Myndræn birting misréttis

Myndræn birting misréttis

 

Á meðfylgjandi mynd er framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu. Evrópusamtök kvenlögfræðinga hafa sent frá sér bréf til stjórnvalda í 17 ríkjum evrusvæðisins til að mótmæla því að 17. sætið í stjórn bankans verði skipað karlmanni en fyrir eru eintómir karlar. Þar að auki er sex manna framkvæmdastjórn skipuð eintómum körlum.

Ekki gefst tækifæri til að skipa konu í stjórn bankans fyrr en 2018 ef þetta eina sæti sem enn er laust verður skipað karli. Hér er ályktun Evrópusamtaka kvenlögfræðinga um nauðsyn þess að skipa konur í stjórnir fyrirtækja frá 2008 – en framkvæmdastjórn Evrópuráðsins hefur í hyggju að setja lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja – þar sem treglega hefur gengið að uppfylla markmið byggð á jafnréttissjónarmiðum.

Talið frá vinstri: Michael D. Weeks, John F. Hughes, Jr., B. Martelle Marshall, J. Bryant Kittrell III, George Thomas Davis, Jr., R. S. Spencer, Jr., A. Dwight Utz, Joseph T. Lamb, Jr.

Peningaöflin og pólitíkin í Rússlandi

Peningaöflin og pólitíkin í Rússlandi

russian oligarchsLengi hef ég bent á þær hættur sem lýðræði stafar af tengslum peningaafla og stjórnmála. Nú eru rússnesk stjórnvöld í sviðsljósinu vegna réttarhaldanna yfir Pussy Riot en þær tróðu upp í rétttrúnaðarkirkju til að mótmæla Pútin og pólitískri spillingu. Athygli heimsins beinist nú að Pussy Riot en mikilvægt er að setja í samhengi og gleyma ekki hverju þær eru að mótmæla – og að slík spilling og vaxandi ójöfnuður er ein helst ógn við lýðræði og mannréttindi í heiminum nú. Þeir sem eru að berjast fyrir mannréttindum í Rússlandi og fyrrum ríkjum Sovétríkjanna sæta margir miklu harðræði, andlegum og líkamlegum pyntingum.

Í dag ákallaði GRECO-hópur Evrópuráðsins Rússa um að skera upp herrör gegn mútum og  auka gagnsæi á tengsl peningaafla og stjórnmálamanna. Miklar áhyggjur eru innan Evrópuráðsins vegna stuðnings peningaafla við ákveðna stjórnmálamenn í í rússneska sambandslýðveldinu. Bent er á að núgildandi lög um fjárframlög til stjórnmálamanna séu flókin, stöðugt sé verið að breyta þeim til að skapa svigrúm til að túlka þau með ýmsum hætti sem og  framkvæmd þeirra. Sérstakar áhyggjur eru af meintri tilvist mikils fjárstreymis sem falli utan ramma laganna og víðtækri misbeitingu stjórnvalda í þágu ákveðinna stjórnmálamanna í kosningum.

Í einkavæðingarferlinu á tíunda áratug síðustu aldar, eftir hrun Sovétríkjanna, fór ómældur auður frá ríkinu til einkaðaðila. Einkavæðingarferlið í Rússlandi var gerspillt en auðurinn er víst óafturkræfur. Í aðdraganda kosninganna fyrr á þessu ári  lýsti Pútin því yfir að þeir sem hefðu hagnast á óheiðarlegu einkavæðingarferli ættu að greiða eignaskatt í eitt skipti en með þeim hætti gætu þær eignir og auður sem þessir aðilar fengu í einkavæðingarferlinu talist lögmæt.

Gagnrýnendur Pútins, þ.á.m. Boris Nemtsov fyrrverandi ráðherra, benda á að þeir sem eru nánir valdhöfum og náttúrulegum auðlindum séu að verða ríkari. Samkvæmt Alþjóðabankanum voru 13 prósent í Rússlandi undir fátækramörkum 2010.

Samkvæmt lista Forbes í mars 2012 eru 95 milljarðamæringar í Rússlandi. Kína sem er tíu sínnum fjölmennara á „aðeins“ 14 fleiri milljarðamæringa en Rússar. Rússnesku milljarðamæringarnir eru metnir á bilinu 18.1 milljarður bandaríkjadala niður í 6.5 samkvæmt Forbes listanum.

Réttarhöld í málaferlum tveggja rússneskra auðkýfinga í London fyrr á þessu ári vörpuðu ljósi á það með hve skuggalegum hætti þessir forríku olígarkar auðguðust með skjótum hætti á tíunda áratug síðustu aldar. Gögn sem komu fram í réttarhöldunum beindu sjónum að ótrúlegum auði og lífsstíl þessarar nýrríku rússnesku elítu, glæsihýsum um alla veröld, lúxussnekkjum, glæsibifreiðum, dvölum á lúxushótelum – sýn inn í heim, handan og ofan þess, sem flestir aðrir íbúar jarðarinnar geta  ímyndað sér.

Smávægilegar lagabreytingar virka sem siðvæðing spillingar í því ástandi sem hér er lýst að ofan.

Skortur á samkennd

Skortur á samkennd

older peopleNýlega benti umboðsmaður heilsugæslunnar í Svíþjóð á ýmsa annmarka sem fylgja einkavæðingu stofnana fyrir eldri borgara í kjölfar hneykslismála, sem upp komu vegna slæmrar meðferðar á fullorðnu fólki.

Sænskir fjölmiðlar hafa flutt fréttir af því hvernig fyrirtæki, sem rekur stofnanir fyrir eldri borgara hefur sett gróðann af rekstrinum á oddinn, góð laun og bónusa fyrir stjórnendur í stað þess að sinna þörfum þeirra sem búa á stofnununum.

Benti umboðsmaðurinn á að þessir eldri borgarar væru ekki að njóta áhyggjulauss ævikvölds.  Réttindi þeirra væru brotin með margvíslegum hætti. Þeim væri hvorki sýnd hlýja né virðing og fagmennsku í umönnun þeirra væri stórlega ábótavant.

Flestir vilja verða gamlir en enginn vill vera gamall og alls ekki ef  viðhorfin hér að ofan verða ríkjandi.

Margir af eldri kynslóðinni, hvort sem er hér eða annars staðar, voru aldir upp við það að taka ekki að sér verk nema að geta sinnt þeim sómasamlega. „Yfir litlu varstu trúr og yfir mikið mun ég setja þig“ var boðskapurinn – enginn yrði góður skipstjóri nema að hafa verið góður háseti.

Í græðgis- og neysluvæðingu undafarinna áratuga hefur þessum boðskap verið snúið á hvolf. Menn eru oft og iðulega settir yfir mikið óháð verðleikum. Af hverju skyldi það vera hægt? Vegna þess að aðrir axla ábyrgð af því sem fer úrskeiðis þegar hæfileikalausir eða óábyrgir einstaklingar eru settir i stöður sem þeir valda ekki.

Dæmin blasa alls staðar við. Íslendingar súpa seyðið af vitleysunni í kringum einkavæðingarferli bankanna um ókoma tíð. Nafngiftin andverðleikasamfélagið hefur fest sig í sessi. Menn eru skipaðir út og suður án þess að vera hæfir. Flokksskírteini vegur oft þyngra en prófskírteinið. Engum dytti í hug að skipa landsliðið í fótbolta út frá flokksskírteinum. En þegar tapinu er hvort eð er velt yfir á almenning skipta hæfnissjónarmið minna máli.

