Ársþing Alþjóðasamtaka Lögmanna í Vín

Ársþing Alþjóðasamtaka Lögmanna í Vín

herdís International Bar AssociationVar með fyrirlestur á ársþingi alþjóðasamtaka lögmanna (International Bar Association) sem nú stendur yfir í Vín. Umræðum stjórnaði barónessa Helena Kennedy (yst til hægri) sem á sæti í bresku lávarðadeildinni. Á myndinni eru aðrir framsögumenn á fundinum í morgun, Lucy Scott-Moncrieff lögmaður í London og Nick Stanage en hann og barónessa Kennedy eru lögmenn á virtri stofu í London, Doughty Street Chambers, en þar starfar einnig mannréttindalögfræðingur, sem er stöðugt í sviðsljósinu ekki síst vegna að hún er gift heimsfrægum Hollywoodleikara. Á þinginu í Vín eru um 6 þúsund lögmenn alls staðar að en alþjóðasamtök lögmanna eru með mörg áhugaverð mál á dagskrá (t.d. spillingu) og fundurinn í morgun var bæði fróðlegur og skemmtilegur. Næsti fundur verður haldinn í Washington D.C. haustið 2016 (á sama tíma og bandarísku forsetakosningarnar verða).

Ráðstefna stjórnlagadómstóla í Tajikistan

Ráðstefna stjórnlagadómstóla í Tajikistan

Herdis Tajikistan sept 2015Dagana 17.-18. september sótti undirrituð ráðstefnu í Dushanbe, Tajikistan sem varaforseti Feneyjanefndar. Ráðstefnan sem haldin er í tilefni af 20 ára afmæli stjórnlagadómstóls landsins var opnuð af forseta landsins, Emomali Rachmon og flutti undirrituð ávarp á eftir honum. Þema ráðstefnunnar sem sótt var af forsetum og dómurum stjórnlagadómstóla í mið-Asíu og austur-Evrópu fjallaði um mikilvægi þess að standa vörð um stjórnarskrár sem æðstu lög landsins. Myndin er af þátttakendum ráðstefnunnar eftir opnun hennar. Fyrir miðri mynd er Emomali Rachmon, forseti landsins.

Sjá heimasíðu Feneyjanefndar: http://www.venice.coe.int/webforms/events/?id=2102

herdis með forseta tajikistan

Forseti Tajikistan flytur ræðu.

herdís dushanbe lúðrar

Áhrif alþjóðlegra mannréttindasamninga í dómaframkvæmd

Áhrif alþjóðlegra mannréttindasamninga í dómaframkvæmd

Herdís batumi 3 hinn 11 sept 2015Frá alþjóðlegri ráðstefnu evrópskra stjórnlagadómstóla, sem haldin var í Batumi í Georgíu, þar sem stjórnlagadómstóll landins hefur aðsetur. Ráðstefnan var opnuð af forseta Georgíu Giorgi Margvelashvili. Meginþema ráðstefnunnar var beiting stjórnlagadómstóla og æðstu dómstóla á alþjóðlegum mannréttindasamningum.

Myndin er frá fundinum en þar sitja í pallborði Arief Hidayet forseti stjórnlagadómstóls Indónesíu, Herdís Þorgeirsdóttir, Guido Raimondi varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu, Yurii Baulin, forseti stjórnlagadómstóls Úkraínu og Gagik Harutyunyan, forseti stjórnlagadómstóls Armeníu.

Sjá hér fyrirlestur Herdísar.

SJÁLFSTÆÐISYFIRLÝSINGIN 1776 OG GRÍSKIR FJÖTRAR

SJÁLFSTÆÐISYFIRLÝSINGIN 1776 OG GRÍSKIR FJÖTRAR

greece-cartoonÁ þessum degi, hinn 4. júlí 1776 var sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna undirrituð. Hún markaði þáttaskil í baráttunni fyrir almennum mannréttindum þar sem því var afdráttarlaust lýst yfir að allir menn væru fæddir jafnir. Þessi algilda mannréttindayfirlýsing er grundvöllur þeirrar stjórnskipunar sem byggir á frelsi og sjálfsákvörðunarrétti fólksins.

Markmiðið með sjálfstæðisyfirlýsingunni 1776 var að slíta hin pólitísku tengsl nýlendnana í Norður-Ameríku við bresku krúnuna sem var hvorki réttlátt né lýðræðislegt stjórnvald.

Fimmtíu árum síðar sagði Jefferson, aðalhöfundur yfirlýsingarinnar, að menn yrðu að brjóta af sér hlekki fáfræði (forheimskunar) enda byggir lýðræðið á skoðanafrelsi og upplýstum ákvörðunum. Jefferson sagði að fólki væri almennt orðið ljóst að meirihluti mannkyns væri ekki fæddur með hnakka á bakinu eða að fámennur forréttindahópur væri af Guðs náð íklæddur stígvélum með sporum með lögmæta ásetu á hnakknum til að stjórna hestinum.

Þessi orð hafa verið rifjuð upp nýlega í ljósi vaxandi ójöfnuðar sem hefur innleitt nýja aristókrasíu (einokun stórfyrirtækja). Fólk er ekki fætt í hlekkjum. Gríska þjóðin stendur frammi fyrir þeirri spurningu á morgun hvort hún eigi að brjóta af sér hlekki skuldafjötra – og þá má hafa í huga orð Roberts Schumans, eins af stofnendum Evrópuráðsins og kola- og stálbandalagsins, forvera Evrópubandalagsins, manns sem skildi út á hvað evrópsk samvinna ætti að ganga, ekki út á „hernaðarbandalag og ekki aðeins út á efnahagslegu einingu heldur fyrst og fremst út á hið siðmenntaða bandalag í víðtækasta skilningi þess orðs.”

Þess má geta hér að forysta Evrópuráðsins hefur lýst því yfir að þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi sé ekki í samræmi við alþjóðleg viðmið sem gera kröfu um boðað sé til slíkrar atkvæðagreiðslu með tveggja vikna fyrirvara. Boðað var til atkvæðagreiðslunnar um hvort ganga ætti að kröfum kröfuhafa s.l. laugardag og ekki er ljóst hverjar verða afleiðingarnar ef Grikkir segja “nei” við ofangreindu og hvort það þýði að þeir fari út úr evrópska myntbandalaginu og taki upp eigin mynt. Þá eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa spurningarnar sem lagðar eru fyrir þjóðina óskýrar. (Sjá hér:http://www.ekathimerini.com/198779/article/ekathimerini/news/council-of-europe-conditions-of-greek-referendum-fall-short-of-international-standards).

Hér  er grein um aukið vald viðskiptablokka og áhrif þeirra á lýðræði og mannréttindi úr greinaflokki um togstreitu markaðar og réttarríkis sem ég birti í Morgunblaðinu í janúar og febrúar 2006.