Yearly Archives: 2017

Fjárframlög til félagasamtaka frá erlendum aðilum

Fjárframlög til félagasamtaka frá erlendum aðilum

Skýrði aðalfundi Feneyjanefndar hinn 7. október s.l. frá niðurstöðum af umræðum sérfræðinga víða að um erlend fjárframlög til félagasamtaka.

Á nýafstöðnum aðalfundi Feneyjanefndar Evrópuráðsins (7.-8. okt. s.l.) skýrði ég fundinum frá niðurstöðum umræðna sem áttu sér stað fyrir fundinn með þátttöku fulltrúa Feneyjanefndar, fulltrúa OSCE/ODIHR, fulltrúa frá Evrópusambandinu og fulltrúum félagasamtaka víðsvegar að í Evrópu. Umræðufundur þessi var haldinn vegna beiðni aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins til Feneyjanefndar um að úttekt yrði gerð á lagasetningu varðandi takmarkanir á fjárframlögum erlendra aðila til félagasamtaka. Feneyjanefndin hefur þegar skilað álitum vegna umdeildra laga í Azerbaijan 2011 (sjá hér), Rússlandi árið 2012 þar sem félagasamtökum var gert skilt að skrá sig sem “erlendan umboðsmann” (sjá hér: foreign agent-law) ef þau þægju styrki erlendis frá. Mörg ríki setja skorður við slíkum styrkjum og hefur það færst í vöxt með tilkomu nýrra stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi. Í júní s.l. samþykkti Feneyjanefndin álit varðandi umdeild lög í Ungverjalandi sem krefjast gagnsæis á slíkum styrkjum erlendis frá, fari þeir yfir ákveðna upphæð, u.þ.b. 25 þúsund evrur. Evrópusambandið hefur sett sig mjög upp á móti þeim lögum og reyndar höfðað mál gegn Ungverjalandi fyrir brot á fjórfrelsinu, frjálsu flæði fjármagns á meðan Feneyjanefndin telur lögin út af fyrir sig ekki brjóta gegn Mannréttindasáttmála Evrópu svo fremi að markmiðið sé lögmætt, þ.e. að slíkt gegnsæi sporni gegn hryðjuverkum og peningaþvætti.  Ekki ríkir einhugur um lögmætt markmið ungversku laganna eins og kom fram í umræðum á fundinum.

Sarah Cleveland og Pieter van Dijk prófessor og fyrrum dómari við Mannréttindadómstól Evrópu sem ég hef unnið mikið með að málum er varða pólitísk og borgaraleg réttindi.

Sarah Cleveland prófessor við Columbiaháskólann í New York og fulltrúi í Feneyjanefnd taldi lög af þessu tagi brjóta gegn friðhelgi félagasamtakanna, félagafrelsinu sjálfu og réttinum til þess að geta tjáð sig án tilgreiningar (anonymous speech). Fulltrúi Evrópusambandsins hvað lög af þessu tagi ekki þjóna almannahagsmunum og fulltrúar félagasamtaka bentu á fælingaráhrif kröfunnar um gagnsæi vegna styrkja á félagasamtök sem ættu allt sitt undir því að fá styrki erlendis frá. Jan Helgesen prófessor við lagadeildina í Osló og fulltrúi í Feneyjanefnd skýrði frá því að þegar unnið var að yfirlýsingu um mannréttindasamtök af hálfu Sameinuðu þjóðanna (sem var 14 ár í smíðum) hefði Nelson Mandela sagt að baráttan gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku hefði aldrei orðið ef ekki hefði komið til erlendur fjárstuðningur. Fidel Castro sagði hins vegar að erlendur fjárstuðningur væri ógn við fullveldi og myndi hafa gert út um kúbverskt sjálfstæði ef slíkt hefði verið leyft. Fulltrúi frá stórum félagasamtökum benti á það að alþjóðleg fyrirtæki sem vildu styrkja félagasamtök hefðu þörf fyrir leynd þar eð þau vildu á sama tíma eiga í góðum samskiptum við stjórnvöld.

Veronika Bilkova sem ég hef unnið með álit varðandi félagafrelsi í Azerbaijan, Rússlandi, Ungverjalandi o.fl.

Eins og ég skýrði frá á aðalfundi Feneyjanefndarinnar náðist ekki samstaða í hringborðsumræðunum um erlend fjárframlög og gagnrýndu sumir afstöðu Feneyjanefndar í álitinu um ungversku gagnsæis-lögin í júní 2016 (sjá hér) að gagnsæi væri í sjálfu sér lögmætt markmið til að skerða félagafrelsið með slíkum kröfum. Benti ég á að stjórnvöldum bæri að tryggja frjálsa pólitíska umræðu í sinni lögsögu og slíkt væri m.a. gert með kröfunni um að gagnsæi þannig að öllum mætti vera ljóst hverjir sæktust eftir að móta hina almennu umræðu á grundvelli hárra fjárframlaga. Á hinn bóginn orkaði tvímælis að bera fyrir sig lögmætt markmið í ákveðnum tilgangi á meðan málflutningur stjórnvalda fæli jafnvel eitthvað allt annað í sér.

Fundir yfirstaðnir og á leið heim.

Réttarríki gegn spillingu í Afríku

Réttarríki gegn spillingu í Afríku

Á fundi í dag í Rabat í Marókko þar sem ég kynnti helstu viðmið réttarríkisins eins og Feneyjanefndin hefur sett þau fram fyrir ráðamönnum/konum í Arabaheiminum og ríkjum Afríku sem mörg hver eiga í miklum erfiðleikum vegna mikillar spillingar. En erindi fundarins var barátta gegn spillingu hjá hinu opinbera. Spilling stjórnvalda, tengsl á milli stórfyrirtækjaContinue Reading

Lög um félagasamtök í Ungverjalandi

Lög um félagasamtök í Ungverjalandi

Feneyjanefndin samþykkti s.l. föstudag bráðabirgðaálit, með frekari útskýringum, unnið af þremur fulltrúum nefndarinnar. Bráðabirgðaálit eru álit sem unnin eru þegar mikið liggur við að koma tillögum áleiðis til stjórnvalda áður en lög eru sett; í þessu tilviki umdeilt frumvarp um fjárframlög erlendra aðila til félagasamtaka í Ungverjalandi en frumvarpið varð að lögum í byrjun síðustuContinue Reading

Upplýsingafrelsi og pólitísk umræða

Upplýsingafrelsi og pólitísk umræða

Hélt opnunarfyrirlestur á fundi í ítalska senatinu á vegum samtaka um upplýsingafrelsi og mikilvægi opinberrar umræðu í lýðræðissamfélögum 21. aldar. Sjá dagskrá hér. Sjá ræðu hér: Senate rome 12 May 2017

Feneyjanefnd í fréttum CNN

Feneyjanefnd í fréttum CNN

Feneyjanefnd var í fréttum CNN í Tyrklandi á meðan sendinefnd sem leidd var af Herdísi Þorgeirsdóttur varaforseta nefndarinnar átti fundi með stjórnvöldum, blaðamönnum, félagasamtökum og andófsfólki fyrstu vikuna í febrúar. Frá því að neyðarlög voru sett í landinu um miðjan júlí 2016 ríkir þar mikil ólga. Störf Feneyjanefndur sem er ráðgjafi 47 aðildarríkja Evrópuráðsins  lútaContinue Reading

Hlutverk stjórnlagadómstóla og réttarríkið

Hlutverk stjórnlagadómstóla og réttarríkið

Opnaði ráðstefnu af hálfu Feneyjanefndar í Minsk í Hvíta Rússlandi sem haldin var í samvinnu við Stjórnlagadómstól Hvíta Rússlands með stuðningi Evrópuráðsins og Evrópusambandsins en umfjöllunarefnið var: Hlutverk stjórnlagadómstóla í að tryggja réttarríkið við löggjöf og lagaframkvæmd. Sjá opnunarræðu hér fyrir neðan. Helstu sjónvarpsstöðvar landsins tóku viðtöl og talaði ég m.a. um mikilvægi aðgreiningar ríkisvaldsins;Continue Reading

Stöð 2 um Erdogan og framhaldið

Stöð 2 um Erdogan og framhaldið

Var í viðtali hjá Sindra Sindrasyni eftir kvöldfréttir á Stöð 2 ásamt Hjörleifi Sveinbjörnssyni sem búið hefur í Istanbúl undanfarin ár ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrrv. utanríkisráðherra. Sindri spurði um manninn Erdogan, fylgið hans og beindi sérstaklega til mín spurningu um hvaða skilyrðum þyrfti að fullnægja þegar þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um grundvallarbreytingar áContinue Reading

Einræði fest í sessi í Tyrklandi

Einræði fest í sessi í Tyrklandi

Viðtal í kvöldfréttum RÚV í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingarnar í Tyrklandi. http://www.ruv.is/frett/urkynjad-ferli-i-tyrklandi Miklir ágallar voru á framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Tyrklandi að mati alþjóðlegra eftirlitsnefndar. Stjórnarskrárbreytingarnar sem þjóðin samþykkti í gær stuðla að einræði og úrkynjuðu ferli segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, varaforseti Feneyjanefndarinnar. Tyrkir samþykktu stjórnarskrárbreytingarnar með 51,4 prósentum atkvæða. Þær færa Erdogan, forseta landsins mjögContinue Reading

Blaðamenn í eingangrunarvist í Tyrklandi

Blaðamenn í eingangrunarvist í Tyrklandi

Tugir tyrkneskra blaðamanna búa við algera martröð í linnulausum ofsóknum gegn þeim fyrir skrif þeirra. Þeir hafa verið hnepptir í varðhald án þess að vita hverjar sakir eru bornar á þá, eru jafnvel í einangrun og sæta misþyrminum, allt í þeirri viðleitni stjórnvalda að halda sínu striki. Tyrkland er komið í fremstu röð ríkja semContinue Reading

Iceland lifts capital controls

Iceland lifts capital controls

Effective as of 14 March 2017, Iceland has lifted capital controls imposed as a stabilising measure during the country’s financial crisis in 2008. This represents the completion of Iceland’s return to international financial markets. When the financial and currency crisis hit in 2008, Iceland was faced with an unprecedented balance of payment challenge, following yearsContinue Reading