Yearly Archives: 2015

Endurkjörin varaforseti Feneyjanefndar

Endurkjörin varaforseti Feneyjanefndar

 

Herdís ný stjórn Feneyjanefnar 2015

Á meðfylgjandi mynd eru nýkjörnir varaforsetar ásamt forsetanum Gianni Buquicchio, talið f.v. Christopher Grabenwarter dómari við stjórnlagadómstól Austurríkis, Hanna Suchocka lagaprófessor og fyrrum forsætisráðherra Póllands, Gianni Buquicchio forseti nefndarinnar frá 2009 og Herdís Þorgeirsdóttir.

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin varaforseti nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum, betur þekkt sem Feneyjanefndin, hinn 20. desember s.l. og var hún sú eina af þremur varaforsetum kjörnum í síðustu kosningum 2013 sem hlaut endurkjör.

Feneyjanefndin nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi en hún er ráðgefandi aðili Evrópuráðsins um stjórnskipuleg málefni og gætir áhrifa hennar gæti langt út fyrir raðir Evrópuráðsins. Hlutverk Feneyjanefndar er að ráðleggja aðildarríkjum og aðstoða þau við að aðlaga löggjöf og stofnanir til samræmis við evrópsk og alþjóðleg viðmið á sviði lýðræðis, mannréttinda og réttarríkis. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vitnað til álita Feneyjanefndar í tugum dómsmála undanfarin ár.

Aðild að Feneyjanefnd eiga 60 ríki, þar af öll 47 aðildarríki Evrópuráðsins auk Bandaríkjanna, Brasilíu, Chile, Perú, Mexíkó, Ísraels, Suður-Kóreu, Alsírs, Marokkó, Túnis og nokkurra ríkja í mið-Asíu. Fimm ríki eiga óformlega aðild að Feneyjanefnd, þ.á m. Kanada og Suður-Afríka. Framkvæmdastjórn Evrópuráðsins og Efnahags, öryggis og samvinnustofnun Evrópu taka þátt í aðalfundum nefndarinnar, sem haldnir eru ársfjórðunglega í Feneyjum.

Í nefndinni eiga sæti lögfræðingar skipaðir af aðildarríkjum en sem starfa sjálfstætt og óháð þeim. Forseti nefndarinnar er Ítalinn Gianni Buquicchio sem hefur verið forseti frá 2009. Herdís var skipuð aðalfulltrúi Íslands í Feneyjanefnd 2010 og hefur gegnt mikilvægum störfum fyrir nefndina síðan bæði sem sérfræðingur á sviði mannréttinda og stjórnskipunar og undanfarin ár sem varaforseti í samskiptum við aðildarríkin. Hún er doktor í lögum frá lagadeild háskólans í Lundi og með M.A.L.D. gráðu í þjóðarétti og alþjóðastjórnmálum frá Fletcher School of Law í Boston. Hún er í hópi þekktra fræðimanna alþjóðlega á sviði tjáningarfrelsis. Herdís var skipuð prófessor við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 en starfar nú sem lögmaður. Hún hefur verið kjörin til fleiri trúnaðarstarfa alþjóðlega; var í tvígang kjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga og er í stjórn evrópsku lagaakademíunnar frá 2012.

Sjá frétt á heimasíðu Evrópuráðsins og utanríkisráðuneytisins og á visir.is.

(Á meðfylgjandi mynd eru nýkjörnir varaforsetar ásamt forsetanum Gianni Buquicchio, talið f.v. Christopher Grabenwarter dómari við stjórnlagadómstól Austurríkis, Hanna Suchocka lagaprófessor og fyrrum forsætisráðherra Póllands, Gianni Buquicchio forseti nefndarinnar frá 2009 og Herdís Þorgeirsdóttir.)

image002

Ásamt -Roberto de Figueiredo Caldas forseta milliríkjadómstóls Ameríkuríkja á sviði mannréttinda (Inter-American Court of Human Rights) sem er með aðsetur í Costa Rica. Sjálfur er hann frá Brasilíu þar sem hann var lögmaður.

