herdís feneyjanefnd moska maí 2016Þingmannasamkunda Evrópuráðsins fór þess á leit við Feneyjanefnd að hún gæti álit sitt á lögum um “óæskileg félagasamtök, erlend og alþjóðleg” sem Duman, rússneska þingið samþykkti hinn 19. maí 2015 (Federal Law No. 129-F3 on Amending Certain Legislative Acts of the Russian Federation). Af þessu tilefni fóru sérfræðingar á vegum nefndarinnar til Moskvu og áttu fundi með þingmönnum, utanríkisráðuneyti, innanríkisráðuneyti, ríkissaksóknara, umboðsmanni mannréttinda sem og fulltrúum frá hinu borgaralega samfélagi, dagana 10. og 11. maí 2016.

Drög að áliti verða lögð fyrir Feneyjanefndina á næsta almenna fundi hennar hinn 10-11. júní n.k.