Handtaka að geðþótta valdhafa

Handtaka að geðþótta valdhafa

Bandarísk stjórnvöld íhuga að afnema habeas corpus, sem er grundvallarregla í réttarríkinu að engan megi handtaka að geðþótta valdhafa og fangelsa án dómsmeðferðar. Rökin eru að með þessu móti verði auðveldara að handtaka innflytjendur og vísa þeim úr landi. Nýlegar handtökur innflytjenda og námsmanna sem  tekið hafa þátt í mótmælum eru vefengdar á grundvelli habeas corpus.

Habeas corpus eru forn fyrirmæli ,staðfest 1215 með Magna Carta ,að handtekinn maður skuli innan tiltekins tíma leiddur fyrir dómara sem úrskurðar um lögmæti frelsissviptingarinnar. Þetta er grundvallarregla um persónufrelsi í réttarríkinu. Fyrsta grein bandarísku stjórnarskrárinnar kveður skýrt á um að ekki megi afnema habeus corpus nema á tímum uppþota eða vegna þess að almannahagsmunir kalli á slíkt. Abraham Lincoln afnam habeas corpus í þrælastríðinu 1861 sem leiddi til uppgjörs við hæstarétt sem sagði þingið einungis geta tekið þessa ákvörðun en ekki framkvæmdavaldið. Habeas corpus var einnig tekið úr sambandi eftir árás Japana á Pearl Harbour.

Hæstiréttur Bandaríkjanna, í dómi í Boumediene gegn Bush 2008,  afnam herlög frá 2006 sem komu í veg fyrir að erlendir hermenn gætu vefengt handtökur fyrir bandarískum dómstólum, þ.á m. fanga í fangabúðunum við Guantanamo flóa. Palestínskur námsmaður og leiðtogi stúdentamótmæla við Columbia háskólann í New York sem var handtekinn vorið 2024  leitar nú réttar síns á grundvelli habeus corpus.

 

Forseti hæstaréttar um aðför að dómurum

Forseti hæstaréttar um aðför að dómurum

Forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, John G. Roberts, sló skjaldborg um sjálfstæði dómstóla nú í vikunni á opnum fundi í New York. Þar lýsti hann vanþóknun á tilraunum stjórnvalda að kæra dómara fyrir valdníðslu. Það er ekki í lagi að stjórnvöld sem eru ósammála niðurstöðu dómstóla ráðist að dómurum með þessum hætti sagði Roberts í óvenju opinskáu samtali á fundinum. Hann hafði áður í skriflegri yfirlýsingu í mars sl. svarað hótunum Donald Trumps forseta um að kæra alríkisdómara vegna úrskurða sem fara gegn stefnu stjórnvalda. Roberts dómari nefndi ekki forsetann á nafn á fundinum en yfirlýsingar hans vöktu verulega athygli þar sem óvenjulegt er að dómarar tjái sig um stjórnmál með þessum hætti.

Aðrir dómarar hafa tjáð sig undanfarið um ,,aðför“ stjórnvalda gegn dómurum sem vegi að grunnstoðum stjórnskipunar og bandarísku stjórnarskrárinnar. Það er verið að hegna dómurum fyrir að sinna starfi sínu, sagði dómarinn Ketanji Brown Jackson á opnum fundi nýlega. Dómarar óttast ofbeldi og það sé vegið að starfsheiðri þeirra.

Roberts dómari ítrekaði á fundinum í New York í vikunni mikilvægi sjálfstæði dómstóla þegar þeir úrskurðuðu um valdmörk þings eða framkvæmdavalds.

Um miðjan mars sl. kallaði Trump forseti eftir úrsögn alríkisdómara úr embætti sem hafði tímabundið stöðvað brottvísun farandverkamanna frá Venesúela til El Salvardor, hann kallaði dómarann ,,róttækan vinstri brjálæðing“. Það var í kjölfar þess sem Roberts forseti hæstaréttar sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að fyrir því væri meira en tveggja alda hefð í bandarísku réttarríki að vega ekki að dómurum vegna ágreinings um niðurstöðu í dómsmáldi – heldur ætti aðð styðjast við hefðbundnar áfrýjunarleiðir.

