Námskeiðið “Business & Human Rights”

Námskeiðið “Business & Human Rights”

Prófessor Herdís ÞorgeirsdóttirTveggja vikna lotukennsla hefst  í dag. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor hefur kennt námskeiðið Business & Human Rights (viðskipti og mannréttindi) frá því 2003 og er það í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er kennt við lagadeild á Íslandi en síðan hefur það verið tekið upp í Háskólanum í Reykjavík.  Námskeið Herdísar er valkúrs fyrir nema á þriðja ára og opið fyrir nemendur í viðskiptadeild líka að því tilskyldu að þeir hafi sótt námskeið í almennri lögfræði. Námskeiðið er kennt á ensku enda sótt af erlendum skiptinemum við háskólann á Bifröst.

 

Tillögur samþykktar

Eins og sjá má áheimasíðu Feneyjanefndarinnarsátu fulltrúar hennar, þau dr. Herdís Þorgeirsdóttir og Serguei Kouznetsov, fund sérfræðingahóps í mannréttinum í upplýsingasamfélaginu en það eru sérfræðingar aðildarríkja Evrópuráðsins, þar sem endurskoðun stóð yfir á tilmælum Ráðherranefndar Evrópuráðsins nr. R(99)15 um aðgerðir vegna umfjöllunar fjölmiðla í aðdraganda kosninga. Fundurinn fór fram í húsi Mannréttindadómstóls Evrópu og hann sátu jafnframt fulltrúar hagsmunaaðila, þ.á.m. evrópskra blaðaútgefenda (ENPA)og sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Tillögur fulltrúa Feneyjanefndarinnar varðandi breytingar á tilmælunum hlutu yfirgnæfandi stuðning í hópi sérfræðinganna.

Framsaga á fundi í Strassborg

Framsaga á fundi í Strassborg

ECtHRHerdís Þorgeirsdóttir prófessor mun kynna niðurstöður sínar og Owen Masters á fyrirhuguðum breytingum á tillögum Ráðherranefndar Evrópuráðs  varðandi athugun á frammistöðu fjölmiðla í aðdraganda kosninga (Recommendation No. R (99) 15 on media coverage of election campaigns in the light of the development of digital broadcasting services and other new communication services). Herdís fer sem fulltrúi Feneyjarnefndar Evrópuráðsins.

Afnám launaleyndar í  kjölfar tengslanets

Afnám launaleyndar í kjölfar tengslanets

Guðrún ErlendsdóttirFrumvarp til breytinga á jafnréttislögum var kynnt í gær.  Það verður þó ekki lagt fyrir á þessu þingi heldur því næsta. Þar er ákvæði um bann við launaleynd þar sem lagt er til að launamanni sé hvenær sem er heimilt að veita þriðja aðila upplýsingar um laun eða önnur starfsskilyrði.

Það var önnur tengslanets-ráðstefnan á Bifröst sem sendi frá sérályktun gegn launaleynd vorið 2005. Þema ráðstefnunnar var þá: Efnhagsleg völd til kvenna. Guðrún Erlendsdóttir áður dómari við Hæstarétt Íslands, sem flutti framsögu á tengslanets-ráðstefnunni s.l. vor var formaður nefndarinnar sem sá um endurskoðun jafnréttislaganna. Hún kvaðst binda vonir við það að niðurstöður nefndarstarfsins leiddu til þess að kynbundnum launamun yrði eytt. Meðfylgjandi mynd er af Guðrúnu Erlendsdóttur á tengslanets-ráðstefnunni vorið 2006.

Framsaga á námskeiðinu “Máttur kvenna”

Endurmenntunarnámskeið á vegum háskólans á Bifröst, sem kallast “Máttur kvenna” og er ætlað konum, sem eru í atvinnurekstri eða hyggja á slíkt – aðallega á landsbyggðinni hófst með erindi Herdísar Þorgeirsdóttir prófessors sem hún kallaði: “Máttur eða vanmáttur” og fjallaði þar um lagaumgjörðina í jafnréttismálum og veruleikann, en hann á nokkuð langt í land að ná þeim markmiðum, sem stefnt er að með jafnréttislöggjöf.

Jöfn tækifæri barna

Jöfn tækifæri barna

dep276Í nýjasta tölublaði Uppeldis (6. tbl. 19. árg.) er grein eftir  Herdísi Þorgeirsdóttur prófessor um réttindi barna. Heiti greinarinnar er: Jöfn tækifæri allra barna árið 2007 í ljósi þess þema sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur helgað þessu ári, þ.e. jöfnum tækifærum allra. Tilgangur þess að er að fólk sé meðvitaðara um réttindi sín. Fyrir nokkrum mánuðum kom út rit eftir Herdísi Þorgeirsdóttur á sviði barnaréttar, sem er hluti af ritröð þar sem fræðimenn fjalla um ákvæði samningsins um réttindi barna. Útgefandi er Brill sem er eitt stærsta og virtasta forlag á vettvangi fræðirita í heiminum.