Guðrún ErlendsdóttirFrumvarp til breytinga á jafnréttislögum var kynnt í gær.  Það verður þó ekki lagt fyrir á þessu þingi heldur því næsta. Þar er ákvæði um bann við launaleynd þar sem lagt er til að launamanni sé hvenær sem er heimilt að veita þriðja aðila upplýsingar um laun eða önnur starfsskilyrði.

Það var önnur tengslanets-ráðstefnan á Bifröst sem sendi frá sérályktun gegn launaleynd vorið 2005. Þema ráðstefnunnar var þá: Efnhagsleg völd til kvenna. Guðrún Erlendsdóttir áður dómari við Hæstarétt Íslands, sem flutti framsögu á tengslanets-ráðstefnunni s.l. vor var formaður nefndarinnar sem sá um endurskoðun jafnréttislaganna. Hún kvaðst binda vonir við það að niðurstöður nefndarstarfsins leiddu til þess að kynbundnum launamun yrði eytt. Meðfylgjandi mynd er af Guðrúnu Erlendsdóttur á tengslanets-ráðstefnunni vorið 2006.