Á fyrra kjörtímabili sínu uppnefndi Trump dómara sem hafði dæmt gegn stefnu stjórnvalda í hælisleitandamálum og kallaði hann ,,Obamadómara”.  Forseti Hæstaréttar BNA ítrekaðií vikunni að það væru engir Obama-dómarar, Clinton-dómarar eða Trump-dómarar. Við erum með dómstóla skipaða dómurum  sem helga sig lögmálum réttarríkis og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sýna þeim sem standa frammi fyrir dómstólum að þeir eru allir jafnir fyrir lögum.

Helga Óskarsdóttir vefhönnuður

Helga Óskarsdóttir vefhönnuður

Þessi nýja vefsíða hefur verið uppfærð í samvinnu við Helgu  Óskarsdóttur vefhönnuð. Hún hefur auk vefhönnunar starfað við miðlun á vettvangi myndlistar, er sjálf myndlistarkona með fjölbreyttan bakgrunn í listum. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Gerrit Rietveld Akademíuna í Amsterdam og Chelsea College of Art í London, þaðan sem hún lauk MA gráðu í myndlist.

Helga er með diplómu í kennsluréttindum frá Listaháskóla Íslands og hefur einnig stundað nám í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Á ferli sínum hefur Helga sinnt margvíslegum verkefnum tengdum listum og miðlun, þar á meðal rekið Týsgallerí, fjölfeldisútgáfuna Multis og vefritið Artzine.is, sem fjallar um samtímalist á Íslandi. Auk þessa hefur hún starfað sjálfstætt við vefsíðugerð fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Sjá: vefir.helgaoskars.com

 

Pólitískt aðhald nýs páfa

Pólitískt aðhald nýs páfa

Í fyrsta sinn í sögu kaþólsku kirkjunnar er nýr páfi Ameríkani. Það tók kjörfundinn aðeins tvo daga að velja kardínálann Robert Prevost sem eftirmann Frans páfa. Prevost tekur upp nafnið Leó XIV (næstum eins og Lúðvík fjórtándi). Hann er fæddur í Chicago í september 1955. Faðir hans var kennari og móðirin vann á bókasafni. Hann á tvo bræður. Prevost sem hefur starfað og búið undanfarin ár í Perú er virkur notandi samfélagsmiðla og hefur notað X (áður Twitter) frá 2011. Þar hefur hann póstað gagnrýni á harða afstöðu núverandi Bandaríkjaforseta gegn innflytjendum.

Í febrúar sl. gagnrýndi hann varaforsetann, J.D. Vance en sá snerist til kaþólskrar trúar á fullorðinsárum. Sagði hann viðleitni varaforsetans, til að finna guðfræðilega réttlætingu fyrir stefnu stjórnvalda gagnvart innflytjendum, ranga – því Jesús leyfir ekki að við forgangsröðum kærleika okkar til fólks. Í Bandaríkjunum eru um 52 milljónir kaþólikka eða um 20 prósent þjóðarinnar. Sá hópur mun örugglega verða bakland fyrir páfann og veita forsetanum aðhald ef afstaða hans verður á skjön við kristilegan kærleiksboðskap Leós XIV.

 

Sjómaður Huldu Hákon og fleira gott fólk

Sjómaður Huldu Hákon og fleira gott fólk

Á 101 á vorkvöldi í lok Covid þar sem sjómaður Huldu Hákon stendur og horfir yfir glæsilegt barsvæðið: Með listamönnunum Jóni Óskari og Huldu Hákon og vinum þeirra: Nonna Tryggva, Halldóri Birni Runólfssyni, Signýju Eiríksdóttur og Margréti Auðuns. Sjómaðurinn stendur í þeirri meiningu að næsta bylting verði fullkomin, eins og stendur á hjálmi hans.