by Herdís Þorgeirsdóttir | 27.05.2019 | ALMANAK
Þess var farið á leit við mig af austurrísku ráðgjafafyrirtæki í apríl sl. að ég skrifaði grein um tilurð kerfis jafnlaunavottunar á Íslandi og ræddi kosti þess og galla vegna fyrirhugaðs námskeiðs sem halda skyldi á vegum framkvæmdastjórnar Esb. í lok maí í Reykjavík og yrði pappírinn lagður til grundvallar umræðu. Þátttakendur á námskeiðinu komu víðsvegar að frá Evrópu. Sjá hér pappírinn.
Discussion paper_IS 2019
Meðfylgjandi myndir eru teknar á Tengslanets-ráðstefnunum, sem ég stóð fyrir á Bifröst á fyrsta áratug þessarar aldar og voru gífurlega fjölsóttar. Á efri myndinni er Ingibjörg Þorsteinsdóttir (síðar dómari við héraðsdóm Reykjavíkur). Hún kynnti á ráðstefnunni 2004 hugmynd um jafnréttiskennitölu fyrirtækja og varð það grunnurinn að því sem þróaðist út í að verða jafnlaunavottun.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 20.03.2019 | ALMANAK
Á aðalfundi sínum hinn 15. mars sl. samþykkti Feneyjanefnd Evrópuráðsins 25 grundvallarviðmið til verndar embættum umboðsmanna en mörg þeirra hafa sætt ítrekuðum ofsóknum á undangengnum árum. Embætti umboðsmanna eru mikilvæg í lýðræðisríkjum; þjónusta þeirra þeirra stendur til boða þeim einstaklingum sem eiga ekki kost á því að fara með umkvörtunarefni sín í samskiptum við stjórnsýsluna fyrir dómstóla. Umboðsmenn geta aðhafst að eigin frumkvæði ef misbrests verður vart í stjórnsýslunni eða gegn meintum mannréttindabrotum og gegna því mikilvægu hlutverki andspænis stjórnvöldum sem verða að þola gagnrýni. Umboðsmenn standa á milli stjórnsýslu og borgara og eru því í lykilstöðu til að leiðrétta það sem miður fer. Viðmiðunarreglurnar sem Feneyjanefndin samþykkti til verndar og framgangi stofnana umboðsmanna “Feneyja-viðmiðin” eru ítarlegasti gátlisti sem gerður hefur verið í þágu þessara mikilvægu stofnana fyrir almenning og lýðræðið og embætti umboðsmanna í um 140 löndum heims komu að verkinu með ráðleggingum. Formaður vinnuhóps Feneyjanefndarinnar var Jan Helgesen fyrrum prófessor við lagadeild Oslóarháskóla og fulltrúi í Feneyjanefnd Evrópuráðsins um langt skeið. Umsjón með verkinu af hálfu starfsfólks Feneyjanefndar hafði Caroline Martin.
FENEYJA-VIÐMIÐIN (THE VENICE PRINCIPLES)
Jan Helgesen
Caroline Martin
Fulltrúar frá alþjóðlegum samtökum umboðsmanna sátu fundinn.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 16.03.2019 | ALMANAK
Þrír skýrsluhöfunda: Herdís Þorgeirsdóttir, Richard Clayton og Sarah Cleveland.
Á aðalfundi sínum hinn 15. mars sl. samþykkti Feneyjanefnd Evrópuráðsins nýja skýrslu um fjárframlög til félagasamtaka sem unnin var af hópi sérfræðinga sem eru fulltrúar í nefndinni: Herdísi Þorgeirsdóttur, Richard Clayton, Söru Cleveland, Veroniku Bilkova, Martin Kuijer og Pieter Van Dijk. Skýrslan er unnin að beiðni aðalframkvæmdastóra Evrópuráðsins 2016 sem vildi leggja línur fyrir ráðherranefnd Evrópuráðsins um hvaða viðmið ætti að hafa í huga þegar settar væru reglur í þágu gagnsæis um fjárframlög. Það er skýr niðurstaða nefndarinnar í þessari nýju úttekt að ekki megi setja félagasamtökum skorður með sama hætti og stjórnmálaflokkum eða lobbyistum, sem oft hafa mikið fjármagn til umráða til að hafa áhrif á ákvarðanatöku í stjórnkerfinu. Þeir sérfræðingar sem unnu ofangreinda skýrslu hafa með einum eða öðrum hætti komið að öllum úttektum nefndarinnar á félagafrelsi undanfarin ár; þ.á m. áliti um lagasetningu í Rússlandi þar sem félagasamtök sem þáðu fjárframlög erlendis frá voru sett í hóp með útlendum ,,agentum” (svokölluð foreign agent law) og þeim voru settar verulegar skorður. Líkt var upp á teningnum í Kyrgystan. Í Ungverjalandi vildu stjórnvöld auka upplýsingaskyldu félagasamtaka vegna fjárframlaga sem og í Rúmeníu.
Sjá hér nánar um málið.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 4.02.2019 | ALMANAK
Forsvarsmenn helstu stofnana Evrópuráðs sátu fund með framkvæmdastjóra Evrópuráðsins í höfuðstöðvum þess í Strassborg hinn 4. febrúar þar sem farið var yfir stöðu mála. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir sat fundinn af hálfu Feneyjanefndar sem fyrsti varaforseti nefndarinnar en Feneyjanefnd er ráðgefandi aðili fyrir öll 47 aðildarríki Evrópuráðsins auk 14 annarra ríkja.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 14.12.2018 | ALMANAK
Umfjöllun um álit Feneyjanefndar.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 9.12.2018 | ALMANAK
Rakst á Jeremy Corbyn leiðtoga breska Verkamannaflokksins í Mexíkóborg. Hann var við innsetningu nýs forseta landsins þar sem hann var sérstakur heiðursgestur. Nýi forsetinn, Andres Manuel Lopez Obrador er vinstri maður og populisti sem hefur heitið þjóðinni því að ráða niðurlögum mikillar spillingar í Mexíkó; draga úr vaxandi ójöfnuði og fátækt sem er mikil.