 

Starfsfélagi í Feneyjanefnd

Starfsfélagi í Feneyjanefnd

Meðfylgjandi mynd er af tveimur fulltrúum í Feneyjanefnd; a.v. Herdísi Þorgeirsdóttur frá Íslandi og h.v.  fulltrúa Bandaríkjanna Söru Cleveland á fundi undirnefndar um grundvallaréttindi 18. desember s.l.  Sara Cleveland er prófessor við lagadeild Columbia-háskólans í New York. Hún er framúrskarandi fræðimaður og starfar náið með tveimur mjög þekktum konum; önnur er Hillary Clinton, sem núContinue Reading

Santiago, Chile: Samanburður á vernd hinna berskjölduðu

Santiago, Chile: Samanburður á vernd hinna berskjölduðu

Var með framsögu á alþjóðlegri ráðstefnu um stjórnskipulega vernd hópa sem eru berskjaldaðir fyrir fátækt, heilsuleysi eða vegna æsku eða elli. Ráðstefnan var haldin af Stjórnlagadómstól Chile í samvinnu við Feneyjanefnd, nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum dagana 4. -5. desember. Ráðstefnuna sóttu forsetar æðstu dómstóla Rómönsku Ameríku, þ.á m. Milliríkjadómstóls Ameríku sem er staðsettur íContinue Reading

Jöfn tækifæri á stjórnmálavettvangi

Jöfn tækifæri á stjórnmálavettvangi

  Var einn af fyrirlesurum á ráðstefnu um jafnrétti kynjanna á stjórnmálavettvangi sem haldin var í Tbilisi í Georgíu. Ræddi meðal annars um sérstakar, tímabundnar ráðstafanir til að flýta fyrir því að raunverulegt jafnrétti karla og kvenna náist enda teljist slíkt ekki mismunun eða hafi í för með sér að ójöfnum eða ólíkum skilyrðum séContinue Reading

Heimsþing um lýðræði í Strassborg

Heimsþing um lýðræði í Strassborg

Herdís Þorgeirsdóttir var með framsögu á heimsþinginu um lýðræði í Strassborg þar sem þemað var um lýðræði eða aukið eftirlit. Herdís talaði í panel um þar sem til umfjöllunar var hvernig standa ætti vörð um hið borgaralega samfélag nú þegar stjórnvöld setja baráttuna gegn hryðjuverkum í forgang. Herdís fjallaði almennt  um lög gegn hryðjuverkum, nýsettContinue Reading

Kristinn Björnsson – minningarorð

Kristinn Björnsson – minningarorð

Nærvera Kristins Björnssonar fór ekki fram hjá fólki. Hann var glæsimenni. Sé hann fyrir mér hávaxinn, ljóshærðan, með gleraugun og bros í augunum; umkringdan fólki. Hann var með skemmtilegri mönnum, fyndinn, fljótur til svars og glöggur á menn og málefni. Í hugann kemur upp kvöld á Fjólugötu, æskuheimili þeirra systkina, hans, Emilíu vinkonu minnar, SjafnarContinue Reading

Tala á fundi Evrópuráðsnefndar um lagalega samvinnu aðildarríkja

Tala á fundi Evrópuráðsnefndar um lagalega samvinnu aðildarríkja

Var beðin að vera með framsögu á fundi nefndar Evrópuráðsins um lögfræðilega samvinnu aðildarríkjanna 47. Fundurinn fór fram í Evrópuráðshöllinni í Strassborg hinn 30. október. Umfjöllunarefnið var kynjasamþætting í löggjöf og stefnumótun. Konur eru enn beittar misrétti þrátt fyrir jafnréttislöggjöf og alþjóðlega samninga. Það er full þörf á að hafa áhyggjur af því að konurContinue Reading

Aðalfundur Feneyjanefndar 23. október 2015

Aðalfundur Feneyjanefndar 23. október 2015

Stýri hér á myndinni fundi Feneyjanefndar eftir hádegi föstudaginn 23. október þar sem tekin eru fyrir drög að álitum nefndarinnar varðandi lög sem eiga að stemma stigu við pólitískri spillingu í Úkraínu og fjárframlögum til stjórnmálamanna. Chairing the Friday afternoon session of the 104th Plenary of the Venice Commission examining with a view to adoptionContinue Reading

Samhljómur: Helga Þórarins víóluleikari

Samhljómur: Helga Þórarins víóluleikari

 Tónlistarmenn og vinir Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara halda tónleika henni til styrktar í Norðurljósasal Hörpu sunnudagskvöldið 11. október kl. 20. Helga var leiðari víóludeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í fjölda ára allt þar til að hún í nóvember 2012 lenti í slysi og varð fyrir mænuskaða. Einnig spilaði hún víða sóló, kammertónlist og fleira ásamt því að sinnaContinue Reading

Ársþing Alþjóðasamtaka Lögmanna í Vín

Ársþing Alþjóðasamtaka Lögmanna í Vín

Var með fyrirlestur á ársþingi alþjóðasamtaka lögmanna (International Bar Association) sem nú stendur yfir í Vín. Umræðum stjórnaði barónessa Helena Kennedy (yst til hægri) sem á sæti í bresku lávarðadeildinni. Á myndinni eru aðrir framsögumenn á fundinum í morgun, Lucy Scott-Moncrieff lögmaður í London og Nick Stanage en hann og barónessa Kennedy eru lögmenn áContinue Reading