Kynning á áliti Feneyjanefndar á átta meginreglum varðandi mannréttindi á internetinu

Kynning á áliti Feneyjanefndar á átta meginreglum varðandi mannréttindi á internetinu

Dagana 11. og 12. desember sl. var aðalfundur Feneyjanefndar haldinn í gegnum netið. Þar kynnti Herdís drög að áliti sem hún er einn af höfundum að um átta meginreglur sem fylgja þarf til að tryggja grundvallar mannréttindaskuldbindingar í aðdraganda kosninga (Principles for a Fundamental Rights Compliante Use of the Digital Technologies in Electoral Processes). Sjá hér.

 

Þróun í stjórnskipun á fundi í Moskvu

Þróun í stjórnskipun á fundi í Moskvu


Var með framsögu af hálfu Feneyjanefndar á fundi í Moskvu á vegum Stofnununar um samanburðarlögfræði sem heyrir undir stjórnvöld í Rússlandi. Efni fundarins var þróun á vettvangi stjórnskipunar í Rússlandi sem á alþjóðavettvengi. Erindi mitt fjallaði um mikilvægi þess að stjórnskipun byggði á grundvelli lýðræðis, réttarríkis og mannréttinda; að almenningur sem stjórnarskrágjafinn hefði aðkomu að mótun stjórnskipunar og breytingum á stjórnarskrám.

Ásamt Taliyu Khabrievu sem veitir forstöðu Lagastofnun um samanburðarlögfræði í Moskvu. Hún er þekktur lögfræðingur og hefur starfað með mér í Feneyjanefndinni um árabil. Myndin er tekin í Moskvu 2014.

Störf fyrir Feneyjanefnd 2020

Störf fyrir Feneyjanefnd 2020

Feneyjanefnd samþykkti á aðalfundi í október sl þrjú álit sem ég var einn höfunda. Ásamt þremur öðrum vantir fn ég að skýrslu  um saknæmi þess að kalla eftir friðsamlegum en róttækum breytingum á stjórnskipun frá sjónarhóli Mannréttindasáttmála Evrópu, Frá því því 2018 hef ég ásamt þremur öðrum ráðlagt stjórnvöldum á Möltu sem vinna að breytingum á stjórnskipun landsins sem þótt hefur ábótavant, ekki síst í ljósi spillingar í stjórnarfari undangengin mörg ár. Fyrsta álitið unnum við í árslok 2018. Á grundvelli þess komu stjórnvöld með tillögur að breytingum sem við yfirfórum og skiluðum áliti um í júní 2020. Í kjölfarið undirbjuggu stjórnvöld frumvörp til breytinga á stjórnlögum og öðrum lögum til að betrumbæta stjórnarfar í landinu, þ.á.m. breytingar á því hvernig dómarar eru skipaðir, embætti forseta, umboðsmanns og fleira. Þau frumvörp, nokkur þeirra höfðu þegar verið samþykkt sem lög, þegar síðasta álit okkar var samþykkt í október.

Í nýjasta álitinu varðandi breytingar á stjórnskipun Möltu er lögð rík áhersla á mikilvægi þess að haft sé samráð við almenning í landinu um breytingar á grundvallarlögum.

Sjá hér kafla úr nýjasta álitinu – en þessi ummæli Feneyjanefndar hafa orðið tilefni mikillar umræðu í landinu þar sem stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa almenning ekki með í ráðum í breytingum á stjórnskipun landsins sem mun hafa varanleg áhrif á framtíð og samfélag á Möltu: