by Herdís Þorgeirsdóttir | 29.05.2006 | ALMANAK
Forseti Íslands bauð Germaine Greer til kvöldverðar og efndi til umræðu um jafnréttismál.
Germaine Greer kom til landsins í dag (sjá frétt úr Mbl. hér fyrir neðan). Hún er í boði forseta Íslands og Tengslanets-ráðstefnunnar Völd til Kvenna, sem ég hef staðið fyrir undanfarin þrjú ár. Forsetinn hélt kvöldverðarboð henni til heiðurs á Bessastöðum en meðal gesta voru Guðrún Erlendsdóttir sem nýlega lét af störfum sem hæstaréttardómari, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar, Guðfinna Bjarnadóttir rektor HR, Elín Hirst fréttastjóri ríkissjónvarpsins, Þórunn Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Listahátíðar, Guðrún Helgadóttir rithöfundur, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, Andri Snær Magnason rithöfundur, Guðjón Friðriksson rithöfundur, Halldór Guðmundsson ritstjóri, Kolbrún Halldórsdóttir þingkona Vinstri Grænna, Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri, og Herdís Þorgeirsdóttir. Kvöldverðurinn var hinn skemmtilegasti. Feministinn og prófessorinn Germaine Greer lét ýmislegt ögrandi flakka. Hið sama gerði rithöfundurinn Andri Snær. Guðrún Erlendsdóttir hélt ræðu og þakkaði forsetanum fyrir hinn skemmtilega kvöldverð en flestar þeirra kvenna sem í boðinu voru munu taka upp þráðinn að nýju á Tengslanets-ráðstefnunni, sem hefst fimmtudaginn 1. júní nk.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 20.05.2006 | ALMANAK
Ársþing EWLA (European Women Lawyers’ Association) í Búdapest, Ungverjarlandi.
Evrópusamtök kvenlögfræðinga voru stofnuð árið 2000 en aðild að félaginu eiga samtök kvenlögfræðinga og kvenna í lögmennsku í aðildarríkjum Evrópusambandslandanna og ríkja sem eiga aðild að EES samningnum.
Herdís Þorgeirsdóttir var kjörin varaforseti EWLA á ársþinginu í Strasbourg 2005. Í stjórn EWLA eru lögmenn, dómarar, lagaprófessorar og lögfræðingar á ýmsum sviðum, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Forseti samtakanna er Leena Linnainmaa sem er aðstoðarframkvæmdastjóri finnska versluanrráðsins. Fyrrum forseti er Elizabeth Mueller og varaforseti Sophia Spiliotopoulos sem er lögmaður í Aþenu og öflug í starfi á sviði jafnréttismála á vettvangi Evrópusambandsins.
Álitið sem Herdís Þorgeirsdóttir skrifaði fyrir EWLA um Vegvísi Evrópusambandsins (Roadmap to Gender Equality 2006-2011) var kynnt á ráðstefnunni en þar voru með framsögu m.a. Renate Jager dómari við Mannréttindadómstól Evrópu en hún er einn af stofnendum EWLA. Margar athyglisverðar málstofur voru haldnar þá tvo daga, sem ráðstefnan stóð yfir; m.a. um mansal, viðskipasiðferði, jafnrétti kynjanna og þróun mannréttinda á vettvangi Evrópusambandsins.
Laugardaginn 21. maí voru nokkrar ályktanir EWLA samþykktar, m.a. um jöfnun hlutfalla kynja í stjórnum fyrirtækja, sem eru skráð á markaði.
Það var félag kvenna í lögmennsku í Ungverjalandi sem átti stóran þátt í að undirbúa ráðstefnuna og var ráðstefnugestum boðið upp á siglingu um Dóná og í kvöldverð í hið mikilfenglegaþinghús í Búdapest sem reist var á tímum Austuríska ungverska keisaradæmisins og er eitt hið glæsilegasta, sem fyrirfinnst í Evrópu.
Myndin hér að ofan var tekin í 192 þrepa stiga þinghússins en í fremstu röð stendur forseti EWLA Leena Linnainmaa í bleikri dragt. Við hlið hennar er Herdís Þorgeirsdóttir varaforseti EWLA. Ofar í stiganum glittir í tvo íslenska þátttakendur, þær Elsu þorkelsdóttur lögfræðing, sem um árabil hefur unnið að jafnrétti kynjanna á Íslandi. Hún er nú búsett í Basel í Sviss þar sem hún starfar sem sjálfstæður sérfræðingur að þessum málum, m.a. fyrir jafnréttisskrifstofu Evrópuráðsins. Hinn íslenski þátttakandinn var Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður hjá Acta en hún er í varastjórn Félags kvenna í lögmennsku á Íslandi.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 19.04.2006 | ALMANAK
Meginþema ráðstefnunnar Tengslanet – Völd til kvenna í ár er staðalímynd kvenna, kynbundinn frami, fyrirtækjamenning og samskipti kvenna. Í samtali við Silju Björk Huldudóttur segist Herdís Þorgeirsdóttir, skipuleggjandi ráðstefnunnar, ekki trúa öðru en að framsaga Germaine Greer muni hrista upp í umræðunni hérlendis.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 19.04.2006 | ALMANAK
Álit sem Herdís Þorgeirsdóttir skrifaði fyrir EWLA (European Women Lawyers’ Association) um Vegvísi Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í jafnréttismálum (A Roadmap for equality between women and men 2006-2010) og finna má á heimasíðu EWLA. Álitið er hér.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 24.02.2006 | ALMANAK
Dr. Jan Rosen prófessor í einkamálarétti við lagadeild Stokkhólmsháskóla vísar í niðurstöður Herdísar Þorgeirsdóttur varðandi gildissvið 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu á þingiEBU um höfundarrétt í Barcelona. Erindi prófessors Rosen bar titilinn, “Quo vadis copyright?”
by Herdís Þorgeirsdóttir | 18.02.2006 | ALMANAK
Herdís Þorgeirsdóttir var ein af aðalfyrirlesurum á ráðstefnu, sem Feneyjarnefndin (The European Commission for Democracy through Law) stóð fyrir í Búkarest í Rúmeníu 17. – 18. febrúar 2006 (UniDem Seminar on “the pre-conditions for a democratic election”). Ráðstefnan var skipulögð og haldin í samvinnu við utanríkisráðuneyti Rúmeníu en rúmensk stjórnvöld eru nú í forsvari fyrir Ráðherranefnd Evrópuráðsins og opnaði utanríkisráðherra landsins ráðstefnuna. Hana sátu enn fremur Gianni Buquicchio, framkvæmdastjóri Feneyjarnefndarinnar og Lord Russel Johnston fyrrum forseti Evrópuráðsþingsins. Lord Russel Johnston stjórnaði umræðum í kjölfar framsögu Herdísar. Erindi Herdísar fjallaði um aðgengi að fjölmiðlum sem skilyrði fyrir lýðræðislegum kosningum. Aðrir sem voru með framsögu voru m.a. Hans-Heinrich Vogel, prófessor við lagadeild Lundarháskóla en hann fjallaði um fjármögnun kosningabaráttu; Giovanna Maiola, fjölmiðlasérfræðingur hjá OSCE; Didier Vinolas frá franska innanríkisráðuneytinu, Dr.Uwe Serdült frá lagadeild háskólans í Genf og Tobias Zellweger.