Viðtal í Frjálsri Verslun

Viðtal í Frjálsri Verslun

Herdis001[1] Kristinn IngvarssonÍ nýjasta tölublaði Frjálsrar Verslunar er ítarlegt viðtal við mann ársins, Róbert Wessmann, forstjóra Actavis Group. Einnig er rætt við landsþekkta einstaklinga um hvað þeim fannst viðburðaríkast á árinu 2006; Guðbjörgu Glóð Logadóttur, framkvæmdastjóra Fylgifiska, Ómar Ragnarsson fréttamann,   Árna Pétur Jónsson, forstjóra Vodafone, Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra Hveragerðisbæjar, Herdísi Þorgeirsdóttur, prófessor við lagadeildina á Bifröst og Hannes Smárason, forstjóra FL Group auk fjölda annarra eins og segir í kynningu.

Viðtal um jafnréttismál

Viðtal um jafnréttismál

HúsfreyjanÁ kvennafrídaginn kom 2. tölublað tímaritsins Húsfreyjunnar 2006 í verslanir. Blaðið er  málgagn Kvenfélagasambands Íslands (stofn. 1930) út en það hóf göngu sína árið 1949 og er því í hópi lífseigustu tímarita landsins. Ritstjóri þess Kristín Linda Jónsdóttirer jafnframt kúabóndi í Miðhvammi í Þingeyjarsýslu og nýkjörin fulltrúi í sveitarstjórn í Aðaldælahreppi (L-listinn). Hún hafði samband vegna Tengslanetsins og fékk Herdísi  Þorgeirsdóttur í forsíðuviðtal. Útlit forsíðunnar hefur verið uppfært en myndina að þessu sinni tók Kristinn Ingvarsson ljósmyndari á Morgunblaðinu.

Germaine Greer á Tengslanets-ráðstefnu

Germaine Greer á Tengslanets-ráðstefnu

greer geirlaugRáðstefnan Tengslanet – Völd til kvenna verður haldin í þriðja sinn á Bifröst dagana 1.-2. júní og er hin kunna kvenfrelsiskona Germaine Greer sem er aðalfyrirlesari ráðstefnunnar. Greer kom til landsins í dag. Meginþemað á ráðstefnunni í ár er staðalímynd kvenna, kynbundinn frami, fyrirtækjamenning og samskipti kvenna.

„Það þarf að breyta staðalímyndinni til að ná meiri áhrifum í jafnréttisbaráttunni og það er t.d. gert með því að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja, fjölga konum sem hafa áhrif í að móta þjóðfélagsumræðuna og fjölga konum í háskólaumhverfinu, viðskiptalífinu og dómarastétt, svo fátt eitt sé nefnt. Sé það ekki gert felast í því skilaboð til annarra kvenna um að þær komist ekki upp úr glerþakinu,” sagði Herdís Þorgeirsdóttir skipuleggjandi ráðstefnunnar.

Að sögn Herdísar verður dagskrá ráðstefnunnar með sama sniði og fyrri ár. Hefst hún á göngu á Grábrók síðdegis fimmtudaginn 1. júní og veislu í Paradísarlaut í kjölfarið. Ráðstefnan sjálf verður sett á föstudagsmorgni og lýkur með móttöku forseta Íslands á Bessastöðum að kvöldi dags.

 

Germaine Greer er eitt af stóru nöfnunum

1.-2. júní 2006:

Ástralski rithöfundurinn og kvenréttindakonan Germaine Greer er eitt af stóru nöfnunum í kvenfrelsishreyfingunni. Greer gegndi lengst af prófessorsstöðu í enskum bókmenntum við Háskólann í Warwick á Englandi og er ötull og beittur penni. Frægasta bók hennar, The Female Eunuch, sem út kom 1969, hafði mikil áhrif á kvenfrelsishreyfinguna upp úr 1970, en í bókinni heldur hún því fram að hinum sanna persónuleika kvenna sé haldið niðri af gildismati karla. Af öðrum verkum Greer má nefna Sex and Destiny sem út kom árið 1984, en þar heldur hún því fram að þjóðfélög Vesturlanda séu fjandsamleg börnum og frelsið í kynferðismálum þar sé manninum óeðlilegt. Fyrir sex árum má segja að Greer hafi fylgt The Female Eunuch eftir með útgáfu bókarinnar The Whole Woman þar sem hún heldur því fram að aftur sé kominn tími fyrir konur að reiðast sökum þess hversu sorglega hægt hafi miðað í kvenréttindabaráttunni.

Sjálfs-ritskoðun og réttarvernd fjölmiðla

Í tilefni af doktorsvörn Herdísar Þorgeirsdóttur við lagadeild Háskólans í Lundi og útkomu doktorsritgerðar hennar stóðu lagadeild Háskóla Íslands, Lagastofnun og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála fyrir opnu málþingi um sjálfs-ritskoðun og réttarvernd fjölmiðla í Odda, Háskóla Íslands þriðjudaginn 20. maí kl. 12.15-14.00.

