Fundur í Evrópsku lagaakademíunni 17. maí

Fundur í Evrópsku lagaakademíunni 17. maí

Vinnufundur í Evrópsku lagaakademíunni (European Academy of Law/ ERA) í Trier, 17. maí. Evrópska lagaakademían er ein virtasta stofnun á sviði Evrópuréttar í Evrópu. Á vegum ERA eru haldin námskeið fyrir dómara, embættismenn, lögmenn og aðra sem þurfa á þekkingu á sviði Evrópuréttar að halda. Margir íslenskir embættismenn hafa sótt námskeið í ERA en stofnunin er staðsett í Trier í Þýskalandi. ERA er styrkt af Evrópusambandinu og aðildarríkjum þess. Herdís hefur setið í stjórn ERA (Board of Trustees)  frá 2012.

eraacademy era

 

Joaquim Barbosa forseti hæstaréttar Brasilíu 7. maí

Joaquim Barbosa forseti hæstaréttar Brasilíu 7. maí

Á fundi Feneyjanefndar og æðstu dómstóla í Suður-Ameríku í Ouro Preto í Brasilíu IMG_48637. maí s.l. var forseti hæstaréttar Brasilíu, Joaquim Barbosa með framsögu í panel sem ég stýrði. Umfjöllunarefnið var vernd efnahagslegra og félagslegra réttinda á tímum efnahagsþrenginga. Barbosa var kjörinn einn af 100 áhrifamestu mönnum heims af Time í fyrra (sjá hér). Hann er álitinn þjóðhetja í Brasilíu vegna einarðrar afstöðu sinnar til spillingar og áhrifa peningavalds í pólitík. Barbosa var dómari í stærsta pólitíska spillingarmáli sem komið hefur fyrir hæstarétt Brasilíu. Hann er oft nefndur sem næsti verðandi forseti Brasilíu.

 

Fundur um málefni Suður-Ameríku

Fundur um málefni Suður-Ameríku

oure pretoFundur nefndar um málefni Suður-Ameríku og alþjóðlegur vinnufundur um hlutverk dómstóla í að standa vörð um efnhagsleg og félagsleg réttindi á tímum efnhagsþrenginga verður haldinn í bænum Ouro Preto í Minas Gerais-fylki í suðaustur Brasilíu í byrjun maí (höfuðborg fylkisins er  Beló Horizonte). Varaforseti Feneyjanefndar, Herdís Þorgeirsdóttir stýrir umræðum í fyrsta panel á fundinum mánudaginn 5. maí og verður jafnframt með fyrirlestur um efnahagsleg- og félagsleg réttindi barna í lok fundar á þriðjudeginum.

Kynning á áliti um ítalska meiðyrðalöggjöf 8. apríl

Kynning á áliti um ítalska meiðyrðalöggjöf 8. apríl

Var falið sem varaforseta Feneyjanefndar að kynna tillögur nefndarinnar varðandi ítalska meiðyrðalöggjöf fyrir fjölmiðlanefnd þings Evrópuráðsins hinn 8. apríl s.l. Tillögurnar voru settar fram í áliti sem undirrituð vann að ásamt fleiri fulltrúum Feneyjanefndar og samþykkt var á aðalfundi í desember s.l. Þá kynnti undirrituð einnig rannsókn Feneyjanefndar á réttindum barna í stjórnarskrám aðildarríkja Evrópuráðs fyrir annarri nefnd Evrópuráðsþingsins á sama degi. Þessi rannsókn gengur út frá réttindum barna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að þeirri rannsókn vann undirrituð ásamt fleirum, þ.á m. utanaðkomandi sérfræðingum.

(Ms Herdis Thorgeirsdottir, Vice-President of the Venice Commission, presents the recommendations of the Commission’s opinion on the defamation legislation of Italy to the Committee on Culture, Science, Education and Medias of the PACE. She notably speaks to the Sub-Commission on Media and Information.

Ms Herdis Thorgeirsdottir, Vice-President of the Venice Commission, presents the conclusions of the study on “The Protection of Children’s rights : International Standards and Domestic Constitutions” to the Committee on Social Affairs, Health and Sustainable Development of the PACE.

herdis