Hér hefur þróast það sem ég kalla „fyrirtækja-flokksræði“ – óformlegt bandalag fjársterkra  hagsmunaðila og stjórnmálamanna þar sem ítök í fjölmiðlum skipta miklu. Í samfélagi sem er stýrt með þessum hætti dafna óæskilegir eiginleikar mannlegrar breytni. Þótt fólk skynji órétt og finni lyktina af spillingu þegir það af því að þeir sem ljóstra upp um slíkt eru „jaðraðir“ – settir út á jaðarinn og oft sæta þeir þaðan einelti frá varðhundum kerfisins.  Ungu konurnar í Pussy Riot , sem íslenska „kerfið“ tekur nú upp á arma sína – voru að hrópa út á jaðrinum. Þær voru að andmæla kerfi þar sem pólitískt vald byggir á peningaöflum.

Samkennd, ein af forsendum siðaðs samfélags, blómstrar ekki í „fyrirtækja-flokksræði“. Þeir sem hagnast á því fyrirkomulagi tímabundið verða einhvern tíma gamlir eins og sænsku fórnarlömbin á stofnunum, sem rekin eru af bíræfnum aðilum.  Þeir sem hagnast á vondu kerfi verða fórnarlömb þess síðar. Sama hver á í hlut.

Valdakerfi karla

Valdakerfi karla

 

Mitt Romney kynnir varaforsetaefni sitt, Paul Ryan. Hingað til hafa 44 gegnt stöðu forseta – allt karlar og 47 gegnt stöðu varaforseta – allt karlar.

Konur eru 157 milljónir í Bandaríkjunum en karlar 151.8 milljónir.    Konur eru 58,6 % af vinnuaflinu en um 1% ráða yfir 43% alls auðs í Bandaríkjunum.

Paul Ryan er 42 ára – vill draga úr skattlagningu á þá ríku og og draga úr útgjöldum til velferðarmála.  Hann hefur setið á þingi síðan hann var 28 ára og hefur enga reynslu úr viðskiptalífinu en er formaður fjárlaganefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Hver sem niðurstaða kosninganna verður eru Bandaríkin í ógöngum. „Við munum endurreisa Bandaríkin sem stórveldi“ sagði Ryan við útnefninguna.

Um 7,5 milljón kvenna búa við sára örbirgð og rúm 40% einstæðra mæðra í Bandaríkjunum búa við fátækt.

Áhrif Tolstoys á Gandhi og Martin Luther King á borgaralega óhlýðni

Áhrif Tolstoys á Gandhi og Martin Luther King á borgaralega óhlýðni

Leo Tolstoy. Myndin er tekin 1908 tveimur árum áður en hann dó.

7. ágúst 2012

Hvað eiga presturinn og mannréttindafrömuðurinn Martin Luther King (1929-1968), frelsishetja Indverja Mathma Gandhi (1869-1948) og rússneski rithöfundurinn Leo Tolstoy (1828-1910) sammerkt? Jú, hugsjónina um að þjóna mannkyni í baráttu fyrir réttlæti með friðsamlegri andstöðu og borgaralegri óhlýðni. Martin Luther King tók upp baráttuaðferðir Gandhis  um friðsamleg mótmæli og borgaralega óhlýðni – en Gandhi varð fyrir áhrifum af Leo Tolstoy og skrifaði honum eftir að hann las bók hans Guðsríki er innra með yður. Þar segir Tolstoy að allt hugsandi fólk verði að taka afstöðu um hvort það ætli að feta þrönga veginn og berjast fyrir réttlæti. Tolstoy benti einnig á hvernig valdhafar hafa lag á því að láta fólkið sjálft verða þátttakendur í því að viðhalda þeim ójöfnuði og óréttlæti sem viðgengst – þannig að hinir undirokuðu eru farnir að beita sjálfa sig harðræði —- þegar fólk samsamar sig með skoðanakúgun mætti það minnast þess að Jesú gekk inn í helgidóminn í Jersúsalem og tók að reka út þá sem voru að selja þar og kaupa og hratt um borðum víxlaranna . . . húsið sem átti að vera bænahús höfðu þeir gert að ræningjabæli.

Að gagnrýna spillingu og stöðuga viðleitni þeirra sem eru við völd að viðhalda ríkjandi ástandi – er ekki borgaraleg óhlýðni heldur borgaraleg skylda.

Mathma Gandhi og Martin Luther King.