Feneyjanefnd í fréttum CNN

herdís cnn tyrklandVinna Feneyjanefndar, stjórnskipulegs álitsgjafa hinna 47 aðildarríkja Evrópuráðsins, hefur verið mikið í fréttum í Tyrklandi í kjölfar þess að neyðarlög voru sett í landinu. Herdís Þorgeirsdóttir, varaforseti Feneyjanefndar, fór fyrir sendinefnd í Ankara í febrúar þar sem nefndin ræddi við embættismenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, dómara o.fl. vegna fyrirhugaðra breytinga á stjórnskipun landsins; vegna ástandsins á fjölmiðlamarkaði þar sem hátt í 200 fjölmiðlum hefur verið lokað á grundvelli neyðarlaga. Þúsundum opinberra starfsmanna hefur verið vikið frá störfum; hundruð blaðamanna sitja í fangelsi og almennur ótti ríkir í landinu.

Sjá frétt CNN í Tyrklandi um fund okkar með stjórnvöldum: http://www.cnnturk.com/video/turkiye/venedik-komisyonu-uyeleri-mecliste

Um Herdísi

Um Herdísi

Dr. juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís er höfundur bóka og greina, sem hafa birst alþjóðlega.  Hún hefur mikla reynslu af…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. Since 2003 she has been a member of the Network of Legal Experts that ensures the European Commission is kept informed in relation to important legal…