Fundur Feneyjafundar

Fundur Feneyjafundar

Á nýafstöðnum fundi Feneyjanefndar (lokaður fjölmiðlum) sem haldinn var í Scuola Grande di San Giovanni Evangelista í Feneyjum voru fjórtán álit samþykkt. Þessi álit varða tíu ríki: Armeníu, Bosníu Herzegovínu, Georgíu, Kosovo*, Kyrgyzstan, Lýðveldið Moldóvu, Norður-Makedóníu, Perú, Rúmeníu og Úkraínu. Álitin eru birt á heimasíðu nefndarinnar að nokkrum dögum liðnum.

Nýr dómsmálaráðherra Brasilíu

Nýr dómsmálaráðherra Brasilíu

Forseti Brasilíu, Lula da Silva, hefur skipað Ricardo Lewandowski nýjan dómsmálaráðherra Brasilíu. Við erum skólasystkin frá The Fletcher School of Law and Diplomacy og hittumst á fundi í Chile fyrir nokkrum árum en þá var hann forseti hæstaréttar í Brasilíu.

Stafræn tækni og gerfigreind

Stafræn tækni og gerfigreind

Á síðasta aðalfundi Feneyjanefndar árið 2024 voru samþykkt álit er lutu að Albaníu (Framkvæmd þingsins á  ákvörðunum Stjórnlagadómstóls); lagalegar lausnir á framkvæmd kosninga á Haiti; breytingar á stjórnarskrá Póllands varðandi Stjórnlagadómstól; breytingar á lögum varðandi dómara og saksóknara í Serbíu og lög í Tyrklandi um samsetningu dómstólasýslu og saksóknaraembættis og ferli skipunar í þau. Á fundinum var einnig samþykkt uppfærð túlkun á Siðareglum varðandi notkun stafrænnar tækni í kosningum og áhrifum gervigrreindar ásamt greinargerð með skýringum. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er einn höfunda þessa plagss en myndin er frá umræðum sem spunnust fyrir samþykkt á fundinum á laugardeginum 5. desember.  Aðrar myndir eru einnig frá fundinum. Sjá hér:https://www.venice.coe.int/webforms/documents/default.aspx?pdffile=CDL-AD(2024)044-e

Lög um félagasamtök í Kyrgyzstan

Lög um félagasamtök í Kyrgyzstan

Feneyjanefndin fer nú yfir umdeild lög um félagasamtök í Kyrgyzstan. Myndin er tekin eftir fund með dómsmálaráðherra landsins, annar til hægri, fyrr í vikunni. Auk fundar með dómsmálaráðherra og embætti átti nefndin fundi með fulltrúum félagasamtaka, lögfræðingum þeirra, sendinefnd Evrópusambandsins í Kyrgyzstan og fulltrúum Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðana.