Tyrkland á tímamótum

Tyrkland á tímamótum

Screen Shot 2017-03-16 at 13.16.19Tyrkland stendur á tímamótum, segir Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir, varaforseti Feneyjanefndarinnar. Erdogan forseti hafi náð þvílíkum tökum á stjórnkerfinu að hugsanlega verði ekki aftur snúið. Ef þjóðaratkvæðagreiðslan fari á þann veg að Erdogan fái stóraukin völd sé það náðarhögg fyrir lýðræðið í landinu og réttarríkið. Herdís var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1.

Sagt var frá því í fréttum að stuðningsmenn Erdogans Tyrklandsforseta hafi brotist inn á síður alþjóðlegra mannréttindasamtaka, stórra fjölmiðla og ýmissa frægra manna á samfélagmiðlinum Twitter og komið þar fyrir slagorðum, þar sem stjórnvöld í Þýskalandi og Hollandi eru fordæmd. Við er tengt myndband af Erdogan forseta og vísað til 16. apríl, þegar þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Tyrklandi um hvort auka eigi völd forsetans.

Erdogan er viðkvæmur fyrir gagnrýni. Það sannaðist m.a. þegar Feneyjanefndin kynnti þá niðurstöðu sína að með fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskrá landsins fjarlægðust Tyrkir grundvallarreglur lýðræðis og réttarríkis. Jafnframt að aðgerðir gegn fjölmiðlum og blaðamönnum á grundvelli neyðarlaganna, sem sett voru í kjölfar misheppnaðs valdaráns í júlí 2016, færu gegn alþjóðalögum. Feneyjanefndin er ráðgjafarnefnd Evrópuráðsins um stjórnskipunarmál – og hefur starfað frá því eftir að múrinn féll og lýðræðisþróun hófst í Austur-Evrópu. Fyrir þessu áliti Feneyjanefndarinnar talaði varaforseti nefndarinnar Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir, lögmaður. Hún var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1.

Feneyjanefndin
 Mynd: Feneyjanefndin  –  Morgunvaktin
Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir

Erdogan náð tökum á stjórnkerfinu

Herdís segir að Tyrkland standi á tímamótum, þó í landinu hafi ekki ríkt stöðugleiki á síðustu áratugum. Herinn hafi oft hrifsað til sín völdin. En Erdogan forseti hafi nú náð þvílíkum tökum á stjórnkerfinu að hugsanlega verði ekki aftur snúið. Ef þjóðaratkvæðagreiðslan fer á þann veg að Erdogan fái stóraukin völd sé það náðarhögg fyrir lýðræðið í landinu og réttarríkið.

„Það er í raun og veru uggvænlegt að það sé unnt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um gagngerar breytingar á stjórnarskrá landsins. Allt innbyrðis valdajafnvægi er fellt burtu. Forsetinn fær í raun alræðisvald.“

Það sé í raun sé óhugsandi að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu um jafn miklar breytingar á sama tíma og neyðarlög gilda í landinu. Frá því neyðarlögin voru sett á í fyrrasumar hafi Erdogan gefið út 21 neyðartilskipun, sem öðlast lagagildi án tilkomu þingsins.

„Hann er í raun búinn að hneppa allt þjóðfélagið í gíslingu. Þetta er gagnger breyting á stjórnkerfi landsins.“

„Það er búið að lama réttarkerfið“

Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir lýsti því á Morgunvaktinni hvernig Erdogan hefur beitt sér gegn fjölmiðlum í landinu, hvernig málfrelsi hefur í raun verið afnumið og eignir verið gerðar upptækar. Ekki sé hægt að skáka áfram í skjóli meintrar ógnar sem birtist í valdaráninu. Nærri tvöhundruð fjölmiðlafyrirtækjum í Tyrklandi hefur verið lokað fyrirvaralaust án rökstuttra ásakana og hundruð blaðamanna hafa verið fangelsaðir. „Það liggur ekki fyrir neinn dómsúrskurður. Dómstólar hafa ekki staðreynt ásakanirnar. Það er búið að lama réttarkerfið. Búið að brjóta reglur um réttláta málmeðferð. Menn vita ekkert hvaða sakir eru á þá bornar. Þeir hafa ekki hugmynd um það, eru bara hnepptir í gæsluvarðhald.“ En áfram vill Feneyjanefndin reyna að hafa áhrif á tyrknesk stjórnvöld. Herdís segir mikilvægt að halda samtali áfram, en ekki einangra Tyrki frá alþjóðasamfélaginu.

