Jónas Kristjánsson í upphafi kosningabaráttu

Jónas Kristjánsson í upphafi kosningabaráttu

AAf

Af heimasíðu Jónasar Kristjánssonar fyrrum ritstjóra og samfélagsrýnanda með meiru í upphafi kosningabaráttu Herdísar Þorgeirsdóttur 2012.

Herdís verður frábær

 — PUNKTAR

Ég get vel hugsað mér að kjósa Herdísi Þorgeirsdóttur sem forseta Íslands. Held að hún sé að mörgu leyti frábær kostur. Vel menntuð og ákveðin, engin pólitískur taglhnýtingur. Ég veit samt lítið um líkur hennar á árangri. Því miður vildi hún ekki taka þátt í prufukeyrslunni á spurningavagni Capacent um daginn. Því er engin mæling komin enn á karisma hennar. Þóra Arnórsdóttir fékk þar fína mælingu. Hefði átt að fá fljúgandi start út á það, en er enn að hugsa málin. Við að taka af skarið fær Herdís forskot og aukna athygli, sem ætti að gagnast henni í næstu könnun. Líklega verða alvöru kosningar.

Podgorica

Podgorica

Montenegro mars 2012Mynd tekin í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands.

Nafnið Gorica í Podgorica er serbneska, og þýðir „lítið fjall“, út af borgin stendur á 44 metrum að hæð yfir sjávarmáli.

 

 

 

 

 

Podgorica

Formaður Mannréttindanefndar

Formaður Mannréttindanefndar

08Fulltrúi Íslands í nefnd Evrópuráðs um lýðræði með lögum var kjörinn formaður  Mannréttindanefndar Feneyjearnefndar á reglulegum aðalfundi nefndarinnar í desember 2011. Herdís tekur við því sæti af prófessor Karlo Tuori, sem var kjörinn varaforseti Feneyjarnefndar. Fyrir miðju á myndinni er Hanna Suchocka, varaforseti Feneyjanefndar og sendiherra Póllands í Vatíkaninu í Róm. Hún hefur bæði gegnt stöðu forsætisráðherra Póllands og dómsmálaráðherra. Frá 1998 hefur hún verið í vitringahópi Evrópuráðsins (e. Member of the Committee of Wise Persons of the Council of Europe). Til hægri á myndinni er Caroline Martin, lögfræðingur á skrifstofu Feneyjanefndar í Strassborg.

 

Lögmannsréttindi

Lögmannsréttindi

héraðsdómurÞað skýtur nokkuð skökku við þegar prófessor og doktor í lögum sest á skólabekk með nýstúdentum til að taka grunnpróf í lögfræði – en það gerði undirrituð til þess að öðlast réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Þau réttindi hlaut ég formlega í desember 2011. DV skýrir frá þessu í frétt þar sem prófmálið var að verja blaðið í meiðyrðamáli sem Landsbankinn höfðaði.