Herdís batumi 3 hinn 11 sept 2015Frá alþjóðlegri ráðstefnu evrópskra stjórnlagadómstóla, sem haldin var í Batumi í Georgíu, þar sem stjórnlagadómstóll landins hefur aðsetur. Ráðstefnan var opnuð af forseta Georgíu Giorgi Margvelashvili. Meginþema ráðstefnunnar var beiting stjórnlagadómstóla og æðstu dómstóla á alþjóðlegum mannréttindasamningum.

Myndin er frá fundinum en þar sitja í pallborði Arief Hidayet forseti stjórnlagadómstóls Indónesíu, Herdís Þorgeirsdóttir, Guido Raimondi varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu, Yurii Baulin, forseti stjórnlagadómstóls Úkraínu og Gagik Harutyunyan, forseti stjórnlagadómstóls Armeníu.

Sjá hér fyrirlestur Herdísar.