„Ég hef áhyggjur hvernig allt stefnir. Þetta hangir allt saman. Ef Tyrkir fara á vondan stað, þá hefur það víðtæk áhrif. Þetta kemur okkur við. Þetta skiptir okkur máli. Það eru gífurlegir hernaðarlegir, pólitískir, landfræðilegir hagsmunir, sem eru í húfi. En frá mínum sjónarhóli, þá eru það mannréttindin sem mestu skipta, hið almenna stjórnarfar í landinu. Ef þeir hverfa frá lýðræðinu í landinu, þá er ekki eingöngu Tyrkland í hættu.“

Álit Feneyjanefndar um áhrif neyðarlaga í Tyrklandi samþykkt

Álit Feneyjanefndar um áhrif neyðarlaga í Tyrklandi samþykkt

herdís aðalfundi feneyjanefndar mars 2017Talaði fyrir áliti Feneyjanefndar rétt í þessu um áhrif neyðarlaga á frelsi fjölmiðla í Tyrklandi. Ástandið er mjög alvarlegt, 190 sjónvarpstöðvum og fjölmiðlafyrirtækjum hefur verið lokað fyrirvaralaust á grundvelli neyðarlaganna sem sett voru í kjölfar misheppnaðs valdaráns í júlí 2016. Um 2500 blaðamenn hafa misst vinnuna; margir fangelsaðir ásakaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök. Stór fjölmiðlafyrirtæki hafa verið keypt upp af fjársterkum aðilum með sterk tengsl við stjórnvöld. Nýsett neyðarlög aflétta hlutleysisreglunni af sjónvarpi svo unnt sé að stunda áróður í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni, hinn 16. apríl n.k. Segja má að lýðræðislegum stjórnarháttum hafi verið vikið til hliðar í aðdraganda kosninga sem geta gerbylt tyrknesku stjórnkerfi og afnumið lýðræði og réttarríki til frambúðar. Tyrknesk stjórnvöld voru viðstödd fundinn en álitið var samþykkt einróma.

http://www.aktuelintermedya.com.tr/venedik-avrupa-hukuk-yoluyla-demokrasi-komisyonunun-yargitayi-ziyareti/

Sjálfs-ritskoðun og ótti breiðir um sig í Tyrklandi

Sjálfs-ritskoðun og ótti breiðir um sig í Tyrklandi

Skýrsla mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins:

can_dundar_erdem_gul

Frelsi fjölmiðla nær ekkert. Blaðamennirnir Can Dundar og Erdem Gul á dagblaðinu Cumhuriyet voru handteknir 2015 fyrir umfjöllun um vopnaflutning stjórnvalda til Sýrlands.

Svigrúmið fyrir lýðræðislega umræðu er orðið nær sem ekkert í Tyrklandi eftir fjölda handtökur og ákærur gefnar út á hendur blaðamönnum, kennurum, þingmönnum og venjulegum borgurum.

“The space for democratic debate in Turkey has shrunk alarmingly following increased judicial harassment of large strata of society, including journalists, members of parliament, academics and ordinary citizens, and government action which has reduced pluralism and led to self-censorhip. This deterioration came about in a very difficult context, but neither the attempted coup, nor other terrorist threats faced by Turkey can justify measures that infringe media freedom and disavow the rule of law to such an extent. The authorities should urgently change course by overhauling criminal legislation and practice, re-develop judicial independence and reaffirm their commitment to protect free speech” said today Nils Muižnieks, Council of Europe Commissioner for Human Rights, while publishing a Memorandum on freedom of expression and media freedom in Turkey based on the findings of two visits to the country that he conducted in April and September 2016.

The Commissioner regrets that tangible progress concerning media freedom and freedom of expression which was painstakingly achieved by Turkey in co-operation with the Council of Europe, was halted and reversed in recent years, leading to an already alarming situation at the time of the Commissioner’s visit in April 2016. “In particular, the overly wide application of the concepts of terrorist propaganda and support for a terrorist organisation, including to statements and persons that clearly do not incite violence, and its combination with an overuse of defamation, has put Turkey on a very dangerous path. Legitimate dissent and criticism of government policy is vilified and repressed, thus shrinking the scope of democratic public debate and polarising society.” This situation has significantly worsened under the on-going state of emergency which confers almost limitless discretionary powers to the Turkish executive to apply sweeping measures, including against the media and NGOs, without any evidentiary requirement, in the absence of judicial decisions and on the basis of vague criteria of alleged “connection” to a terrorist organization.

Feneyjanefnd í fréttum CNN

Feneyjanefnd í fréttum CNN

herdís cnn tyrklandVinna Feneyjanefndar, stjórnskipulegs álitsgjafa hinna 47 aðildarríkja Evrópuráðsins, hefur verið mikið í fréttum í Tyrklandi í kjölfar þess að neyðarlög voru sett í landinu. Herdís Þorgeirsdóttir, varaforseti Feneyjanefndar, fór fyrir sendinefnd í Ankara í febrúar þar sem nefndin ræddi við embættismenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, dómara o.fl. vegna fyrirhugaðra breytinga á stjórnskipun landsins; vegna ástandsins á fjölmiðlamarkaði þar sem hátt í 200 fjölmiðlum hefur verið lokað á grundvelli neyðarlaga. Þúsundum opinberra starfsmanna hefur verið vikið frá störfum; hundruð blaðamanna sitja í fangelsi og almennur ótti ríkir í landinu.

Sjá frétt CNN í Tyrklandi um fund okkar með stjórnvöldum: http://www.cnnturk.com/video/turkiye/venedik-komisyonu-uyeleri-mecliste