by Herdís Þorgeirsdóttir | 20.03.2021 | Almanak, Frá stuðningsfólki
Á aðalfundi Feneyjanefndar hinn 19. mars var samþykkt álit sem Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir fulltrúi í nefndinni samdi ásamt Claire Bazy Malaurie og Martin Kuijer um það hvernig nokkur lagaákvæði, þ.á m í lögum um um fjöldasamkomur sem og hegningarlagaákvæði þar að lútandi samræmist evrópskum viðmiðum um félaga- og tjáningarfrelsi. Þessum lögum hefur verið beitt á friðsamleg mótmæli og félaga í samtökum sem mótmæltu úrslitum forsetakosningana í Hvíta Rússlandi hinn 9. ágúst 2020. Feneyjanefnd álítur lögin koma í veg fyrir friðsamleg mótmæli í landinu.
Árið 2012 samþykkti Feneyjanefnd álit um lög um fjölda mótmæli og sendi frá sér tillögur sem enn eru í gildi þar sem þeim lögum hefur ekki verið breytt. Herdís var jafnframt einn höfunda 2012 álitsins þar sem þeim tilmælum var beint til stjórnvalda í Hvíta Rússlandi að tryggja bæri rétt einstaklinga til fundafrelsis og í því skyni væri mikilvægt að afnema þann lagaramma sem þá var í gildi (og er enn) að krefjast þess að fá heimild hjá stjórnvöldum til að koma saman opinberlega. Í stað þess væri unnt að setja tilkynninga-skyldu. Jafnframt bæri nauðsyn til að endurskoða öll lagaákvæði sem jafngiltu banni við fundafrelsi og takmörkunum á því hverjir gætur staðið fyrir og skipulagt fundi.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 24.01.2021 | Almanak
Í tilefni af 30 ára afmæli Feneyjanefndar, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum, var gefin út bók, sem var að berast – með fjölda greina um stjórnskipun og mannréttindi. Myndin sýnir upphafið á mínu framlagi, sem fjallar um olígarka, óheft vald þeirra sem er stjórnskipulegt áhyggjuefni.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 1.01.2021 | Fréttir
Bók Maríu Elísabetar Bragadóttur, Herbergi í öðrum heim vakti mikla athygli eftir að Una útgáfuhús gaf hana út í byrjun nóvember 2020. Um er að ræða frumraun höfundar og eru þetta 7 smásögur. Gagnrýnandi Morgunblaðsins gaf bókinni fimm stjörnur með þeim ummælum að hver saga væri fullmótuð og höfundi hefði tekist að skapa djúpar og breyskar persónu í hverri sögu; bóksalar völdu bókina aðra bestu bók ársins. Hallgrímur Helgason rithöfundur sagði bók Maríu Elísabetar bestu frumraun sem hann hefði séð. Morgunblaðið kallaði Maríu Elísabetu síðan uppgötvun ársins í úttekt á bókum sem út komu árið 2020.




by Herdís Þorgeirsdóttir | 11.12.2020 | Almanak
Dagana 11. og 12. desember sl. var aðalfundur Feneyjanefndar haldinn í gegnum netið. Þar kynnti Herdís drög að áliti sem hún er einn af höfundum að um átta meginreglur sem fylgja þarf til að tryggja grundvallar mannréttindaskuldbindingar í aðdraganda kosninga (Principles for a Fundamental Rights Compliante Use of the Digital Technologies in Electoral Processes). Sjá hér.

by Herdís Þorgeirsdóttir | 4.12.2020 | Almanak
Var með framsögu af hálfu Feneyjanefndar á fundi í Moskvu á vegum Stofnununar um samanburðarlögfræði sem heyrir undir stjórnvöld í Rússlandi. Efni fundarins var þróun á vettvangi stjórnskipunar í Rússlandi sem á alþjóðavettvengi. Erindi mitt fjallaði um mikilvægi þess að stjórnskipun byggði á grundvelli lýðræðis, réttarríkis og mannréttinda; að almenningur sem stjórnarskrágjafinn hefði aðkomu að mótun stjórnskipunar og breytingum á stjórnarskrám.

Ásamt Taliyu Khabrievu sem veitir forstöðu Lagastofnun um samanburðarlögfræði í Moskvu. Hún er þekktur lögfræðingur og hefur starfað með mér í Feneyjanefndinni um árabil. Myndin er tekin í Moskvu 2014.