Kjörin í næst-æðsta embætti Feneyjanefndar

Kjörin í næst-æðsta embætti Feneyjanefndar

Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur verið kjörin næstæðsti stjórnandi Feneyjanefndar. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar.

Feneyjanefndin er ráðgefandi aðili Evrópuráðsins um stjórnskipuleg málefni og gætir áhrifa hennar langt út fyrir raðir þess. Hlutverk Feneyjanefndar er að ráðleggja aðildarríkjum og aðstoða þau við aðlaga löggjöf og stofnanir til samræmis við evrópsk og alþjóðleg viðmið á sviði lýðræðis, mannréttinda og réttarríkis. Mannréttindadómstóll Evrópu, sem og æðstu dómstólar aðildarríkja, hafa vitnað til álita nefndarinnar í tugum dómsmála undanfarin ár.

Aðild að Feneyjanefnd eiga 61 ríki, þar af öll 47 aðildarríki Evrópuráðsins auk Bandaríkjanna, Brasilíu, Chile, Perú, Mexíkó, Ísraels, Suður-Kóreu, Alsírs, Marokkó, Túnis og nokkurra ríkja í Mið-Asíu.

Í nefndinni eiga sæti lögfræðingar skipaðir af aðildarríkjum en sem starfa sjálfstætt og óháð þeim. Forseti nefndarinnar er Ítalinn Gianni Buquicchio sem hefur verið forseti frá 2009.

Herdís var skipuð aðalfulltrúi Íslands í Feneyjanefnd 2010 og hefur gegnt störfum fyrir nefndina síðan bæði sem sérfræðingur á sviði mannréttinda og stjórnskipunar og undanfarin ár sem varaforseti í samskiptum við aðildarríkin. Hún var fyrst kjörin ein þriggja varaforseta 2013 og sú eina sem var endurkjörin aftur 2015.

Herdís er doktor í lögfræði og var fyrsti prófessorinn sem skipaður var lagadeildina á Bifröst. Hún var forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga 2009-2013 og sat í stjórn ERA, evrópsku lagaakademíunnar í Trier 2012-2015. Auk þess bauð Herdís sig fram til embættis forseta Íslands árið 2012.

Verndum Internetið

Verndum Internetið

Internetið (veraldarvefurinn) er eign okkar allra. Fjarskiptayfirvöld í Bandaríkjunum (FCC) munu hafa uppi áform um að varpa reglum um svonefnt nethlutleysi (net neutrality) fyrir róða. Samskipti sem fara um internetið sendast á milli staða í gegnum netbúnað internetfyrirtækja (e. internet service provider, skammstafað ISP). Þessi netbúnaður er eins konar æðakerfi internetsins og sér hann um að senda alla umferð á milli notenda á sinn stað. Núgildandi reglur í Bandaríkjunum skylda internetfyrirtæki til að þess að tryggja jafnan aðgang allra að efni á internetinu og í því felst net-hlutleysið. Ef slakað er á þessum reglum fá stórfyrirtæki á fjarskiptamarkaði völd til að beina umferð notenda internetsins í þann farveg sem þjónar þeirra hagsmunum.

Þetta er stórhættuleg þróun fyrir borgara í lýðræðislegu samfélagi. Völd stórfyrirtækja og alþjóðlegs fjármagns eru nú þegar yfirgengileg. Því  skýtur það skökku við að á sama tíma og áform eru uppi um að varpa nethlutleysi fyrir róða eru bandarísk stjórnvöld að reyna að koma  í veg fyrir samruna AT&T og Time Warner, einmitt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir einokun  á fjölmiðlamarkaði.

Internetið á að vera galopið og aðgengilegt öllum. Rúmlegar þrír milljarðar jarðarbúa reiða sig á notkun þess. Stórfyrirtæki eiga ekki að vera í hlutverki dyravarða sem hafa þá hagsmuni helsta að vinna neytendur á band auglýsenda en hundsa mikilvægi þess að borgarar geti átt samskipti á netinu og ekki síst til að eiga í lýðræðislegum skoðanaskiptum. Ef nethlutleysi  er afnumið fá þessi internetfyrirtæki að stjórna umferðahraðanum um netið í þágu fárra stórra aðila og útiloka t.d. öndverðar skoðanir og eðlileg skoðanaskipti.

Segja má að sigur hafi unnist í þágu nethlutleysis í aðildarríkjum Evrópusambandsins þrátt fyrir tilraunir fjarskiptafyrirtækja til að ná sínu fram. BEREC (Body of European Regulators for Electronic Communications), samstarfsvettvangur evrópskra eftirlitsstofnana á sviði fjarskipta sendi frá sér í ágúst 2016  leiðbeiningarreglur um það hvernig hrinda eigi reglugerð um nethlutleysi í framkvæmd, sem samþykkt hafði verið  í apríl 2016. Búið er að taka reglugerðina upp í EES-samninginn og mun hún taka gildi hér þegar Alþingi hefur gert viðeigandi breytingar á lögum um fjarskipti.

