Umfjöllun Eyjunnar um bréf til RÚV

Umfjöllun Eyjunnar um bréf til RÚV

Herdís i Vín með glerauguHerdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi vill að utanaðkomandi einstaklingar verði fengnir til að stýra kosningaumfjöllum Ríkisútvarpsins til að tryggja það að hún verði hlutlaus. Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður, skrifaði á dögunum varafréttastjóra RÚV bréf fyrir hönd Herdísar þar sem þess er óskað að RÚV upplýsi hvernig stofnunin hyggist tryggja hlutlausa kosningaumfjöllun.

Þann 9. maí skrifaði Dögg bréf til Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, varafréttastjóra RÚV, í framhaldi af samtali þeirra Herdísar og Sigríðar. Tilefni bréfsins var sú staðreynd að…:

…einn frambjóðenda til embættis forseta Íslands er einstaklingur sem fram til 4. apríl sl. var nánast daglegur gestur á heimilum landsmanna vegna starfa sinna hjá Ríkisútvarpinu sem aðstoðarritstjóri í fréttaþættinum Kastljósi og annar tveggja spyrla í spurningaþættinum Útsvar.

Er þarna verið að vísa í Þóru Arnórsdóttur. Í bréfinu er vitnað til ummæla sem Þóra lét hafa eftir sér í viðtali við Pressuna þann 5. janúar þar sem fram kemur að hún útilokaði ekki framboð og hún geti ekki annað en brugðist við áskorunum af fullri virðingu.

Þrátt fyrir þessa frétt á víðlesnum netmiðli verður ekki séð að Ríkisútvarpið hafi gripið til ráðstafana gagnvart áframhaldandi störfum umrædds einstaklings á skjánum. Viðkomandi hélt áfram að koma fram í viku hverri í Kastljósi og Útsvari,

segir í bréfinu. Enn fremur er fundið að því að í frétt RÚV þann 4. apríl, daginn sem Þóra tilkynnti um framboð, hafi hvergi komið fram hvenær hún hafi látið af störfum hjá RÚV, en fram kom að eiginmaður hennar Svavar Halldórsson hafi fengið leyfi frá störfum frá og með þeim degi. Enn fremur, þá voru þau Þóra og Svavar enn á lista yfir starfsmenn RÚV á heimasíðu stofnunarinnar og hvergi tilgreint að þau séu í leyfi, daginn sem bréfið var skrifað.

Það vekur furðu að Ríkisútvarpið virðist engar reglur hafa um það hvað gildir í tilvikum sem þessum. Í þrjá mánuði var umræddur starfsmaður áfram oft í viku gestur á skjám landsmanna þrátt fyrir yfirlýsinguna um að forsetaframboð væri líklegt. Starfsmaðurinn gaf þann möguleika aldrei frá sér eftir að frétt um efnið birtist hinn 5. janúar sl.

Í bréfinu segir að framangreindar staðreyndir séu „mikið umhugsunarefni“ og geri fátt til að vekja traust á því að RÚV sé eða geti verið hlutlaust í umfjöllun sinni um frambjóðendur í komandi kosningum.

Sú skekkja sem framangreint hefur valdið hlýtur að kalla á að Ríkisútvarpið geri það sem í þess valdi stendur til að leiðrétta ójafna stöðu frambjóðenda. Þá hlýtur Ríkisútvarpið að þurfa að tryggja það að engir samstarfsmenn umrædds frambjóðanda komi nálægt þáttagerð vegna forsetakosninga. Til þess eru þeir vanhæfir. Aðrir forsetaframbjóðendur geta ekki treyst því að þeir njóti hlutleysis eða sanngjarnrar umfjöllunar í þeirri kosningaumfjöllun sem framundan er nema að þeirri vinnu komi af hálfu Ríkisútvarpsins aðrir en samstarfsmenn eins forsetaframbjóðandans.

Loks er þess óskað að RÚV upplýsi um eftirfarandi atriði:

Hvernig Ríkisútvarpið hyggst kynna aðra forsetaframbjóðendur til að gera það sem hægt er að tryggja það að þeir sitji við sama borð og starfsmaður Ríkisútvarpsins, sem var að störfum á skjánum nánast fram að þeim degi sem framboði var lýst.

