Yearly Archives: 2017

Kjörin í næst-æðsta embætti Feneyjanefndar

Kjörin í næst-æðsta embætti Feneyjanefndar

Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur verið kjörin næstæðsti stjórnandi Feneyjanefndar. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar.

Feneyjanefndin er ráðgefandi aðili Evrópuráðsins um stjórnskipuleg málefni og gætir áhrifa hennar langt út fyrir raðir þess. Hlutverk Feneyjanefndar er að ráðleggja aðildarríkjum og aðstoða þau við aðlaga löggjöf og stofnanir til samræmis við evrópsk og alþjóðleg viðmið á sviði lýðræðis, mannréttinda og réttarríkis. Mannréttindadómstóll Evrópu, sem og æðstu dómstólar aðildarríkja, hafa vitnað til álita nefndarinnar í tugum dómsmála undanfarin ár.

Aðild að Feneyjanefnd eiga 61 ríki, þar af öll 47 aðildarríki Evrópuráðsins auk Bandaríkjanna, Brasilíu, Chile, Perú, Mexíkó, Ísraels, Suður-Kóreu, Alsírs, Marokkó, Túnis og nokkurra ríkja í Mið-Asíu.

Í nefndinni eiga sæti lögfræðingar skipaðir af aðildarríkjum en sem starfa sjálfstætt og óháð þeim. Forseti nefndarinnar er Ítalinn Gianni Buquicchio sem hefur verið forseti frá 2009.

Herdís var skipuð aðalfulltrúi Íslands í Feneyjanefnd 2010 og hefur gegnt störfum fyrir nefndina síðan bæði sem sérfræðingur á sviði mannréttinda og stjórnskipunar og undanfarin ár sem varaforseti í samskiptum við aðildarríkin. Hún var fyrst kjörin ein þriggja varaforseta 2013 og sú eina sem var endurkjörin aftur 2015.

Herdís er doktor í lögfræði og var fyrsti prófessorinn sem skipaður var lagadeildina á Bifröst. Hún var forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga 2009-2013 og sat í stjórn ERA, evrópsku lagaakademíunnar í Trier 2012-2015. Auk þess bauð Herdís sig fram til embættis forseta Íslands árið 2012.

Verndum Internetið

Verndum Internetið

Internetið (veraldarvefurinn) er eign okkar allra. Fjarskiptayfirvöld í Bandaríkjunum (FCC) munu hafa uppi áform um að varpa reglum um svonefnt nethlutleysi (net neutrality) fyrir róða. Samskipti sem fara um internetið sendast á milli staða í gegnum netbúnað internetfyrirtækja (e. internet service provider, skammstafað ISP). Þessi netbúnaður er eins konar æðakerfi internetsins og sér hann umContinue Reading

Alþjóðleg ráðstefna í Alsír um konur á vinnumarkaði

Alþjóðleg ráðstefna í Alsír um konur á vinnumarkaði

Feneyjanefnd Evrópuráðsins stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu í Alsír um konur á vinnumarkaði í samvinnu við stjórnlagadómstólinn í Alsír dagana 7. og 8. nóvember. Herdís Kjerulf Þorgeirdóttir varaforseti Feneyjanefndar opnaði ráðstefnuna ásamt Mourad Medelci forseta stjórnlagadómstólsins og Ghania Eddalia ráðherra félags- og fjölskyldumála. Fjölmargir þátttakendur voru á ráðstefnunni þ.á m. sérfræðingar frá Arabaheiminum: Marokkó, Túnis, Jórdan,Continue Reading

Mikilvægir dómar Hæstaréttar í gagnabanka Feneyjanefndar

Mikilvægir dómar Hæstaréttar í gagnabanka Feneyjanefndar

Hef tekið saman nokkra tímamótadóma Hæstaréttar Íslands fyrir gagnabanka þeirrar deildar Feneyjanefndar sem fer með stjórnskipuleg málefni. Sjá hér: http://www.codices.coe.int/NXT/gateway.dll?f=templates&fn=default.htm

