Aðalfundur Feneyjanefndar

Aðalfundur Feneyjanefndar

103. aðalfundur Feneyjanefndar, nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum var haldinn dagana 19. – 20. júní. VC 103 plenary betri myndStýrði umræðum um drög að áliti Feneyjanefndar um ný afar umdeild fjölmiðlalög í Ungverjalandi. Dómsmálaráðherra Ungverjalands tók þátt í umræðum. Álitið var einróma samþykkt af nefndinni.

Myndin hér er fyrir neðan er af nokkrum konum á aðalfundi Feneyjanefndar (nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum) hinn 19. júní s.l. Talið frá vinstri eru: Wilhelmina Thomassen (varafulltrúi Hollands og fyrrum dómari við Mannréttindadómstól Evrópu), Simona Granata Menghini (varaframkvæmdastjóri nefndarinnar), Sarah Cleveland (fulltrúi Bandaríkjanna, lagaprófessor), Anne Peters (varafulltrúi Þýskalands), Lydie Err (fulltrúi Luxemborgar), Gordana Siljanovska-Davkova (fulltrúi fyrrum júgóslavneska Lýðveldisins Makedóníu), Herdís Þorgeirsdóttir (varaforseti Feneyjanefndar), Hanna Suchocka (fulltrúi Póllands, prófessor og fyrrum forsætisráðherra), Veronika Bilkova (fulltrúi Tékklands) og Amaya Ubeda, lögfræðingur sem starfar hjá Feneyjanefnd í Strassborg.

VC women

Konur á aðalfundi Feneyjanefndar í júni 2015. Frá vinstri Wilhelmina Thomasen varafulltrúi Hollands í nefndinni og fyrrum dómari við Mannréttinadómstól Evrópu; Simona Granata-Menghini aðstoðar framkvæmdastjóri Feneyjanefndar, Sarah Cleveland fulltrúi Bandaríkjanna í Fenyjanefnd; Anne Peters varafulltrúi Þýskalands, Lydie Err, fulltrúi Luxemborgar, Gordana Siljanovska-Davkova fullrúi fyrrum júgóslaveska lýðveldisins Makedóníu; Herdís Þorgeirsdóttir fulltrúi Íslands og varaforseti nefndarinnar, Hanna Suchocka fyrrum forsætisráðherra Póllands og nú prófessor í lögum við háskólann í Gdansk, fulltrúi Póllands í nefndinni; Veronika Bilkova, fulltrúi Tékklands og Amaya Ubeda, starfsmaður Feneyjanefndar í Strassborg.

Fundur um félagafrelsi

Fundur um félagafrelsi

hofburgFunda- og félagafrelsi eru grundvallarréttindi lýðræðislegrar þátttöku borgara í samfélagingu. Engar skorður má setja þessu frelsi nema í samræmi við alþjóðalega mannréttindasamninga. Var á tveggja daga fundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (OSCE) í Vín. Það verður ekki aðeins að huga að því að löggjöf aðildarríkja sé í samræmi við alþjóðleg viðmið heldur einnig framkvæmd laganna.

Kynning á leiðbeiningareglum um félagafrelsi

Kynning á leiðbeiningareglum um félagafrelsi

Genf mars 2015Leiðbeiningareglur um félagafrelsi sem unnar hafa verið í hópi sérfræðinga á vegum Feneyjanefndar og í samvinnu við OSCE/ODIHR voru kynntar á fundi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í Genf 5. mars. Herdís er einn af höfundum verksins en vinnan við það hefur staðið frá því 2013.  Ætlunin er að leiðbeiningar þessar komi að notum við setningu laga  á svið félagafrelsis í aðildarríkjum Evrópuráðs og víðar.

Á myndinni eru Gianni Buquicchio, forseti Feneyjanefndar og Michael Link yfirmaður OSCE.

herdis guidelines

Sjá hér: http://www.coe.int/en/web/human-rights-rule-of-law/-/launching-of-the-guidelines-on-freedom-of-association

 

Today, the Venice Commission participates in a launch event of Venice Commission/ODIHR Joint Guidelines on Freedom of Association, adopted by the Venice Commission at its 101st Plenary Session (Venice, 12-13 December 2014).

The Guidelines aim to guarantee the right to freedom of association as a tool to ensure that citizens are able to fully enjoy their rights to freedom of expression, whether practiced individually or collectively.

As such, these Guidelines are intended for use to legislators and, more generally, to serve public authorities, the judiciary, legal practitioners, associations and their members. In addition, the OSCE/ODIHR and Venice Commission hope that these Guidelines will be a useful source of information for the general public.

The President of the Venice Commission, Director of OSCE/ODIHR and the United Nations Special Rapporteur on the rights to freedom of peaceful assembly and of association are participating in the event.

Segðu mér á rás 1 (RÚV)

Segðu mér á rás 1 (RÚV)

segðu mérVerð í viðtali við Sigurlaugu Jónasdóttur í þætti hennar “Segðu mér” kl. 09.05 ár rás 1 í ríkisútvarpinu miðvikudaginn 21. janúar.

Hér er upptaka af viðtalinu. Sigurlaug hefur svo þægilega nærveru að ég tók ekki eftir hvað tímanum leið og gleymdi því alveg að ég var í hljóðstofu ríkisútvarpsins.

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/segdu-mer/20150121