Hvernig Ríkisútvarpið hyggst tryggja hlutlausa kosningaumfjöllun og hvaða utanaðkomandi einstaklingar hafi verið fengnir til þess verks að annast hana af hálfu þess.

 

Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjar

Fyrir framan verk Jóns Óskars í vinnustofu hans og Huldu Hákon í Vestmannaeyjum.

Hulda Hákon var leiðsögumaður minn en hún og Jón Óskar eru með vinnuaðstöðu og íbúð í Skvísusundi en svo er sund eitt kallað þar sem strákar hittu stúlkur eftir böll á árum áður. Þarna hafa þau haft aðstöðu í sextán ár og Hulda þekkir nánast allt og alla í Eyjum.

Við hófum daginn á heimsókn í Godthaab í Nöf, sem var stofnað 15. október 2001. Var þá hafin vinna við að gera upp húsnæði félagsins en þar hafði áður verið starfrækt saltfisk og skreiðarverkun til að gera allt klárt fyrir matvælaframleiðslu. Starfsmenn voru í upphafi um 20 en eru nú að nálgast 100 og unnið er úr 4000 tonnum af hráefni á ári. Harðfiskurinn sem þær framleiða er afar góður. Við ræddum við tvo af eigendunum Einar Bjarnason og Jón Svavarsson sem sýndu okkur fyrirtækið. Áttum síðan góða stund með starfsfólki í kaffihléi.

Með starfsstúlku í Godthaab í Nöf.

Hvar sem við fórum í Vestmanneyjum skynjar maður kraftinn, sjálfsbjargarviðleitnina og lífsgleðina. Pólskur starfsmaður á kaffihúsi sagði okkur að honum fyndist veturinn erfiður en svo lifnaði allt við þegar voraði.

Við fengum okkur kaffi í Skýlinu og hlustuðum á kliðinn í fýlnum sem er löngu sestur upp í klettinn.  Skýlið er hlýlegur  kaffistaður við höfnina þar sem N1 rekur bensínstöð. Eigandinn smyr sjálf samlokurnar og afgreiðir alla með bros á vör. En þarna koma margir á morgnana til að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Sá sem er með myndavélina er félagi í mótórhjólasamtökum Vestmanneyinga, Drullusokkunum.

Við hittum fyrir nokkra reynda sjómenn fyrir utan Klett.

Það var gaman að heimsækja Skipalyftuna við höfnina en það blómlega fyrirtæki er fyrst og fremst plötusmiðja og véla- og renniverkstæði auk þess að halda úti lager og verslun með vörum tengdum sjósókn og veiðum. Hittum fyrir marga hressa starfsmenn og fengum hjá þeim kaffi.

Við gengum meðfram sjávarsíðunni í morgunsólinni á föstudag og skoðuðum minnismerkið á Þrælaeiði en árið 1904 komust Vestmannaeyjar í símasamband við umheiminn. Það er til marks um dugnað og sjálfsbjargarviðleitni Eyjamanna þegar Rit- og talsímafélag Vestmannaeyja dró þar sæstreng á land aðeins fimm árum eftir að Ísland tengdist umheiminum.

Herdís við bátinn Blátind VE 21 frá 1947

Við skoðuðum einnig bátinn Blátind VE 21 sem var smíðaður í Vestmannaeyjum 1947. Hann er smíðaður úr eik og nokkrir áhugamenn í Vestmananeyjum sem vilja varðveita gömul skip og báta hafa í hyggju að gera upp þennan fallega, gamla bát.

Það er mikilfenglegt að sjá stóru gámaskipin í höfninni og ljóst að það er mikill kraftur í Vestmannaeyjum. Við heimsóttum mörg fyrirtæki og verslanir í bænum og mættum alls staðar góðu og hlýlegu viðmóti.

Starfsmenn Skipalyftunnar.

