skaðabótalög

Umræða um skaðabótalög í kjölfar umfjöllunar DV. Þetta birtist um málið á heimasíðu dómsmálaráðherra 13. jan. 2006:

 Þingflokkur sjálfstæðismanna kom saman í hádeginu og samþykkti meðal annars heimild til Sigurðar Kára Kristjánssonar til að flytja frumvarp til að bæta varnir á æru fólks og hækka skaðabætur til þeirra, sem verða fyrir árásum á æru sína. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst, virðist andvíg því, að lögum sé breytt á þennan veg, betra sé að setja lög um innra starf fjölmiðla.