lögðu grunninn að vestrænni stjórnskipun. Að sama skapi held ég að þeir gætu ekki annað en brosað nú í ljósi úrslitanna í Iowa.

iowa thomas jefferson

Sanders fór gegn spilltum fjármálaöflum sem eru í nánu bandalagi við pólitísk öfl og stjórnvöld sem hafa verið við lýði auk þess sem þau ráða fjölmiðlaveldinu sem mótar umræðuna og reynir að grafa undan öllum þeim sem ögra þvi. Hann vann því rokkandi sigur í Iowa fyrir tilstuðlan ungs fólks sem hefur náð botninum í tiltrú á kerfi sem getur ekki gengið lengur. Kjósendur Sanders vilja umbylta spilltu pólitísku kerfi sem byggir á bandalagi við fjármálaöfl. Eins og hann segir sjálfur voru stórir fjölmiðlar gerðir út til að reyna að koma í veg fyrir að þessi árangur næðist.

 

“Það er ekki hægt að sitja báðum megin borðsins: tala um rétt þeirra sem minna mega sín og vera samtímis kostaður af kúgara þeirra – fjármálaöflunum”

Hér benda stjórnmálaskýrendur á að Sanders sé sósíalisti sem leiti fyrirmynda í velferðarkerfum í norður- og vestur Evrópu. Tilfellið er að hann er miklu áttaðari á veruleikanum en sósíaldemókratar í þeim löndum sem eiga meira sammerkt með málflutningi Hillary Clinton. Hún skreytir sig með regnboga-hugtökum fjölmenningar og femínisma en flýtur áfram í faðmi framlaga frá stórfyrirtækjum. Það er ekki hægt að sitja báðum megin borðsins: tala um rétt þeirra sem minna mega sín og vera samtímis kostaður af kúgara þeirra – fjármálaöflunum.

Auðvitað er mikilvægt að halda áfram að berjast fyrir réttindum kvenna og minnihlutahópa en það verður ekki gert með því að veifa fánum feminisma og fjölhyggju heldur með því að brjóta niður kerfi oligarka – stórfyrirtækja, samþjöppun valds í viðskiptalífi, pólitík og fjölmiðlum. Sú samþjöppun valds hefur átt sér stað út um allan heim, allt frá Rússlandi Pútíns yfir Atlantsála til Bandaríkja Norður-Ameríku og Suður-Ameríku en þar hefur hæstiréttur Brasilíu nýlega sagt þessum öflum til syndanna og lýst því yfir að það gangi gegn stjórnarskrá landsins að stórfyrirtæki ráði því hver komist til valda í lýðræðisríki. Það eru borgarar landsins sem eiga að kjósa forystu en ekki fjármálaöflin. Það er ekki verið að tala um að þeir sem eigi meira undir sér geti ekki haft áhrif en staðan er orðin sú í nútímanum að nokkrir tugir manna eiga orðið allt og ráða öllu – glóbalt. Fjármálaöflin einoka pólitíkina og fjölmiðlaumræðuna, móta almenningsálitið og ráða því hverjir komast til valda, forheimska og afvegaleiða kjósendur í krafti fjármagns. Nú segir ungt fólk í Bandaríkjunum hingað og ekki lengra.

iowa clinton foundation

Fólk er að rísa upp gegn kerfislægri spillingu og ójöfnuði sem er orðinn slíkur í heiminum að 62 aðilar eiga meir en helmingur mannkyns. Brot úr einu prósenti á allt og ræður öllu.

Stjórnskipun Bandaríkjanna sem mótuð var á 18. öld byggir á því að það sé sjálfgefið að allir menn séu skapaðir jafnir með óafsalanleg réttindi eins og frelsi, sókn eftir hamingju og réttinn til lífs eins og segir í Sjálfstæðisyfirlýsingunni 1776. Í inngangi hennar er tekið fram að það sé náttúrulegur réttur manna að standa vörð um pólitískt sjálfstæði sitt. Sanders talar um pólitíska byltingu. Í Sjálfstæðisyfirlýsingunni segir að fólki eigi að losa sig úr fjötrum stjórnvalda sem vinna gegn réttindum þess.

Grundvöllur vestrænnar stjórnskipunar sem lagður var með stjórnarbyltingunni í Frakklandi og sjálfstæðisbyltingu Bandaríkja Norður-Ameríku á 18. öld gerði ekki ráð fyrir þeirri samþjöppun auðs og valda sem orðin er í samtímanum út um allan heim. Almenningur er að átta sig á þessu og mun reyna að brjóta af sér fjötrana sem  stórfyrirtæki í bandalagi við spillta pólitíkusa, fjölmiðla og kerfiskalla í víðtækasta skilningi þess orðs hafa bundið fólk í.

Thomas Jefferson varaði við þeirri þróun sem orðin er 1825 þegar hann benti á hvernig fólk tapaði tilfinningunni fyrir frelsi og mannréttindum í skjóli sterkra stjórnvalda “aristókrasíu” sem byggði vald sitt á bönkum og auðugum fyrirtækjum.

Sigur Sanders í Iowa markar tímamót hver svo sem endanleg niðurstaða verður í samkeppni þar sem auðræðið ríkir að minnsta kosti um sinn. Örvænting og barátta ungs fólks kann að breyta því.

