62 auðugustu eiga meira en helmingur jarðarbúa!

línuritBilið milli hinna vellauðugu og þeirra fátækustu hefur aldrei verið meira. Nýútkomin Oxfam-skýrsla sýnir að samanlagður auður 62 ríkustu manna heims er jafnmikill og helmingur jarðarbúa á.

Það er engin tilviljun að Oxfam-skýrslan kemur út núna í sömu viku og hinir vellauðugu funda á árlegri heimsráðstefnu um efnahagsmál í Davos. Skýrslan sýnir að 1% jarðarbúa á meira en 99% en 50% þeirra fátækustu hafa orðið 41% fátækari á árunum 2010-2015. Á sama tíma hefur auður hinna ríkustu 62 aðila aukist um 500 milljarða dollara upp í 1,76 trilljónir.

Þeir sem allt eiga komast fyrir í einni rútu, eins og talsmaður Oxfam benti á. Stjórnmálamenn sem mega sín lítils gagnvart fjármálaöflunum hafa ekkert gert til að sporna við þessari þróun. Ójöfnuður eykst stöðugt. Pólitísk völd safnast á þessar fáu hendur sem hafa sópað til sín megninu af auði heims.

Lýðræði, mannréttindi og réttarríki geta ekki þrifist í þessari þróun. Einn af hverjum níu sveltur. Kallað hefur verið eftir aðgerðum – jafnt af Frans páfa sem alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Það verður að skoða þessa þróun í samhengi við allt annað.

Sjá hér.

Um Herdísi

Um Herdísi

Dr. juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís er höfundur bóka og greina, sem hafa birst alþjóðlega.  Hún hefur mikla reynslu af…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…