Strengjabrúður halda kosningar

Strengjabrúður halda kosningar

Á safni í Jerevan, höfuðborg Armeníu,  með listaverkum rússnesk/armenska listamannsins og kvikmyndaleikstjórans Sergei Parajanov (1924-1990) hangir klippimynd sem ber heitið ,,Strengjabrúður halda kosningar”.  Á safninu eru um 600 listaverk, klippimyndir o.fl., myndir í þrívídd,  munir af heimili hans, ljósmyndir og aðrar menjar um merkilegt líf þessa listamanns sem hafði hugrekki til fara gegn kerfinu í listsköpunContinue Reading

Hlutverk stjórnlagadómstóla við lausn átaka

Hlutverk stjórnlagadómstóla við lausn átaka

Opnaði alþjóðlega ráðstefnu stjórnlagadómstóla fyrir hönd Feneyjanefndar hinn 19. október 2017. Ráðstefnan var haldin fyrir tilstuðlan stjórnlagadómstóls Armeníu og Feneyjanefndarinnar. Megin þemað varðaði hlutverk stjórnlagadómstóla í lausn átaka og voru fyrirlesarar m.a. forsetar stjórnlagadómstóla í Lettlandi, Rússlandi, Belgíu, Suður-Afríku og fleiri ríkja auk forseta stjórnlagadómstóls Armeníu, Gagik Harutuynyan. Í lok ráðstefnunnar áttu forsetar dómstólanna ogContinue Reading

Fremsti bloggari og blaðamaður á Möltu myrtur.

Fremsti bloggari og blaðamaður á Möltu myrtur.

Umfjöllun um morðið á rannsóknar blaðakonunni Dapne Caruana Galizia. Bifreið hennar sprengd í loft upp hinn 16. október 2017. Hún hafði skrifaði um spillingu á Möltu, frændhygli, peningaþvætti, skipulagða glæpastarfsemi, tengsl ráðamanna við skattaskjól í kjölfar birtinga Panama-skjalanna. Síðasta bloggið hennar hálf tíma áður en hún var myrt sagði m.a.“There are crooks everywhere you lookContinue Reading

Fjárframlög til félagasamtaka frá erlendum aðilum

Fjárframlög til félagasamtaka frá erlendum aðilum

Á nýafstöðnum aðalfundi Feneyjanefndar Evrópuráðsins (7.-8. okt. s.l.) skýrði ég fundinum frá niðurstöðum umræðna sem áttu sér stað fyrir fundinn með þátttöku fulltrúa Feneyjanefndar, fulltrúa OSCE/ODIHR, fulltrúa frá Evrópusambandinu og fulltrúum félagasamtaka víðsvegar að í Evrópu. Umræðufundur þessi var haldinn vegna beiðni aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins til Feneyjanefndar um að úttekt yrði gerð á lagasetningu varðandi takmarkanirContinue Reading

Réttarríki gegn spillingu í Afríku

Réttarríki gegn spillingu í Afríku

Á fundi í dag í Rabat í Marókko þar sem ég kynnti helstu viðmið réttarríkisins eins og Feneyjanefndin hefur sett þau fram fyrir ráðamönnum/konum í Arabaheiminum og ríkjum Afríku sem mörg hver eiga í miklum erfiðleikum vegna mikillar spillingar. En erindi fundarins var barátta gegn spillingu hjá hinu opinbera. Spilling stjórnvalda, tengsl á milli stórfyrirtækjaContinue Reading

Lög um félagasamtök í Ungverjalandi

Lög um félagasamtök í Ungverjalandi

Feneyjanefndin samþykkti s.l. föstudag bráðabirgðaálit, með frekari útskýringum, unnið af þremur fulltrúum nefndarinnar. Bráðabirgðaálit eru álit sem unnin eru þegar mikið liggur við að koma tillögum áleiðis til stjórnvalda áður en lög eru sett; í þessu tilviki umdeilt frumvarp um fjárframlög erlendra aðila til félagasamtaka í Ungverjalandi en frumvarpið varð að lögum í byrjun síðustuContinue Reading