Gátlisti fyrir réttarríkið

Gátlisti fyrir réttarríkið

Feneyjanefndin, nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum, hefur birt gátlista fyrir réttarríkið (Rule of Law Checklist). Með þessum ítarlega gátlista á að vera unnt að leggja mat á stöðu réttarríkis, þ.e. hvaða virðing er borin fyrir því í sérhverju aðildarríki Evrópuráðsins en þau eru 47 talsins. Þessi gátlisti á að vera öllum aðgengilegur, yfirvöldum sem almenningi (sjá heimasíðu Evrópuráðsins).

rule of law checklist

Fyrirlestur um tjáningarfrelsi og fjölmiðla í Baku, Azerbaijan

Fyrirlestur um tjáningarfrelsi og fjölmiðla í Baku, Azerbaijan

Baku31May2016_1

 

herdís azerbaijan maí 2016Within the framework of the joint EU/CoE project “Freedom of Expression and Media Freedom in Azerbaijan” a round table on Defamation took place on 31 May 2016 in Baku. The conference, organised in close cooperation with the Azerbaijani Press Council, aimed to raise awareness on Council of Europe standards and best European practices on defamation and freedom of expression and to give the floor to open discussions on how to improve the national legislation concerning defamation and journalistic practice in Azerbaijan. About 60 representatives of state authorities (Presidential Administration, Milli Majlis, Ombudsman’s Office), academia, media professionals, representatives of civil society and international organisations attended the round table. Mr Patrick Penninckx, Head of Information Society Department of the Council of Europe, and Ms Herdis Thorgeirsdottir, Vice President of the Venice Commission, participated in this event.

EOMY í frægum bandarískum sjónvarpsþætti

EOMY í frægum bandarískum sjónvarpsþætti

eomy motherÍslenski raftónlistardúettinn East of my Youth, sem starfræktur er í Berlín og skipaður þeim Herdísi Stefánsdóttur og Thelmu Marín Jónsdóttur, gaf nýverið út lagið lagið Mother.

Lagið var frumflutt á vefsíðu i-D Magazine í síðustu viku en það verður á væntanlegri plötu þeirra sem kemur út seint í sumar.

 

East of my Youth var stofnaður fyrir rúmi ári og hefur meðal annars leikið á tónlistarhátíðunum Sónar, Iceland Airwaves og SxSW í Texas. Lagið Mother var á dögunum selt í bandaríska sjónvarpsþáttinn Faking It sem sýndur er á MTV en að sögn þeirra Thelmu og Herdísar kom tækifærið til í tengslum við tónlistarhátíðina Airwaves.

„Þá var umboðskonan okkar komin til sögunnar og hún fór á svona „networking“ fund og hitti þar konu sem vinnur fyrir umboðsskrifstofu í L.A. og hún smellti heyrnartólum á eyrun á henni og spilaði demó af laginu,“ segir Thelma og Herdís bætir við: „Og hún sagði bara strax: Vá, hvað þetta passar í þættina.“

Þáttunum er lýst sem rómantískum gamanþáttum og voru þeir fyrst sýndir í apríl árið 2014. Þriðja sería þáttanna er nú í sýningu og má heyra lag East of my Youth í þættinum sem sýndur verður þann 17. maí næstkomandi. Þættirnir segja frá vinkonunum Karma og Amy sem hafa lengi reynt að öðlast vinsældir í skólanum. Ekki hefur það gengið sem skyldi og í kjölfar misskilnings koma þær út úr skápnum sem par og öðlast samstundis gríðarlegar vinsældir. Í þáttunum er svo fylgst með margvíslegum afleiðingum þessa.

East of my Youth er með PR-skrifstofu í London þar sem umboðskona þeirra er staðsett og hafa þær meðal annars komið fram á tveimur Showchase-tónleikum þar í borg. Þær segja það vissulega gott tækifæri og mögulegan stökkpall fyrir tónlist þeirra að fá lag í þáttinn.

„Nú er bara búið að læsa lagið inn í þáttinn, þannig þetta er bara „signed, sealed, delivered“,“ segir Thelma hlæjandi en töluverð áhersla er lögð á að kynna nýja tónlist í þættinum og er meðal annars gerður lagalisti á tónlistarveitunni Spotify eftir hvern þátt og er áhorfendamarkhópurinn ungt fólk.

„Reyndar ekki, en litli bróðir minn sem er í MR froðufelldi alveg af æsingi af því það eru víst allir í MR að horfa á þetta,“ svarar Herdís þegar hún er spurð að því hvort þær hafi horft á Faking It. „Þetta er svolítið svona eins og The O.C. fyrir okkar kynslóð,“ segir Thelma.

Þær eru því spenntar fyrir komandi tímum og eru sem stendur staðsettar í Berlín þar sem þær vinna að því að klára plötuna sína og skjóta ekki loku fyrir að efnt verði til útgáfutónleika hér á landi eftir útgáfuna. „Það verða haldnir tónleikar með pompi og prakt einhvers staðar,“ segir Thelma hress að lokum.

 

(eftir Gyðu Lóu Ólafsdóttur)

Hlusta má á lagið Mother hér.