EOMY í frægum bandarískum sjónvarpsþætti

EOMY í frægum bandarískum sjónvarpsþætti

eomy motherÍslenski raftónlistardúettinn East of my Youth, sem starfræktur er í Berlín og skipaður þeim Herdísi Stefánsdóttur og Thelmu Marín Jónsdóttur, gaf nýverið út lagið lagið Mother.

Lagið var frumflutt á vefsíðu i-D Magazine í síðustu viku en það verður á væntanlegri plötu þeirra sem kemur út seint í sumar.

 

East of my Youth var stofnaður fyrir rúmi ári og hefur meðal annars leikið á tónlistarhátíðunum Sónar, Iceland Airwaves og SxSW í Texas. Lagið Mother var á dögunum selt í bandaríska sjónvarpsþáttinn Faking It sem sýndur er á MTV en að sögn þeirra Thelmu og Herdísar kom tækifærið til í tengslum við tónlistarhátíðina Airwaves.

„Þá var umboðskonan okkar komin til sögunnar og hún fór á svona „networking“ fund og hitti þar konu sem vinnur fyrir umboðsskrifstofu í L.A. og hún smellti heyrnartólum á eyrun á henni og spilaði demó af laginu,“ segir Thelma og Herdís bætir við: „Og hún sagði bara strax: Vá, hvað þetta passar í þættina.“

Þáttunum er lýst sem rómantískum gamanþáttum og voru þeir fyrst sýndir í apríl árið 2014. Þriðja sería þáttanna er nú í sýningu og má heyra lag East of my Youth í þættinum sem sýndur verður þann 17. maí næstkomandi. Þættirnir segja frá vinkonunum Karma og Amy sem hafa lengi reynt að öðlast vinsældir í skólanum. Ekki hefur það gengið sem skyldi og í kjölfar misskilnings koma þær út úr skápnum sem par og öðlast samstundis gríðarlegar vinsældir. Í þáttunum er svo fylgst með margvíslegum afleiðingum þessa.

East of my Youth er með PR-skrifstofu í London þar sem umboðskona þeirra er staðsett og hafa þær meðal annars komið fram á tveimur Showchase-tónleikum þar í borg. Þær segja það vissulega gott tækifæri og mögulegan stökkpall fyrir tónlist þeirra að fá lag í þáttinn.

„Nú er bara búið að læsa lagið inn í þáttinn, þannig þetta er bara „signed, sealed, delivered“,“ segir Thelma hlæjandi en töluverð áhersla er lögð á að kynna nýja tónlist í þættinum og er meðal annars gerður lagalisti á tónlistarveitunni Spotify eftir hvern þátt og er áhorfendamarkhópurinn ungt fólk.

„Reyndar ekki, en litli bróðir minn sem er í MR froðufelldi alveg af æsingi af því það eru víst allir í MR að horfa á þetta,“ svarar Herdís þegar hún er spurð að því hvort þær hafi horft á Faking It. „Þetta er svolítið svona eins og The O.C. fyrir okkar kynslóð,“ segir Thelma.

Þær eru því spenntar fyrir komandi tímum og eru sem stendur staðsettar í Berlín þar sem þær vinna að því að klára plötuna sína og skjóta ekki loku fyrir að efnt verði til útgáfutónleika hér á landi eftir útgáfuna. „Það verða haldnir tónleikar með pompi og prakt einhvers staðar,“ segir Thelma hress að lokum.

 

(eftir Gyðu Lóu Ólafsdóttur)

Hlusta má á lagið Mother hér.

Álit á lögum í Rússlandi um óæskileg félagasamtök

Álit á lögum í Rússlandi um óæskileg félagasamtök

herdís feneyjanefnd moska maí 2016Þingmannasamkunda Evrópuráðsins fór þess á leit við Feneyjanefnd að hún gæti álit sitt á lögum um “óæskileg félagasamtök, erlend og alþjóðleg” sem Duman, rússneska þingið samþykkti hinn 19. maí 2015 (Federal Law No. 129-F3 on Amending Certain Legislative Acts of the Russian Federation). Af þessu tilefni fóru sérfræðingar á vegum nefndarinnar til Moskvu og áttu fundi með þingmönnum, utanríkisráðuneyti, innanríkisráðuneyti, ríkissaksóknara, umboðsmanni mannréttinda sem og fulltrúum frá hinu borgaralega samfélagi, dagana 10. og 11. maí 2016.

Drög að áliti verða lögð fyrir Feneyjanefndina á næsta almenna fundi hennar hinn 10-11. júní n.k.

Fer yfir umdeild lög um internetið í Tyrkland

Fer yfir umdeild lög um internetið í Tyrkland

formaður bar ass 2Er í teymi sérfræðinga sem eru með til skoðunar afar umdeild lög í Tyrklandi um internetið. Áttum fundi í vikunni í Ankara, höfuðborg Tyrklands með stjórnvöldum; ráðuneyti fjarskipta, innanríkisráðuneyti, hæstarétti, stjórnlagadómstól landsins, lögmannafélaginu og núverandi formanni þess (en sá fyrri var myrtur sl haust en hann var þekktur fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum.)  Þingmannasamkunda Evrópuráðsins fór þess á leit við Feneyjanefnd að skoða hina umdeildu lagasetningu og álykta um það hvort hún stæðist Mannréttindasáttmála Evrópu og alþjóðleg viðmið um tjáningarfrelsi, vernd blaðamanna, frelsi fjölmiðla, friðhelgi einkalífs ofl. Álitið verður til umfjöllunar á aðalfundi nefndarinnar í júní 2016. Sjá hér.

