Endurmenntunarnámskeið á vegum háskólans á Bifröst, sem kallast “Máttur kvenna” og er ætlað konum, sem eru í atvinnurekstri eða hyggja á slíkt – aðallega á landsbyggðinni hófst með erindi Herdísar Þorgeirsdóttir prófessors sem hún kallaði: “Máttur eða vanmáttur” og fjallaði þar um lagaumgjörðina í jafnréttismálum og veruleikann, en hann á nokkuð langt í land að ná þeim markmiðum, sem stefnt er að með jafnréttislöggjöf.