herdís cnn tyrklandVinna Feneyjanefndar, stjórnskipulegs álitsgjafa hinna 47 aðildarríkja Evrópuráðsins, hefur verið mikið í fréttum í Tyrklandi í kjölfar þess að neyðarlög voru sett í landinu. Herdís Þorgeirsdóttir, varaforseti Feneyjanefndar, fór fyrir sendinefnd í Ankara í febrúar þar sem nefndin ræddi við embættismenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, dómara o.fl. vegna fyrirhugaðra breytinga á stjórnskipun landsins; vegna ástandsins á fjölmiðlamarkaði þar sem hátt í 200 fjölmiðlum hefur verið lokað á grundvelli neyðarlaga. Þúsundum opinberra starfsmanna hefur verið vikið frá störfum; hundruð blaðamanna sitja í fangelsi og almennur ótti ríkir í landinu.

Sjá frétt CNN í Tyrklandi um fund okkar með stjórnvöldum: http://www.cnnturk.com/video/turkiye/venedik-komisyonu-uyeleri-mecliste