Á meðfylgjandi mynd er Metin Feyzioğlu núverandi formaður lögmannafélags Tyrklands. Eftir fund með honum var ekki annað hægt en að dást að hugrekki hans.

Á neðri myndinni eru sérfræðingar sem vinna að áliti um tyrknesku internet lögin og hvort þau standist þær kröfur sem alþjóðlegir mannréttindasamningar sem Tyrkland er aðili að gera. Frá vinstri er Wolfgang Benedik prófessor við lagadeild háskólans í Graz í Austurríki, Pieter van Dijik fyrrum dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og fulltrúi í Feneyjanefnd, Karmen Turk lögfræðingur og sérfræðingur á sviði internetsins, Herdís Þorgeirsdóttir, Simona Granata-Menghini og Ziya Tanyar, bæði starfandi fyrir Feneyjanefnd Evrópuráðsins í Strassborg.

herdís heimsókn í hæstarétt ankara

Heimsókn í hæstarétt í Ankara.

herdís heimsókn í hæstarétt

Venice Com visit on Internet Law in Ankara 200416

Turkey – forthcoming opinion on the “Internet Law” – visit to the country

19/04/2016 – 20/04/2016

Ankara – In the framework of the preparation of an opinion on the regulation of publications on the internet and combating crimes committed by means of such publication, a delegation of the Venice Commission will visit Turkey on 19-20 April 2016.

The delegation will meet with the representatives of the following Turkish authorities: the Ministry of Transport, Maritime Affairs and Communications, the Telecommunication Communication Presidency, the Union of Access Providers, the Court of Cassation, the Union of Turkish Bar Associations, the Ministry of Justice, the Prosecutor’s Office, Peace Courts’ Judges and the Constitutional Court.

The delegation composition is as follows:

• Ms Herdis KJERULF-THORGEIRSDOTTIR, Vice-President of the Commission, Iceland
• Mr Pieter van DIJK, Former Member of the Commission, State Councillor, the Netherlands
• Mr Wolfgang BENEDEK, Expert, University Professor, Graz University, Austria
• Ms Simona GRANATA-MENGHINI, Deputy Secretary of the Commission
• Mr Ziya TANYAR, Legal Advisor, Division of Democratic Institutions and Fundamental Rights, Secretariat of the Venice Commission

The opinion was requested by the PACE following its Resolution 2035(2015) on the protection of journalists and of media freedom in Europe and will be discussed at the June 2016 plenary session.

 

Sjá umfjöllun á vef tyrknesku lögmannasamtakanna /Union of Turkish Bar Associations

Dr. Herdis Thorgeirsdottir Başkanlığındaki Venedik Komisyonu Heyeti ve Ulaştırma Bakanlığı temsilcileri, 5651 sayılı İnternet Ortamında Yapılan Yayınların Düzenlenmesi ve Bu Yayınlar Yoluyla İşlenen Suçlarla Mücadele Edilmesi Hakkındaki Kanun ve uygulaması hakkında değerlendirmeler yapmak üzere Türkiye Barolar Birliği’ni ziyaret ettiler.

 

Að hafa átt samtal við þjóðina

Að hafa átt samtal við þjóðina

bessastadir-20261Fjöldi fólks hefur nú boðið sig fram til að gegna embætti forseta Íslands. Ekki sér fyrir endan á framboðum.  Forseti Íslands er þjóðhöfðingi, æðsti embættismaður ríkisins og kemur fram fyrir hönd lands og þjóðar á alþjóðavettvangi. Burtséð frá því hvort fólki finnst þetta embætti tímaskekkja eða hvaða breytingar megi hugsanlega gera á því, þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvaða kröfur eigi að gera til þess sem sækist eftir því að verða forseti Íslands.

 

  1. Forseti Íslands þarf að hafa gott vald á íslenskri tungu; þekkja menningararfinn og söguna.
  2. Forseti Íslands þarf að kunna skil á stjórnskipun landsins og hafa skarpa sýn á hugmyndafræðileg ágreiningsmál í samfélaginu.
  3. Forseti Íslands þarf að hafa gert sig gildandi á alþjóðavettvangi og vera vel mæltur á önnur tungumál.
  4. Forseti Íslands þarf að vera þekktur af verkum sínum (í ritinu Stjórnskipunarréttur eftir Ólaf Jóhannesson segir að forseti þurfi að vera“hæfileikamaður”).
  5. Síðast en ekki síst þarf sá sem sækist eftir þessu embætti að “hafa átt samtal við þjóðina”, lagt eitthvað af mörkum í þjóðfélagsumræðunni, skrifað eða talað fyrir einhverju málefni sem hefur haft áhrif í samfélaginu, jafnvel einnig alþjóðlega.

Því má svo við bæta að auðvitað skiptir öllu máli að þetta æðsta embætti þjóðarinnar skipi heiðarleg, réttsýn og velviljuð manneskja.