Við fórum í sundlaugina í Brimhólalaut þar sem er búið að fjölga mjög heitu pottunum frá því að ég kom þarna síðast með strákinn minn á handboltamót. Þá heimsóttum við starfsfólk í Sparisjóðnum, endurskoðunarskrifstofu Deloitte, við fórum í Vöruval, sem er í skemmtilegu kúluhúsi  og skoðuðum frábæra ljósmyndasýningu af Eyjum fyrir gos í kaffihúsinu Vinaminni.

Æska og uppvöxtur

Æska og uppvöxtur

Herdís Þorgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1954. Faðir hennar, Þorgeir Þorsteinsson, fyrrverandi sýslumaður og lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli, er sonur Þorsteins Jónssonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Héraðsbúa, og Sigríðar Þorvarðardóttur Kjerúlf, húsfreyju.  Móðir hennar, Herdís, er dóttir Tryggva Ófeigssonar útgerðarmanns og Herdísar Ásgeirsdóttur, húsfreyju.

Herdís eins árs með móður sinni, Herdísi Tryggvadóttur.

„Faðir minn fæddist á Reyðarfirði en var ungur sendur í Menntaskólann á Akureyri og þaðan fór hann til Reykjavíkur í nám við lagadeild Háskóla Íslands. Móðir mín, Herdís Tryggvadóttir fæddist í Reykjavík, hún varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands og vann síðan á skrifstofu föður síns, Tryggva Ófeigssonar útgerðarmanns, í  Júpíter og Mars við Aðalstræti 4. Móðuramma mín, sem ég er skírð í höfuðið á, hét Herdís Ásgeirsdóttir og var fædd á Vesturgötu 32 í Reykjavík. Hún lét sig alla tíð málefni kvenna miklu varða og vann að ýmsum málum í þágu kynsystra sinna.  Ég minnist þess að hafa heyrt hana tala um jafnréttismál þegar hún var orðin gömul kona og af nokkrum þunga. Hún var meðvituð um hvað konur ættu langt í land”.

Herdís fimm ára.

Herdís á þrjú yngri systkini; Þorstein, sem er hagfræðingur, Sigríði,  sem er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og Ófeig Tryggva sem er læknir. Hálfsystir þeirra, Katla Margrét, leikkona, fæddist eftir að foreldrar þeirra skildu. “Að mér standa tvær sterkar stoðir; föðurfjölskyldan er ættuð frá Egilsstöðum en langafi minn, Jón Bergsson, reisti Egilsstaðabýlið fyrir aldamótin 1900 og þar búa afkomendur enn og móðurfjölskyldan hér í Reykjavík.“

Mót tveggja menningarheima. Herdís bjó í Reykjavík fyrstu árin en síðan flutti fjölskyldan vegna starfa föður hennar Grænás á Keflavíkurflugvelli og gekk hún í barnaskóla í Njarðvíkum. „Minningar mínar úr bernsku suður með sjó eru góðar og innst inni tel ég rætur mínar vera þar þótt við höfum ekki búið þar lengur en í sex ár. Það má segja að árin þarna hafi verið á mótum tveggja menningarheima; hins íslenska samfélags eftirstríðsáranna og bandarískra áhrifa herliðsins á Keflavíkurflugvelli  þar sem „þrýstiloftsflugvélar“ tóku á loft og gaddavírsgirðing umlukti svæðið sem þótti fullt af spennandi tækifærum, hamborgaralykt á flugvallarhótelinu og forboðið sælgæti í sjálfssölum á vellinum. Við krakkarnir máttum ekki fara „upp á völl“ eins og það hét en við stálumst til að kaupa amerískt tyggjó og súkkulaðisstykki.“ Herdís segir að þótt foreldrar hennar hafi skilið hafi alltaf verið einstaklega gott samband á milli þeirra og fjölskyldna beggja megin. „Afar mínir voru miklir vinir. Móðir mín er 84 ára og hún er mikil ættmóðir og tekur utan um alla; líka í föðurfjölskyldunni. Við höfum komið þeim sið á undanfarin ár að hittast einu sinni í viku og borða saman, oftast heima hjá mér á Hávallagötu með mömmu, pabba, systkinum, mökum þeirra og börnum.“

Fjölskylda móður heimsækir fjölskyldu föður 1954. Frá vinstri Herdís Ásgeirsdóttir (móðuramma Herdísar), Tryggvi Ófeigsson (móðurafi), Sigríður Kjerúlf (föðuramma), Herdís (móðir), Þorsteinn Jónsson (föðurafi), Anna Tryggvadóttir (móðursystir), Þorgeir (faðir), Jóhanna Tryggvadóttir (móðursystir).