Þátttakendur í pallborði að loknum fyrirlestri Herdísar voru Eiríkur Tómasson prófessor, Björg Thorarensen prófessor við lagadeild HÍ og Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins. Fundarstjóri var Kristján Gunnar  Valdimarsson formaður Lögfræðingafélags Íslands.

Sjá umfjöllun Fréttablaðsins hér.

Sjálfsritskoðun og réttarvernd fjölmiðla

Áhugavert málþing verður á þriðjudaginn við Háskóla Íslands um sjálfsritskoðun og réttarvernd fjölmiðla í tilefni af doktorsritgerð Herdísar Þorgeirsdóttur. Eins og fram hefur komið á press.is varði Herdís ritgerð sína við Háskólann í Lundi á dögunum og koma þar fram áhugaverðir hlutir um réttarstöðu og skyldur blaðamanna……. Sjálfs-ritskoðun og réttarvernd fjölmiðla

Þriðjudaginn 20. maí nk. kl.12.15 – 14.00 standa Lagadeild Háskóla Íslands og Lagastofnun, Lögfræðingafélag Íslands og tofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála fyrir opnu málþingi um sjálfs-ritskoðun og réttarvernd fjölmiðla í tilefni af doktorsritgerð dr. Herdísar Þorgeirsdóttur frá lagadeild háskólans í Lundi ,,Journalism Worthy of the Name: A Human Rigths Perspective on Freedom within the Press“. álþingið er haldið í Odda stofu 101 og er öllum opið. Þátttakendur í pallborðsumræðum að lokinni framsögu Herdísar verða Eiríkur Tómasson, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, Björg Thorarensen, prófessor, og tyrmir Gunnarsson, ritstjóri orgunblaðsins. Fundarstjóri verður Kristján Gunnar aldimarsson lögfræðingur og formaður Lögfræðingafélags Íslands.
Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki við að tryggja framgang lýðræðisins. Af þeim sökum vakna upp þær spurningar, hvort fjölmiðlar njóti nægilegrar réttarverndar og hvort hún er annars eðlis en tjáningarfrelsi einstaklingsins. Fjölmiðlar njóta sérstöðu í stjórnskipun sumra ríkja og í þjóðarétti. ú lagalega sérstaða stafar ekki síst af því að blaðamenn þurfa sérstaka vernd til að unnt sé að tryggja þá fylgireglu sem er réttur almennings til ábyrgrar blaðamennsku. Það er hins vegar álitamál hversu vel ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla er tryggt. Öll íhlutun í störf blaðamanna, hvort sem hún stafar frá yfirvöldum eða einkaaðilum, hindrar fjölmiðil í að sinna þessu lögskipuða hlutverki sínu sem “varðhundur almennings”. Fjölmiðlar eru oftast einnig háðir auglýsendum eða fjársterkum aðilum sem tryggja rekstrargrundvöll þeirra. Ein afleiðing þess er sjálfs-ritskoðun blaðamanna vegna ótta um afleiðingar þess að fjalla um mál sem gætu skaðað viðskiptahagsmuni fjölmiðilsins eða haft áhrif á þeirra eigin starfsframa.
Þessar spurningar eru meðal annars til umfjöllunar á málþingi um innra frelsi fjölmiðla út frá sjónarhóli annréttindasáttmála Evrópu. Dr. Herdís Þorgeirsdóttur flytur fyrirlestur um doktorsrigerð sína: ,,Journalism Worthy of the Name: A Human Rigths Perspective on Freedom within the Press.“ Herdís lauk doktorsprófi á sviði þjóðaréttar við lagadeildina í Lundi í mars sl. Rannsókn hennar beinist að því hve virk réttarverndin er innan ritstjórna fjölmiðla og að jákvæðum skyldum stjórnvalda sem leiða af tjáningarfrelsisákvæði annréttindasáttmála Evrópu, ekki síst með tilliti til þróunnar í dómaframkvæmd og í ljósi breyttra aðstæðna frá því að sáttmálinn tók gildi. Kemst Herdís m.a. að þeirri niðurstöðu að réttarframkvæmd annréttindadómstóls Evrópu sé mun víðtækari en ætla hefði mátt í byrjun og að hún taki ekki aðeins til verndar einstaklinga gegn íhlutun stjórnvalda heldur einnig til samskipta á einkamálasviðinu, ekki síst í ljósi þess að mörk ríkisvalds og stórfyrirtækja eru óljósari en fyrr. Á grundvelli þessarar niðurstöðu leggur Herdís fram tillögur um úrræði í því skyni að tryggja sjálfstæði fjölmiðla.