Markmið reglnanna  er að skylda internetfyrirtæki að stjórna umferð um netið á grundvelli jafnræðis og hampa engum umfram annan. Talsmenn nethlutleysis voru fljótir að átta sig á því að stórfyrirtæki á fjarskiptamarkaði  höfðu verið með fingurna í samningu reglugerðarinnar þar sem ákvæði voru óskýrt orðuð og buðu hættunni á misnotkun heim. Þessi ákvæði voru útfærð með nýju leiðbeiningarreglunum og því fullyrða helstu talsmenn nethlutleysis á þingi Evrópusambandsins að með þessu móti hafi sigur unnist í baráttunni við stórfyrirtæki á fjarskiptamarkaði sem höfðu beitt miklu fjármagni í hefðbundinn lobbýisma til að ná fram sínum hagsmunum.

Einn af helstu baráttumönnum fyrir nethlutleysi er sir Tim Berners Lee, sem fann upp veraldarvefinn. Hann hvatti almenning í Evrópu í opnu bréfi sem hann skrifaði ásamt tveimur lagaprófessorum í fyrra að berjast fyrir opnu interneti og koma í veg fyrir að stórfyrirtæki kæmu upp hraðbrautum á internetinu; banna  ætti ,,zero-rating”, þ.e. þegar þessir örfáu risar á fjarskipamarkaði geta krafið ný fyrirtæki um að greiða aðgangseyri  til að tryggja aðgang að efni þeirra með sama hraða og annarra sem fyrir eru (mjög erfitt fyrir sprota fyrirtæki og lítil fyrirtæki sem reiða sig á netið); koma í veg fyrir mismunun og vernda jafnt aðgengi allra að internetinu.

Internetið hefur gerbreytt heiminum og opnaði almenningi nýja leið til áhrifa. Sá hinn sami almenningur er einn fær um að standa vörð um að þessi vettvangur sé áfram opinn í allra þágu.

 

 

Alþjóðleg ráðstefna í Alsír um konur á vinnumarkaði

Alþjóðleg ráðstefna í Alsír um konur á vinnumarkaði

Feneyjanefnd Evrópuráðsins stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu í Alsír um konur á vinnumarkaði í samvinnu við stjórnlagadómstólinn í Alsír dagana 7. og 8. nóvember. Herdís Kjerulf Þorgeirdóttir varaforseti Feneyjanefndar opnaði ráðstefnuna ásamt Mourad Medelci forseta stjórnlagadómstólsins og Ghania Eddalia ráðherra félags- og fjölskyldumála. Fjölmargir þátttakendur voru á ráðstefnunni þ.á m. sérfræðingar frá Arabaheiminum: Marokkó, Túnis, Jórdan, Líbanon og Alsír. Einnig sátu ráðstefnu af hálfu jafnréttisnefndar Evrópuráðsins sérfræðingar frá Hollandi, Frakklandi og frá Íslandi Rósa Guðrún Erlingsdóttir, deildarstjóri jafnréttismála í Velferðarráðuneytinu. Hún lagði áherslu á það í fyrirlestri sínum að Íslendingar stæðu fremstir þjóða í jafnréttismálum og kynnti m.a. innleiðingu staðals um launajafnrétti í  fyrirtækjum með fleiri en 25 starfsmenn.

Women and the labour market – 6th UniDem Med Seminar

07/11/2017 – 08/11/2017

Algiers, Algeria – In cooperation with the Algerian Constitutional Council and the Directorate General of the Civil Service and the Administrative Reform of Algeria (DGFPRA), the Venice Commission is organising, from 7 to 8 November, the 6th UniDem Med Regional Seminar. The seminar entitled “Women and the labor market” will take place in Algiers (Algeria) and will bring together senior officials and experts from Europe and the Southern the Mediterranean – Algeria, Jordan, Lebanon, Morocco, Palestine and Tunisia. The seminar will discuss issues related to the principles of equality, the constitutional and legal framework and good practices in the area of women’s empowerment in the civil service and in the economic sector.

The main objective of the UniDem Med campus (University for Democracy) is to contribute by peer-to-peer exchanges to the modernization of the administration in the South of the Mediterranean by applying the law and consolidating the institutions. The project aims to strengthen the legal capacity of senior officials in areas related to good governance, the rule of law and human rights, as well as to strengthen the links between the public administrations of the region.

The seminar is funded by the joint Council of Europe-European Union program “Towards strengthened democratic governance in the Southern Mediterranean.