 

 

Umdeild ákvæði tyrkneskra hegningarlaga

Umdeild ákvæði tyrkneskra hegningarlaga

Fulltrúar Feneyjanefndar í Ankara: Jörgen Sörensen, Herdís Þorgeirsdóttir, Thomas Markert og Sarah Cleveland.

Fulltrúar Feneyjanefndar í Ankara: Jörgen Sörensen, Herdís Þorgeirsdóttir, Thomas Markert og Sarah Cleveland.

Sérfræðingar frá Feneyjanefnd (Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum) fóru til Ankara í Tyrklandi til fundar við stjórnvöld; ráðherra, dómara, saksóknara og fleiri vegna umdeildra ákvæða tyrkneskra hegningarlaga sem nefndin skoðar að beiðni þingmannasamkundu Evrópuráðsins. Ástandið í Tyrklandi er mjög alvarlegt.

Um 1.200 fræðimenn sem starfa í Tyrklandi gagnrýndu framgöngu tyrkneska hersins gegn Kúrdum, í áskorun til tyrkneskra stjórnvalda. Margir þeirra hafa nú verið hnepptir í varðhald á grundvelli þeirra laga sem nefndin er að skoða. Fræðimennirnir kröfðust þess að endir yrði bundinn á vargöld á svæðum Kúrda. Stjórnvöld eru sökuð um að stefna að fjöldamorði á Kúrdum og reyna að hrekja þá á vergang.
 Auk tyrkneskra fræðimanna, skrifðu nokkrir þekktir erlendir fræðimenn undir skjalið. Þeirra á meðal er málfræðingurinn Noam Chomsky og heimspekingurinn Slavoj Žižek.

Tyrkneskir her- og lögreglumenn hafa mánuðum saman barist við skæruliða PKK – Verkamannaflokks Kúrdistans – í suðausturhluta landsins. Þá hafa sprengjuárásir verið gerðar á bækistöðvar PKK í Írak. Umsátursástand hefur verið undanfarna mánuði í mörgum borgum og bæjum á svæðinu. Mannréttindasamtök segja að yfir eitt hundrað almennir borgarar hafi fallið í aðgerðunum.

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan hefur brugðist reiður við áskorun fræðimannanna. Saksóknari í Tyrklandi hefur nú hafið rannsókn á þeim sem skrifa undir skjalið. Fólkinu er gefið ýmislegt að sök. Meðal annars að dreifa áróðri hryðjuverkamanna; kynda undir hatri; hvetja til lögbrota; og móðga tyrkneska ríkið. Erdoğan hefur sjálfur sakað fræðimennina um föðurlandssvik.

Sjá hér umfjöllun um heimsókn Feneyjanefndar í stjórnlagadómstól Tyrklands.

Herdís og Kemal Ataturk lítil

Alls staðar hanga myndir af Mustafa Kemal Atatürk stofnanda og fyrsta forseta Tyrklands nútímans. Hann fór fyrir sæmilega friðsamri byltingu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar þar sem höfuðborgin var flutt frá Istanbúl til Ankara og keisaraveldið afnumið. Hann stóð fyrir því að gera Tyrkland vestrænna en það hafði verið, innleiddi latneskt stafróf fyrir tyrknesku, lét banna fjölkvæni og jók hlut kvenna í opinberu lífi.

herdis-i-stjornlagadomstol-tyrklands-jan-2016

Heimsókn í stjórnlagadómstól Tyrklands. Forseti dómstólsins, Herdís Þorgeirsdóttir, Sarah Cleveland og starfsmenn dómstólsins.

 

 

 

 

 

62 auðugustu eiga meira en helmingur jarðarbúa!

62 auðugustu eiga meira en helmingur jarðarbúa!

línuritBilið milli hinna vellauðugu og þeirra fátækustu hefur aldrei verið meira. Nýútkomin Oxfam-skýrsla sýnir að samanlagður auður 62 ríkustu manna heims er jafnmikill og helmingur jarðarbúa á.

Það er engin tilviljun að Oxfam-skýrslan kemur út núna í sömu viku og hinir vellauðugu funda á árlegri heimsráðstefnu um efnahagsmál í Davos. Skýrslan sýnir að 1% jarðarbúa á meira en 99% en 50% þeirra fátækustu hafa orðið 41% fátækari á árunum 2010-2015. Á sama tíma hefur auður hinna ríkustu 62 aðila aukist um 500 milljarða dollara upp í 1,76 trilljónir.

Þeir sem allt eiga komast fyrir í einni rútu, eins og talsmaður Oxfam benti á. Stjórnmálamenn sem mega sín lítils gagnvart fjármálaöflunum hafa ekkert gert til að sporna við þessari þróun. Ójöfnuður eykst stöðugt. Pólitísk völd safnast á þessar fáu hendur sem hafa sópað til sín megninu af auði heims.

Lýðræði, mannréttindi og réttarríki geta ekki þrifist í þessari þróun. Einn af hverjum níu sveltur. Kallað hefur verið eftir aðgerðum – jafnt af Frans páfa sem alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Það verður að skoða þessa þróun í samhengi við allt annað.

Sjá hér.