Forsvarsmenn helstu stofnana Evrópuráðs sátu fund með framkvæmdastjóra Evrópuráðsins í höfuðstöðvum þess í Strassborg hinn 4. febrúar þar sem farið var yfir stöðu mála. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir sat fundinn af hálfu Feneyjanefndar sem fyrsti varaforseti nefndarinnar en Feneyjanefnd er ráðgefandi aðili fyrir öll 47 aðildarríki Evrópuráðsins auk 14 annarra ríkja.