Í blaðamennsku. Herdís segist alltaf hafa haft áhuga á sögu, umheiminum, fólki og örlögum þess í nútíð og fortíð. Hún sagði oft sögur sem krakki, var með mikið ímyndunarafl og hafði þörf fyrir að tjá sig. „Ég var í máladeild Menntaskólans við Hamrahlíð og fór eftir stúdentspróf til Frakklands. Þar var ég við háskólanám í einn vetur og samferða mér þar var Kristín Ingólfsdóttir, núverandi rektor Háskóla Íslands, og höfðum við góðan félagsskap af hvor annarri þennan vetur fjarri fjölskyldu okkar og heimahögum. Ég vann sem flugfreyja hjá Loftleiðum í tvö sumur með námi.  Það var ævintýralegt starf þar sem tækifæri gáfust til að heimsækja stórborgir eins og New York og Chicago og þar kynntist ég skemmtilegu og góðu fólki. Eftir veturinn í Frakklandi vann ég í nokkra mánuði við afgreiðslustörf í verslun í Reykjavík en hélt síðan í nám í blaðamennsku í London. Hún var ekki merkileg sú menntastofnun þar sem ég stundaði námið en hafði það sér til ágætis að vera staðsett á þeirri frægu „blaðamannagötu“ Fleet Street. Þar kynntist ég reyndu blaðafólki og fréttakona hjá BBC reyndist mér vel og leyfði mér að æfa mig í framsögn fyrir framan sjónvarpsvélar. Ég sótti um vinnu á Morgunblaðinu sem blaðamaður þegar heim kom og fékk að byrja í myndasafninu þeirra við að flokka ljósmyndir. Eftir  nokkra mánuði fékk ég að spreyta mig á viðtölum og fékk góðar undirtektir. Ég var þarna í tvö ár sem blaðamaður og það var lærdómsríkt að vinna undir handleiðslu Matthíasar Johannesen og Styrmis Gunnarssonar auk þess sem þarna voru margir góðir blaðamenn og ljósmyndarar. Eftir blaðamennskuna fór ég í nám í stjórnmálafræði við Háskóla íslands og lauk þaðan BA prófi. Í kjölfarið fór ég í nám í þjóðarétti og alþjóðastjórnmálum  við Fletcher School of Law í Boston og lauk þaðan M.A.L.D gráðu 1983.“

Mynd frá 2005 með börnunum Herði Tryggva, Gunnari Þorgeiri, Maríu Elísabetu og Herdís.

Mynd frá 2005 með börnunum Herði Tryggva, Gunnari Þorgeiri, Maríu Elísabetu og Herdís.

Ritstjóri og útgefandi. Anders Hansen, sem rak útgáfufyrirtækið Fjölni, hafði samband við Herdísi árið 1984 og bauð henni að ritstýra tímariti sem átti að setja á laggirnar undir nafninu Mannlíf. „Ég réðst í það verk og ritið varð metstölutímarit sem fór inn á nýjar brautir þar sem umfjöllun var jafnhliða um dægurmál, tísku og stjórnmál.

Í ársbyrjun 1986 stofnaði ég Heimsmynd sem ég ritstýrði og gaf út þar til ég seldi það 1994. Þetta voru ár mikillar reynslu. Það var ekki auðvelt að vera einyrki í blaðaútgáfu með gagnrýna umfjöllun um valdhafa í landinu. Þetta var ekki aðeins lærdómsríkur tími varðandi hið pólitíska landslag heldur kenndi þetta mér að bera virðingu fyrir þeim sem standa í fyrirtækjarekstri þar sem oft eru andvökunætur út af rekstrinum, erfitt að láta enda ná saman og ekki sjálfgefið að fá eigin laun greidd.

