Á síðasta aðalfundi Feneyjanefndar árið 2024 voru samþykkt álit er lutu að Albaníu (Framkvæmd þingsins á ákvörðunum Stjórnlagadómstóls); lagalegar lausnir á framkvæmd kosninga á Haiti; breytingar á stjórnarskrá Póllands varðandi Stjórnlagadómstól; breytingar á lögum varðandi dómara og saksóknara í Serbíu og lög í Tyrklandi um samsetningu dómstólasýslu og saksóknaraembættis og ferli skipunar í þau. Á fundinum var einnig samþykkt uppfærð túlkun á Siðareglum varðandi notkun stafrænnar tækni í kosningum og áhrifum gervigrreindar ásamt greinargerð með skýringum. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er einn höfunda þessa plagss en myndin er frá umræðum sem spunnust fyrir samþykkt á fundinum á laugardeginum 5. desember. Aðrar myndir eru einnig frá fundinum. Sjá hér:https://www.venice.coe.int/webforms/documents/default.aspx?pdffile=CDL-AD(2024)044-e