by Herdís Þorgeirsdóttir | 26.11.2016 | Almanak
Fundur teymis lögfræðinga sem hafa unnið saman um langt árabil á sviði jafnréttislöggjafar á grundvelli Evrópusambandslöggjafar og í tilfelli íslenska lögfræðingsins, EES löggjafar var haldinn í Brussel 24. og 25. nóvember. Susanne Baer dómara við æðsta dómstól Þýskalands, stjórnlagadómstólinn í Karlsruhe hélt þrumandi ræðu á föstudaginum þar sem hún gagnrýndi harðlega þá afstöðu sem einkennir bæði vinnubrögð alþjóðlegra stofnana og fleiri að tækla ekki kjarna vandamálsins heldur sigla áfram í yfirborðslegum regluverkum.Margir hafa vaxandi áhyggjur vegna uppgangs öfgahreyfinga og þjóðernis- eða andkerfisflokka í Evrópu og víðar, en nýlegur kosningasigur Donalds Trumps til forseta í Bandaríkjunum er sterk vísbending um þá þróun sem er að eiga sér stað á alþjóðavísu. Benti dr. Baer á vanmátt yfirþjóðlegra stofnana og ríkja til að stemma stigu við ýmsum ógnum sem steðja að þeim sem þegar eru minnimáttar í samfélaginu. Hún sagði mikilvægt að horfa á rætur vandans en ekki yfirborðið og skoða hvernig vaxandi efnahagslegur ójöfnuður eykur kynþáttafordóma, sexisma og ýtir undir aukinn stéttamun.

Herdís Þorgeirsdóttir, Susanne Baer dómari við stjórnlagadómstól Þýskands, Susanne Burri prófessor við lagadeild háskólans í Utrecht og Andreas Stein frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 13.11.2016 | Almanak
Talaði á fundi um hatursorðræðu, fjölmiðla og lýðræði hinn 11. nóvember, sem fram fór í þinghúsinu í Prag. Það voru Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU), Evrópuráðið og Evrópuráðsþingið, þingmannasamkunda Evrópuráðsins, þing Tékkneska lýðveldisins og tékkneska ríkissjónvarpinu sem stóðu að fundinum en fundurinn fór fram í þinghúsinu í Prag. Þingmenn frá mið- og austur-Evrópu sátu fundinn sem og stjórnendur opinberra útvarps- og sjónvarspsstöðva í Evrópu. Evrópuþingið, Efnahags- öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sem og Evrópusamtök blaðamanna voru einnig aðilar að skipulagningu fundarins. Sjá hér dagskrá fundarins en eins og þar kemur fram var ég í panel ásamt dr. Mirjönu Lazarova-Trajkovska sem er dómari við Mannréttindadómstól Evrópu af hálfu Makedóníska lýðveldisins. Hún lagði út af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu en ég ræddi m.a. niðurstöður Feneyjarnefndar á þessu sviði en nefndin hefur nýlega sent frá sér niðurstöður úr starfi sínu á sviði tjáningarfrelsis og fjölmiðla á grundvelli álita sinna í umfjöllun um löggjöf í aðildarríkjum Evrópuráðsins í áranna rás. Sjá hér. Á fundinum talaði einnig Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar og formaður Stýrinefndar Evrópuráðsins um fjölmiðla og nýja miðla, forsvarsmaður Evrópusamtaka blaðamanna, þingmenn Evrópuráðs og fleiri.
Sjá hér umfjöllun um fundinn.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 28.10.2016 | Mannréttindi & pólitík
Meðfylgjandi er framsaga sem flutt var á alþjóðlegri ráðstefnu í Batumi í Georgíu um stjórnskipulegt réttlæti í fyrrum alræðisríkum kommúnismans þar sem stjórnlagadómstólar eiga víða undir högg að sækja og þar sem dómarar eru skipaðir á grundvelli pólitísks þýlyndis.
Sjá hér:
cdl-ju2016014-e
Meðfylgjandi myndir eru frá ráðstefnunni þar se
m forseti Georgía tilkynnti um nýjar skipanir dómara við dómstólinn. Sjá hér.

András Sajó varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu til hægri á myndinni.

Fyrir miðri mynd er Giorgi Papuschvili forseti stjórnlagadómstóls Georgíu. Á síðasta ári sínu í embætti sakaði hann stjórnvöld um óeðlileg afskipti af störfum dómstólsins.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 21.09.2016 | Fréttir
Í fréttatilkynningu frá æðsta dómstól Úkraínu er vitnað í ummæli varaforseta Feneyjanefndar í Georgíu í síðustu viku um mikilvægi þess dómarar séu sjálfstæðir í störfum sínum en stjórnvöld þar hafa setið undir ámæli um að beita dómstólinn pólitískum þrýstingi:
Vice-President of the Venice Commission of the Council of Europe Ms Herdis Kjerulf Thorgeirsdottir noted that the unequivocal position of the Venice Commission is that judges should be independent in their activities, as the Constitutional Court is the highest court of the country and is the guarantor of human rights and protection of the Constitution of Georgia and its citizens.
Sjá hér.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 21.09.2016 | Mannréttindi & pólitík
Feneyjanefnd í bráðabirgðaáliti, sem sagt er frá á forsíðu Evrópuráðsins í dag – gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Azerbaijan sem bornar verða undir þjóðaratkvæði 26. september n.k.
Breytingarnar munu hafa mikil áhrif á valddreifingu í Azerbaijan þar sem þær færa forseta landsins aukin og fordæmalaus völd. Kjörtímabil hans verður lengt úr fimm í sjö ár. Engin takmörk eru fyrir því hvað hann getur setið mörg kjörtímabil en forsetinn er þegar mjög valdamikill.
Önnur breyting gerir ráð fyrir að forsetinn geti leyst þingið upp sem lamar í raun stjórnarandstöðuna. Breytingarnar munu bitna á sjálfstæði dómstóla þar sem dregið verður úr hlutverki þingsins í að samþykkja skipanir dómara.
Þá gera fyrirhugaðar breytingar ráð fyrir skipunum varaforseta án undangengins kjörs sem geta tekið við stjórn landsins ef svo ber undir auk þess sem forsetinn getur boðað til kosninga þegar honum sýnist.
Í áliti Feneyjanefndar er aðdragandi þjóðaratkvæðis gagnrýndur þar sem engar alvöru umræður hafi farið fram um fyrirhugaðar breytingar á stjórnskipun landsins; fyrirvarinn sé allt of skammur og skort hafi á almenna umræðu.