Mynd sem Jim Smart tók eftir að Herdís stofnaði tímaritið Heimsmynd 1986.

Doktorsnám og kaflaskipti. Herdís hélt árið 1996 ásamt þáverandi eiginmanni sínum og fjórum börnum á aldrinum fimm mánaða til 10 ára til Lundar þar sem hún stundaði framhaldsnám. „Ég hafði fengið stöðu til að vinna að doktorsritgerð við lagadeildina í Lundi. Umfjöllunarefnið var tjáningarfrelsi fjölmiðla og ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra.  Á þessu tímabili var mér einnig boðið að koma sem gestafræðimaður til Oxford þar sem ég hélt opinberan fyrirlestur um niðurstöður mínar um að stjórnvöldum bæri samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu að tryggja það að fjölmiðlar geti sinnt þeirri skyldu að vera varðhundur almennings óháð þrýstingi frá viðskiptavaldi og stjórnmálaöflum.

Herdís kom heim með börnin til Íslands árið 2000 en þá höfðu þau hjónin ákveða að skilja. Herdís varði síðan doktorsritgerðina í Lundi árið 2003 og hún var ráðin prófessor á Bifröst eftir að hafa farið í gegnum hefðbundið akademískt mat árið 2004. Hún var og er einstæð móðir og til að börnin kæmu ekki að tómu húsi þegar hún var í Borgarfirðinum réði hún konu sem tók á móti þeim nokkrum sinnum í viku og hafði þann starfa í sex vetur.

Málþing Pen um ritskoðun

Málþing Pen um ritskoðun

682px-Pen_international.svgPEN International eru samtök rithöfunda og blaðamanna sem berjast fyrir tjáningarfrelsi og vilja veg hins ritaða orðs sem mestan (promoting literature, defending freedom of expression). Samtökin voru stofnuð 1921.

Herdís Þorgeirsdóttir hélt fyrirlestur á málþingi PEN þar sem umfjöllunarefnið var ritskoðun, sjálfs-ritskoðun og þöggun. Í pallborði voru rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson og Hallgrímur Helgason og Lára Magnúsardóttir. Fundarstjóri var Sjón.

Birti hér fyrirlesturinn, sem ég flutti af þessu tilefni.

 

Tengslanet – IV: völd til kvenna

Tengslanet – IV: völd til kvenna

Tengslanet – IV: völd til kvenna

Ráðstefna á Bifröst  29. – 30. maí 2008

”Konur og Réttlæti”

Dagskrá

Fimmtudagurinn 29. maí 2008

 

 

Kl. 1630         Mæting á Bifröst og skráning

 

Kl. 17.30         Upphitun við rætur Grábrókar

Hafdís Jónsdóttir, betur þekkt sem Dísa í World Class, stjórnar upphitun áður en haldið er í göngu á  Grábrók. Athugið að vera í hlýjum og þægilegum fatnaði. Það er göngustígur alla leiðina upp. Ekki erfitt!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kl. 17.45         Blessun í upphafi göngu

Séra Jóna Hrönn Bolladóttirflytur ávarp og blessar hópinn áður en lagt er af stað.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kl. 18.10         Fjallræðan

Fjallræðuna flytur Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur

 

 

 

 

 

Kl. 18.40         Rútur flytja gesti niður í Parardísarlaut

Þar  verður framreiddur kvöldverður með léttum veigum. Veislustjóri er Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður. Katrín Jakobsdóttir þingmaður, Steinunn Stefánsdóttir ritstjóri, Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir lögfræðingur  og fleiri skemmtilegar konur taka til máls.

 

 

 

 

 

 

 

 

                                 

 

 

 

 

Kl. 22.00         Rútur fara með gesti heim á hótel

Hraunsnef, Hótel Hamar, Hótel Borgarnes og Hótel Reykholt, Bjarg, Ensku húsin, Stóru-Skógar og Munaðarnes.

 

 

Föstudagurinn  30. maí 2008

 

 

Kl. 08.20         Rútur sækja gesti á hótel

Hraunsnef, Hótel Hamar, Hótel Borgarnes, Hótel Reykholt, Bjarg, Ensku húsin, Stóru-Skógar og Munaðarnes.

