Samstarfskona mín til tveggja áratuga í tengslaneti lögfræðinga, sem starfa fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á vettvangi jafnréttismála, Maria do Rosário Palma, er félags-  og vinnumálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Portúgal sem hóf kjörtímabil sitt í febrúar 2024. Stjórnin er mynduð af flokkum frá miðju til hægri. Aðeins einn af sautján ráðherrum í þessari stjórn Luis Montenegro hefur reynslu af stjórnarsamstarfi. Aðrir ráðherrar eru allir sérfræðingar á sínu sviði. María er doktor í lögum og fyrrum prófessor við Lissabon háskóla. Við höfum starfað saman í þessu alþjóðlega teymi lögfræðinga í meira en tvo áratugi. Meðfylgjandi mynd af okkur var tekin á fundi í Brussel í árslok 2023, rétt áður en hún skipti um vettvang.