Rakst á Jeremy Corbyn leiðtoga breska Verkamannaflokksins í Mexíkóborg. Hann var við innsetningu nýs forseta landsins þar sem hann var sérstakur heiðursgestur. Nýi forsetinn, Andres Manuel Lopez Obrador er vinstri maður og populisti sem hefur heitið þjóðinni því að ráða niðurlögum mikillar spillingar í Mexíkó; draga úr vaxandi ójöfnuði og fátækt sem er mikil.