 

Kl. 09.00         Ágúst Einarsson rektor á  Bifröst býður gesti velkomna

 

 

Kl. 09.05         Opnun ráðstefnu– Herdís Þorgeirsdóttir prófessor

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kl. 09.15   Maud de Boer Buquicchio annar framkvæmdastjóri Evrópuráðsins

Maud de Boer Buquicchio flytur erindi. Hún er fyrsta konan til að gegna starfi framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, er lögfræðingur að mennt með sérstakan áhuga og þekkingu á jafnréttismálum og mannréttindum almennt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kl. 09.45         Fyrirspurnir úr sal

Herdís Þorgeirsdóttirprófessor og HelgaJónsdóttir bæjarstýra í Fjarðabyggð stjórna umræðum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kl. 10.00         Fremsti fræðimaðurinn 2008

Prófessor Judith Resnik við lagadeild Yale háskóla

 

 Judith Resnik er aðalfyrirlesari Tengslanetsins að þessu sinni. Lögmannafélag Bandaríkjanna heiðraði hana í Los Angeles fyrir skömmu sem athyglisverðasta fræðimanninn á sviði lögfræði nú en aðeins fáar konur hafa hlotið þann heiður í fyrri tilfellum. Hún hefur sem fræðimaður stefnt að því að hafa áhrif á hugmyndir um réttarríkið og réttarframkvæmd: félagslegt réttlæti og femínisma.

 

 

Kl. 10.40         Kaffi

 

Kl. 10.55         Fyrirspurnir   til Judith Resnik og umræður í kjölfar erindis hennar

 

Kl. 11.15         Pallborð I – KVENORKAN Í ATVINNULÍFINU

 Stjórn umræðna Ingibjörg Sólrún Gísladóttirutanríkisráðherra. Framsögur hafa Elín Sigfúsdóttir

 framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, Kristín Linda Jónsdóttir kúabóndi sem flytur erindið Stelpur í starfi – blómlegri landsbyggð og sælla samfélagDögg Pálsdóttir lögmaður flytur erindið Að gera eitthvað úr engu, nema sjálfum sér,Heiðrún Jónsdóttirframkvæmdastjóri hjá Eimskip og Kristín Pétursdóttirforstjóri Auðar

Capital sem segir Förum fyrir fé

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kl. 12.10         Umræður og fyrirspurnir úr sal

 

Kl. 12.30         Hádegisverður – hlaðborð

 

Kl. 13.30         Pallborð II – Lífsbaráttan: Foreldrar og fyrirvinnur, fjölskyldur & flækjur

 

 

 

Stjórn umræðna Hanna Birna Kristjánsdóttir forseti borgarstjórnar. Framsögur hafa María Ellingsenleikkona, Arnfríður Einarsdóttirhéraðsdómari, Hildur Sólveig Pétursdóttir hrl. og Guðrún Nordalprófessor.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kl. 14.30         Pallborð III – Réttlæti og pólitísk rétthugsun

 

Stjórn umræðna Hjördís Hákonardóttirhæstaréttardómari. Framsögur hafa Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður hjá HÍ, Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur, Ragnhildur Sverrisdóttirrithöfundur og Svanhildur Hólm Valsdóttir ritstjóri Íslands í dag.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kl. 15.20        Kaffi, konfekt og ávextir

 

Kl. 15.35         Pallborð IV – Nýjar leikreglur í þágu réttlætis

 

Stjórnandi umræðna Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi ráðherra. Framsögur hafa Kolbrún Sævarsdóttirsaksóknari, Guðný Halldórsdóttir leikstjóri, Vigdís Grímsdótturrithöfundur og Valgerður Bjarnadóttirviðskiptafræðingur og varaþingmaður.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kl. 17.00         Ráðstefnuslit

 

Kl. 18.30         Móttaka Forseta Íslands á Bessastöðum

                         Boðið verður upp á léttar veitingar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá móttöku á Bessastöðum í lok Tengslanets I – vorið 2004.