by Herdís Þorgeirsdóttir | 22.12.2024 | ÁHUGAVERT
Forseti Brasilíu, Lula da Silva, hefur skipað Ricardo Lewandowski nýjan dómsmálaráðherra Brasilíu. Við erum skólasystkin frá The Fletcher School of Law and Diplomacy og hittumst á fundi í Chile fyrir nokkrum árum en þá var hann forseti hæstaréttar í Brasilíu.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 12.12.2024 | ALMANAK
Á síðasta aðalfundi Feneyjanefndar árið 2024 voru samþykkt álit er lutu að Albaníu (Framkvæmd þingsins á ákvörðunum Stjórnlagadómstóls); lagalegar lausnir á framkvæmd kosninga á Haiti; breytingar á stjórnarskrá Póllands varðandi Stjórnlagadómstól; breytingar á lögum varðandi dómara og saksóknara í Serbíu og lög í Tyrklandi um samsetningu dómstólasýslu og saksóknaraembættis og ferli skipunar í þau. Á fundinum var einnig samþykkt uppfærð túlkun á Siðareglum varðandi notkun stafrænnar tækni í kosningum og áhrifum gervigrreindar ásamt greinargerð með skýringum. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er einn höfunda þessa plagss en myndin er frá umræðum sem spunnust fyrir samþykkt á fundinum á laugardeginum 5. desember. Aðrar myndir eru einnig frá fundinum. Sjá hér:https://www.venice.coe.int/webforms/documents/default.aspx?pdffile=CDL-AD(2024)044-e
by Herdís Þorgeirsdóttir | 21.09.2024 | ALMANAK
Feneyjanefndin fer nú yfir umdeild lög um félagasamtök í Kyrgyzstan. Myndin er tekin eftir fund með dómsmálaráðherra landsins, annar til hægri, fyrr í vikunni. Auk fundar með dómsmálaráðherra og embætti átti nefndin fundi með fulltrúum félagasamtaka, lögfræðingum þeirra, sendinefnd Evrópusambandsins í Kyrgyzstan og fulltrúum Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðana.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 26.06.2024 | ALMANAK
Á aðalfundi Feneyjanefndar 23. og 24. júní samþykkti nefndin sautján álit sem lutu að lagasetningu í átta ríkjum: Armeníu, Bosníu Hersegóvínu, Georgíu, Haiti, Kyrgyzstan, Moldóvu, Montenegro og Póllandi. Ég vann að tveimur þessara álita, sem bæði varða félagafrelsi og tjáningarfrelsi. Því miður er það svo að mörg ríki reyna, með umdeildum lagasetningum, að stemma stigu við öflugri pólitískri umræðu og andófi, sem getur virkað sem súrefni fyrir lýðræðið en það getur aldrei þrifist á þegjandi samþykki almennings sama hverju fram vindur. Á fundinum talaði ég m.a. fyrir áliti um fyrirhuguð lög í Kyrgyzstan sem gera róg og móðganir refsiverðar og fela aðila innan stjórnsýslunnar vald til að úrskurða um slíkt en ekki dómstólum beint, jafnvel þótt þau sem ættu að hafa móðgast hafi ekki farið fram á slíkt. Fælingarmáttur slíkra laga elur á sjálfs-ritskoðun meðal almennings og kemur í veg fyrir að hinn almenni borgari fái upplýsingar sem geta skipt sköpum fyrir opna, pólitíska umræðu.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 21.05.2024 | ALMANAK
Forseti landsins neitaði að staðfesta lögin sem kveða á um að fjölmiðlar og félagasamtök sem fá meir en 20 % af tekjum erlendis frá verði skyldug að skrá sig sem stofnanir sem þjóni hagsmunum erlendra afla.
Í örstuttu máli þá leggur Feneyjanefndin til að lögin í núverandi mynd verði afturkölluð, enda grundvallar annmarkar á þeim, sem munu hafa afdrifaríkar neikvæðar afleiðingar fyrir félagafrelsi, tjáningarfrelsi, friðhelgi einkalífs, réttinn til þátttöku í opinberu lífi og jafnræði – og endanlega opna, upplýsta umræðu, fjölbreytni og lýðræði.
Hér eru tenglar með umfjöllun um álitið:
https://www.euronews.com/2024/05/22/georgia-should-scrap-foreign-influence-law-council-of-europe?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR0-XKbQVGLww92BwkysdjTrldtws9Rn47QBzvp3xfLVMzpxQk4HFOhKgAA_aem_AZ2ETreZ71jLMLct75lVpikIPPg8FgDfJ_tQeZ_2v95NglGVgERDjk2HUNeJ07ZXpCdsCxuiI13WCCVtP4eHlRLd
https://www.politico.eu/article/georgia-europe-georgian-dream-party-foreign-agent-law-venice-commission-reports/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR1dIBtOFSyiA8GQEZZpSB1tmo4JQ4DutXrMU5ZJT0eDBzWFgCNBsmsYkzQ_aem_AZ1VQIfyCcihgwLm9_WKLHkFGN_2MnZxrPibp0R4lfXnNjB-AAtQF06hbkFv5JsxmwcVLYE6YahALyik3ypF-GTf