Reykjanesbær skartaði sínu fegursta í dag. Starfsfólk Hitaveitu Suðurnesja, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, ásamt starfsfólki í Leifsstöð tóku ekki síður fallega á móti Herdísi og ræddu við hana um pólitík og hlutverk forseta. Reykjanesbær hefur breyst mikið síðan Herdís sleit barnsskónum í Grænási en þar bjó hún frá 6 til 13 ára aldurs. Rúnar Júl og Jói Helga minnast einmitt Keflavíkur 7. áratugarins með laginu sínu um Keflavíkurnætur:

Miðstöð símenntunar, ásamt skrifstofum Víkurfrétta og stéttarfélaga á svæðinu eru í stórglæsilegri nýrri byggingu við Lúndúnatorg, en til stendur að fleiri torg verði nefnd í höfuðið á stórborgum, enda við hæfi í bænum við Alþjóðaflugvöllinn.

Herdís ásamt starfsfólki verkalýðsfélaga og Kristni hjá Miðstöð Símenntunar.

Áður en haldið var heim á leið var litið við í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Nettó og fólk tekið tali. Ekki síst til að minna á að Herdísi yrði fyrsti forseti af Suðurnesjum!