Sjá umfjöllun fjölmiðla í Alsír hér .

Einnig hér.

Conférence internationale sur “La femme et le marché de l’emploi” à Alger

http://www.elmoudjahid.com/fr/mobile/detail-article/id/116103

Mikilvægir dómar Hæstaréttar í gagnabanka Feneyjanefndar

Mikilvægir dómar Hæstaréttar í gagnabanka Feneyjanefndar

Mynd tekin á Ólafsfirði í júní 2012 og er alveg ótengd efninu. Eldri maður að veiða á bryggjunni og frambjóðandi á hringferð um landið.

Hef tekið saman nokkra tímamótadóma Hæstaréttar Íslands fyrir gagnabanka þeirrar deildar Feneyjanefndar sem fer með stjórnskipuleg málefni. Sjá hér: http://www.codices.coe.int/NXT/gateway.dll?f=templates&fn=default.htm

Strengjabrúður halda kosningar

Strengjabrúður halda kosningar

Á safni í Jerevan, höfuðborg Armeníu,  með listaverkum rússnesk/armenska listamannsins og kvikmyndaleikstjórans Sergei Parajanov (1924-1990) hangir klippimynd sem ber heitið ,,Strengjabrúður halda kosningar”.  Á safninu eru um 600 listaverk, klippimyndir o.fl., myndir í þrívídd,  munir af heimili hans, ljósmyndir og aðrar menjar um merkilegt líf þessa listamanns sem hafði hugrekki til fara gegn kerfinu í listsköpun sinni. Myndin ,,Strengjabrúður halda kosningar” er frá Sovét-tímanum en á ekki síður við í nútímanum. Þarna er bent á hvernig önnur öfl halda um taumana en strengjabrúður sem standa kjósendum til boða í kjörklefanum. Sergei Parajanavo var með sinn eiginn sérstaka stíl sem kvikmyndaleikstjóri og féllu hugmyndir hans ekki í geð valdhafa Sovétríkjanna sem voru stífir á því hvernig ríkjandi hugmyndafræði skyldi útfærð. Kvikmyndir hans sem hlutu alþjóðlega frægð voru bannaðar í Sovétríkjunum um langt árabil og yfirvöld fundu leið til að rógbera hann, úthúða  honum og loks koma honum í fangelsi á grundvelli ákæra  um nauðgun, samkynhneigð og fyrir mútuþægni. Hann var fyrst ákærður fyrir samkynhneigð 1948 sem var refsivert athæfi í Sovétríkjunum og dæmdur í 5 ára fangelsi. Margir voru tilbúnar að vitna gegn honum af ótta við yfirvöld. Margir vissu þó að hér var um pólitískar ofsóknar að ræða gegn manni sem þorði að sýna andóf gegn kerfinu. Þegar hann var á ný dæmdur í fangelsi 1973 var hann orðinn alþjóðlega þekktur fyrir kvikmyndir sínar og heimsfrægir listamenn reyndu að koma honum til varnar, þ.á m. Federico Fellini, Andrey Tarkovsky, Yves Saint Lauren, Francoise Sagan, Jean-Luc Godar, Luis Bunuel o.fl.

Í fangelsinu vann hann sleitulaust við list sína, notaði allt tiltækt efni, glerbrot úr ruslinu, sælgætisbréf, klippur úr dagblöðum, gamlar brúður, kaffikönnur og hvað sem til féll. Fangaverðirnir reyndu að koma í veg fyrir að hann gæti týnt rusl til að búa til ný og ný listaverk en skilaboð komu úr efri lögum kerfisins að hér væru mikilir listrænir hæfileikar á ferð sem ekki mætti alfarið stoppa. Afstaða hans var sú að eina leiðin til að mæta harðræði, ranglæti, upplognum sökum og sjúklegum tilburðum þeirra sem kæfa vildu andóf væri kærleikur og sköpunargleði. Parajanov sat í fangelsi árum saman og hann var persona non grata í Sovétríkjunum á milli þess sem hann var laus úr fangelsi, sem voru vinnubúðir í Síberíu. Þegar hann lést árið 1990 höfðu kvikmyndir hans hlotið margvísleg verðlaun á  alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Hann komst á eina þeirra en hafði að sjálfsögðu engin efni til að kaupa sér smóking sem var skylduklæðnaður gesta á hátíðinni. Hann mætti þar í sínum fátæklegu fötum en límdi miða á jakkaboðunginn þar sem stóð “No smoking”.

Þegar hann lést úr lungnakrabba árið 1990 sendu aðrir kvikmyndaleikstjórar og frægt listafólk þau skilaboð til yfirvalda í Sovétríkunum að “heimurinn hefði glatað af töframanni”.