Yearly Archives: 2013

Meiðyrðamál – lögmaður gagnrýndi dómara – vísað til yfirdeildar MDE

Meiðyrðamál – lögmaður gagnrýndi dómara – vísað til yfirdeildar MDE

oliver moriceNefnd fimm dómara yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) ákvað að  vísa dómi  til yfirdeildar dómstólsins en dómur hennar skal vera endanlegur. Þetta var eina málið sem nefndin féllst á að vísa til yfirdeildarinnar af tuttugu, á fundi sínum 9. desember s.l.

Málið Morice gegn Frakklandi snýst um sakfellingu lögmannsins, Oliver Morice, sem ákærður var fyrir ærumeiðingar vegna ummæla sinna í grein í blaðinu Le Monde í garð dómara sem voru að rannsaka lát dómarans, Bernhard Borrel. Lík Borrel fannst í nálægð við borgina Djibouti árið 1995 og var það að hluta til brunnið. Lögreglurannsókn leiddi til þess að litið var á dauða dómarans sem sjálfsmorð. Hann hefði sjálfur borið eld að líkama sínum. Ekkja hans, Elisabet Borrel, vefengdi niðurstöðuna og taldi að hann hefði verið myrtur. Málið var opnað aftur og dómarar hófu að rannsaka málið á nýjan leik. Lögmaður ekkjunnar vefengdi hlutleysi rannsóknardómaranna í blaðagreininni í Le Monde eftir að áfrýjunardómstóll í París hafði tekið málið úr höndum þeirra, sem höfðu verið skipaðir til að rannsaka málið. Dómararnir kvörtuðu undan meiðyrðum og í  kjölfarið var gefin út ákæra á hendur lögmanninum og hann síðan fundinn sekur um ærumeiðingar.

Lögmaðurinn taldi að  brotið hefði verið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar við meðferð málsins fyrir dómi í Frakklandi, þar sem einn dómaranna hefði þegar lýst yfir stuðningi við dómarann, sem lögmaðurinn gagnrýndi. Hann taldi jafnframt að tjáningarfrelsi sitt hefði verið skert með ólögmætum hætti. Deild Mannréttindadómstóls Evrópu komst einróma að þeirri niðurstöðu í júlí 2013 að réttur lögmannsins til réttlátrar málsmeðferðar hefði verið brotinn en  frönsk stjórnvöld hefðu hins vegar ekki brotið á rétti hans til tjáningar. Ummæli lögmannsins í garð dómaranna í greininni í Le Monde hefðu verið móðgandi og til þess fallin að draga úr tiltrú almennings á dómskerfinu. Frönsk stjórnvöld hefðu því ekki farið á skjön við 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu með því að sakfella lögmanninn fyrir ærumeiðingar.

Ráðherranefnd Evrópuráðs kannar fullnustu dóma

Ráðherranefnd Evrópuráðs kannar fullnustu dóma

Fulltrúum 47 aðildarríkja Evrópuráðs hefur verið  falið að kanna fullnustu dóma Mannréttindadómstóls Evrópu 3-4 desember 2013, samkvæmt nýjum fréttum frá Strassborg. Aðildarríki Evróuráðs hafa skuldbundið sig til að hlíta endanlegum dómi Mannréttindadómstólsins í hverju því máli sem þau eru aðilar að. Endanlegur dómur dómstólsins er fenginn ráðherranefndinni sem hefur umsjón með fullnustu hans. Telji ráðherranefndinContinue Reading

Nýr dómur MDE: Má segja “þjóðarmorð” vera “lygi”

Nýr dómur MDE: Má segja “þjóðarmorð” vera “lygi”

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE)  komst að þeirri niðurstöðu í máli Perincek gegn Sviss hinn 17. desember s.l. að svissnesk stjórnvöld hefðu brotið á tjáningarfrelsi manns sem hafði afneitað þjóðarmorðinu á Armenum 1915 á opinberum vettvangi (dómur deildar, sem er ekki endanlegur). Maðurinn hafði verið ákærður fyrir brot á svissneskum hegningarlögum með ummælum sínum. Taldi dómstóllinn aðContinue Reading

Minningargreinar um föður minn

Minningargreinar um föður minn

Andlátstilkynning Þorgeir Þorsteinsson  Þorgeir Þorsteinsson, fyrrverandi sýslumaður og lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli, fæddist í Hermes á Búðareyri við Reyðarfjörð 28. ágúst 1929. Hann lést 27. nóvember 2013. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa, sonur Jóns Bergssonar, bónda á Egilsstöðum, og Margrétar Pétursdóttur, og Sigríður Þorvarðardóttir Kjerúlf húsfreyja, dóttir Þorvarðar Kjerúlf, læknis og alþingismanns, ogContinue Reading

Ræða á ársþingi EWLA í Róm

Ræða á ársþingi EWLA í Róm

Dear colleagues, It is a true pleasure for me to welcome you to the thirteenth annual European Women Lawyers‘ conference, this time in Rome. I am very grateful to our key speaker, Maud de Boer Buquicchio for taking time to attend this important conference, It is also an honour for us to welcome all theContinue Reading

Ársfundur EWLA í Róm

Ársfundur EWLA í Róm

Ársfundur Evrópusamtaka kvenlögfræðinga var haldinn í Róm hinn 2. nóvember 2013. Hér má sjá ræðuna sem ég flutti við opnun fundarins: Dear colleagues, It is a true pleasure for me to welcome you to the thirteenth annual European Women Lawyers‘ conference, this time in Rome. I am very grateful to our key speaker, Maud deContinue Reading

Hópur á vegum Feneyjanefndar kemur saman til fundar hinn 20. nóvember 2013 við gerð rannsóknar á stjórnskipulegri vernd á réttindum barna í aðildarríkjum Evrópuráðs. Á myndinni eru umboðsmaður barna í Noregi, Anne Lindboe, Jan Helgesen prófessor, Caroline Martin lögfræðingur, Anne Peters prófessor og forstjóri Max Plank í Heidelberg í Þýskalandi.

Tashkent 24. október

Tashkent 24. október

  Tók þátt af hálfu Feneyjanefndar í ráðstefnu í Tashkent, Uzbekistan 24. -25. október. Umfjöllunarefni var þróunn mannréttindaverndar í nútímavæðingu ríkja; reynsla Uzbekistan og alþjóðleg viðmið. Á myndinni er ég með Svetlönu Anisimovu, sem starfar fyrir Feneyjanefnd.  

Ítölsk lög um ærumeiðingar

Ítölsk lög um ærumeiðingar

Vegna álits Feneyjanefndar um lagasetningu á Ítalíu um ærumeiðingar funduðu sérfræðingar á sviði tjáningarfrelsis og fjölmiðla  með ítölskum stjórnvöldum í Róm hinn 22. október 2013. Á myndinni eru, ásamt Herdísi,  Christoph Grabenwarter, prófessor frá Austurríki og ítalskur lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, Maja Bova. Hér má sjá álit Feneyjanefndarinnar sem samþykkt var á aðalfundi nefndarinnar í desember 2013, sem HerdísContinue Reading

Kafli í bók um tjáningarfrelsi

Kafli í bók um tjáningarfrelsi

Grein eftir dr. Herdísi Þorgeirsdóttur, sem birtist upphaflega í bresku lagatímariti (Sweet & Maxwell) um sjálfs-ritskoðun innan fjölmiðla og jákvæðar skyldur ríkja á grundvelli 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu að tryggja tjáningarfrelsi – er nú komin út á ungversku – í fræðiriti lagadeildar háskólans í Búdapest In Medias Res 2013/1 – þarna er einnig grein eftirContinue Reading