Feneyjanefnd samþykkti á aðalfundi í október sl þrjú álit sem ég var einn höfunda. Ásamt þremur öðrum vantir fn ég að skýrslu um saknæmi þess að kalla eftir friðsamlegum en róttækum breytingum á stjórnskipun frá sjónarhóli Mannréttindasáttmála Evrópu, Frá því því 2018 hef ég ásamt þremur öðrum ráðlagt stjórnvöldum á Möltu sem vinna að breytingum á stjórnskipun landsins sem þótt hefur ábótavant, ekki síst í ljósi spillingar í stjórnarfari undangengin mörg ár. Fyrsta álitið unnum við í árslok 2018. Á grundvelli þess komu stjórnvöld með tillögur að breytingum sem við yfirfórum og skiluðum áliti um í júní 2020. Í kjölfarið undirbjuggu stjórnvöld frumvörp til breytinga á stjórnlögum og öðrum lögum til að betrumbæta stjórnarfar í landinu, þ.á.m. breytingar á því hvernig dómarar eru skipaðir, embætti forseta, umboðsmanns og fleira. Þau frumvörp, nokkur þeirra höfðu þegar verið samþykkt sem lög, þegar síðasta álit okkar var samþykkt í október.
Í nýjasta álitinu varðandi breytingar á stjórnskipun Möltu er lögð rík áhersla á mikilvægi þess að haft sé samráð við almenning í landinu um breytingar á grundvallarlögum.
Sjá hér kafla úr nýjasta álitinu – en þessi ummæli Feneyjanefndar hafa orðið tilefni mikillar umræðu í landinu þar sem stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa almenning ekki með í ráðum í breytingum á stjórnskipun landsins sem mun hafa varanleg áhrif á framtíð og samfélag á Möltu: