Germaine Greer á Tengslanets-ráðstefnu
Ráðstefnan Tengslanet – Völd til kvenna verður haldin í þriðja sinn á Bifröst dagana 1.-2. júní og er hin kunna kvenfrelsiskona Germaine Greer sem er aðalfyrirlesari ráðstefnunnar. Greer kom til landsins í dag. Meginþemað á ráðstefnunni í ár er staðalímynd kvenna, kynbundinn frami, fyrirtækjamenning og samskipti kvenna.
„Það þarf að breyta staðalímyndinni til að ná meiri áhrifum í jafnréttisbaráttunni og það er t.d. gert með því að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja, fjölga konum sem hafa áhrif í að móta þjóðfélagsumræðuna og fjölga konum í háskólaumhverfinu, viðskiptalífinu og dómarastétt, svo fátt eitt sé nefnt. Sé það ekki gert felast í því skilaboð til annarra kvenna um að þær komist ekki upp úr glerþakinu,” sagði Herdís Þorgeirsdóttir skipuleggjandi ráðstefnunnar.
Að sögn Herdísar verður dagskrá ráðstefnunnar með sama sniði og fyrri ár. Hefst hún á göngu á Grábrók síðdegis fimmtudaginn 1. júní og veislu í Paradísarlaut í kjölfarið. Ráðstefnan sjálf verður sett á föstudagsmorgni og lýkur með móttöku forseta Íslands á Bessastöðum að kvöldi dags.
Germaine Greer er eitt af stóru nöfnunum
1.-2. júní 2006:
Ástralski rithöfundurinn og kvenréttindakonan Germaine Greer er eitt af stóru nöfnunum í kvenfrelsishreyfingunni. Greer gegndi lengst af prófessorsstöðu í enskum bókmenntum við Háskólann í Warwick á Englandi og er ötull og beittur penni. Frægasta bók hennar, The Female Eunuch, sem út kom 1969, hafði mikil áhrif á kvenfrelsishreyfinguna upp úr 1970, en í bókinni heldur hún því fram að hinum sanna persónuleika kvenna sé haldið niðri af gildismati karla. Af öðrum verkum Greer má nefna Sex and Destiny sem út kom árið 1984, en þar heldur hún því fram að þjóðfélög Vesturlanda séu fjandsamleg börnum og frelsið í kynferðismálum þar sé manninum óeðlilegt. Fyrir sex árum má segja að Greer hafi fylgt The Female Eunuch eftir með útgáfu bókarinnar The Whole Woman þar sem hún heldur því fram að aftur sé kominn tími fyrir konur að reiðast sökum þess hversu sorglega hægt hafi miðað í kvenréttindabaráttunni.
Germaine Greer á Tengslaneti III
Hér má sjá nokkrar svipmyndir frá öðrum degi Tengslanets-ráðstefnunnar sem hófst með opnunarávarpi Herdísar Þorgeirsdóttur, en hún kynnti Germaine Greer til sögunnar. Heyra má saumnál detta þegar hin mikla kempa femínismans hóf mál sitt og talaði í rúma klukkustund. Málflutningur hennar lét engan ósnortinn. Áheyrendur hlógu, klöppuðu, kinkuðu kolli eða hristu höfuðið og margar, athyglisverðar fyrirspurnir komu í lokin. Því næst talaði Guðrún Erlendsdóttir um líf sitt í hefðbundnu vígi karlanna, lögmennskunni og síðar Hæstarétti, en hún var fyrsta konan til að taka sæti þar. Þá tóku við málstofur þar sem fjórar konur voru með 10 mínútna framsögu hver undir fundarstjórn Ingu Jónu Þórðardóttur fyrst; síðan Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þá Hjördísar Hákonardóttur og síðast Tinnu Gunnlaugsdóttur. Erindin voru hvert öðru betra en þau eru undir Tengslanet hér til hliðar á síðunni og þar munu einnig birtast fleiri myndir þegar frá líður.Greer hélt salnum föngnum meðan hún talaði. Skoðanir hennar eru afdráttarlausar. Kvenfrelsi er markmiðið. Konur eiga ekki að stefna að jafnrétti til að komast á toppinn á forsendum karla og traðka þar á öðrum konum. Konur eiga að auðga líf sitt (og um leið annarra í kringum sig) á eigin forsendum en ekki karlanna. Hún setti fram líkinguna um apasamfélagið þegar hún lýsti fyrirtækjamenningu nútímans, þar sem aðal górillan raðar í kringum sig já-bræðrum, hinum táknræna trúð, arftakanum og öðrum ófrumlegum af sömu tegund. Fyrirtækjastjórnun karla felst í því að gera ekki neitt – það er það sem skilur á milli kvenna og stjóra. Þær vinna. Karlarnar hirða afraksturinn, segir Greer. Konur eru duglegar. En það er vitleysa að standa í þeirri trú að þeim verði umbunað fyrir dugnað sinn og trúfestu. Jafnvel unglingsstrákar hafa sjálfstraust, sem konur hafa ekki. Hún hvatti konur til þess að leggja ekki svona hart að sér við að sanna sig – þær ættu að láta til sín taka og að sér kveða – eða eins og sagt er á nútímamáli: láta vaða! Og slappa svolítið af.
Hún er þeirrar skoðunar að verðmætamat kvenna sé merkilegra en karla og tími sé kominn til þess að það nái útbreiðslu í samfélaginu.
Germaine Greer er löngu heimsfræg sem ein af guðmæðrum femínismans og sem “drottning gífuryrðanna”. Skoðanir hennar hafa eðlilega breyst í áranna rás. Í upphafi prédikaði hún frjálst kynlíf en hefur síðar skipt um skoðun og gagnrýnt markaðsvæðingu kynlífsins og þær þversagnir sem jafnréttisbaráttan hefur einnig haft í för með sér. Mörg ummæli hennar eru fleyg og The Scotsman sagði um hana að á öld hins tilgerðarlega spuna væri hún svo hispurslaus og hreinskiptin að það skipaði henni í algeran sérflokk.
Germaine Greer í lok Tengslanetsráðstefnu
Tengslanet III – völd til kvenna hefst á Bifröst
Hér má sjá nokkrar svipmyndir frá öðrum degi Tengslanets-ráðstefnunnar sem hófst með opnunarávarpi Herdísar Þorgeirsdóttur, en hún kynnti Germaine Greer til sögunnar. Heyra má saumnál detta þegar hin mikla kempa femínismans hóf mál sitt og talaði í rúma klukkustund. Málflutningur hennar lét engan ósnortinn. Áheyrendur hlógu, klöppuðu, kinkuðu kolli eða hristu höfuðið og margar, athyglisverðar fyrirspurnir komu í lokin. Því næst talaði Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari um líf sitt í hefðbundnu vígi karlanna, lögmennskunni og síðar Hæstarétti, en hún var fyrsta konan til að taka sæti þar. Þá tóku við málstofur þar sem fjórar konur voru með 10 mínútna framsögu hver undir fundarstjórn Ingu Jónu Þórðardóttur fyrst; síðan Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þá Hjördísar Hákonardóttur og síðast Tinnu Gunnlaugsdóttur. Erindin voru hvert öðru betra en þau eru undir Tengslanet hér til hliðar á síðunni og þar munu einnig birtast fleiri myndir þegar frá líður.
Prófessor Germaine Greer hélt salnum föngnum meðan hún talaði. Skoðanir hennar eru afdráttarlausar. Kvenfrelsi er markmiðið. Konur eiga ekki að stefna að jafnrétti til að komast á toppinn á forsendum karla og traðka þar á öðrum konum. Konur eiga að auðga líf sitt (og um leið annarra í kringum sig) á eigin forsendum en ekki karlanna. Hún setti fram líkinguna um apasamfélagið þegar hún lýsti fyrirtækjamenningu nútímans, þar sem aðal górillan raðar í kringum sig já-bræðrum, hinum táknræna trúð, arftakanum og öðrum ófrumlegum af sömu tegund. Fyrirtækjastjórnun karla felst í því að gera ekki neitt – það er það sem skilur á milli kvenna og stjóra. Þær vinna. Karlarnar hirða afraksturinn, segir Greer. Konur eru duglegar. En það er vitleysa að standa í þeirri trú að þeim verði umbunað fyrir dugnað sinn og trúfestu. Jafnvel unglingsstrákar hafa sjálfstraust, sem konur hafa ekki. Hún hvatti konur til þess að leggja ekki svona hart að sér við að sanna sig – þær ættu að láta til sín taka og að sér kveða – eða eins og sagt er á nútímamáli: láta vaða! Og slappa svolítið af.
Hún er þeirrar skoðunar að verðmætamat kvenna sé merkilegra en karla og tími sé kominn til þess að það nái útbreiðslu í samfélaginu.
Germaine Greer er löngu heimsfræg sem ein af guðmæðrum femínismans og sem “drottning gífuryrðanna”. Skoðanir hennar hafa eðlilega breyst í áranna rás. Í upphafi prédikaði hún frjálst kynlíf en hefur síðar skipt um skoðun og gagnrýnt markaðsvæðingu kynlífsins og þær þversagnir sem jafnréttisbaráttan hefur einnig haft í för með sér. Mörg ummæli hennar eru fleyg og The Scotsman sagði um hana að á öld hins tilgerðarlega spuna væri hún svo hispurslaus og hreinskiptin að það skipaði henni í algeran sérflokk.
Guðfinna Bjarnadóttir rektor HR í ræðustól. Fyrir ofan t.v. Una María Óskarsdóttirog Eyrún Magnúsdóttir(Kastljós-kona) úti í kaffipásu. Helga Guðrún Jónasdóttir, Katrín Anna Guðmundsdóttir,Ólína Þorvarðardóttir ogOddný Sturludóttirí pallborði semHjördís Hákonardóttir,nýskipaður hæstaréttardómari stjórnaði.
Þórdís Sigurðardóttirstjórnarform. Dagsbrúnar,Dr. Guðrún Pétursdóttir ogTinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri.
Hér má sjá nokkrar svipmyndir frá öðrum degi Tengslanets-ráðstefnunnar sem hófst með opnunarávarpi Herdísar Þorgeirsdóttur, en hún kynnti Germaine Greer til sögunnar. Heyra má saumnál detta þegar hin mikla kempa femínismans hóf mál sitt og talaði í rúma klukkustund. Málflutningur hennar lét engan ósnortinn. Áheyrendur hlógu, klöppuðu, kinkuðu kolli eða hristu höfuðið og margar, athyglisverðar fyrirspurnir komu í lokin. Því næst talaði Guðrún Erlendsdóttir um líf sitt í hefðbundnu vígi karlanna, lögmennskunni og síðar Hæstarétti, en hún var fyrsta konan til að taka sæti þar. Þá tóku við málstofur þar sem fjórar konur voru með 10 mínútna framsögu hver undir fundarstjórn Ingu Jónu Þórðardóttur fyrst; síðan Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þá Hjördísar Hákonardóttur og síðast Tinnu Gunnlaugsdóttur. Erindin voru hvert öðru betra en þau eru undir Tengslanet hér til hliðar á síðunni og þar munu einnig birtast fleiri myndir þegar frá líður.
Guðrún Erlendsdóttirfyrrum forseti Hæstaréttar t.h. Inga Jóna Þórðardóttirfundarstjóri og Germaine Greer á öðrum degi ráðstefnunnar.
Prófessor Germaine Greer hélt salnum föngnum meðan hún talaði. Skoðanir hennar eru afdráttarlausar. Kvenfrelsi er markmiðið. Konur eiga ekki að stefna að jafnrétti til að komast á toppinn á forsendum karla og traðka þar á öðrum konum. Konur eiga að auðga líf sitt (og um leið annarra í kringum sig) á eigin forsendum en ekki karlanna. Hún setti fram líkinguna um apasamfélagið þegar hún lýsti fyrirtækjamenningu nútímans, þar sem aðal górillan raðar í kringum sig já-bræðrum, hinum táknræna trúð, arftakanum og öðrum ófrumlegum af sömu tegund. Fyrirtækjastjórnun karla felst í því að gera ekki neitt – það er það sem skilur á milli kvenna og stjóra. Þær vinna. Karlarnar hirða afraksturinn, segir Greer. Konur eru duglegar. En það er vitleysa að standa í þeirri trú að þeim verði umbunað fyrir dugnað sinn og trúfestu. Jafnvel unglingsstrákar hafa sjálfstraust, sem konur hafa ekki. Hún hvatti konur til þess að leggja ekki svona hart að sér við að sanna sig – þær ættu að láta til sín taka og að sér kveða – eða eins og sagt er á nútímamáli: láta vaða! Og slappa svolítið af.
Hún er þeirrar skoðunar að verðmætamat kvenna sé merkilegra en karla og tími sé kominn til þess að það nái útbreiðslu í samfélaginu.
Germaine Greer er löngu heimsfræg sem ein af guðmæðrum femínismans og sem “drottning gífuryrðanna”. Skoðanir hennar hafa eðlilega breyst í áranna rás. Í upphafi prédikaði hún frjálst kynlíf en hefur síðar skipt um skoðun og gagnrýnt markaðsvæðingu kynlífsins og þær þversagnir sem jafnréttisbaráttan hefur einnig haft í för með sér. Mörg ummæli hennar eru fleyg og The Scotsman sagði um hana að á öld hins tilgerðarlega spuna væri hún svo hispurslaus og hreinskiptin að það skipaði henni í algeran sérflokk.
Guðfinna Bjarnadóttir rektor HR í ræðustól. Fyrir ofan t.v. Una María Óskarsdóttirog Eyrún Magnúsdóttir(Kastljós-kona) úti í kaffipásu. Helga Guðrún Jónasdóttir, Katrín Anna Guðmundsdóttir,Ólína Þorvarðardóttir ogOddný Sturludóttirí pallborði semHjördís Hákonardóttir,nýskipaður hæstaréttardómari stjórnaði.
Þórdís Sigurðardóttirstjórnarform. Dagsbrúnar,Dr. Guðrún Pétursdóttir ogTinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri.
Hádegisverður. Inga Jóna Þórðardóttir, Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir og Guðrún Helgadóttir, fremst á mynd.
Hádegisverður. Inga Jóna Þórðardóttir, Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir og Guðrún Helgadóttir, fremst á mynd.
Heimsókn Germaine Greer til Íslands
KONUR lifa og starfa í auknum mæli í heimi stórfyrirtækja, sem breytir þeim en þær hafa sjálfar engin áhrif á. Þetta segir kvenréttindakonan heimsþekkta, Germaine Greer, en hún kom hingað til lands í gær. Hún segir að spyrja þurfi konur hvort þær séu sáttar við að laga sig að þessum heimi. Þar ríki hörð samkeppni og samruni fyrirtækja sé daglegt brauð. Raunar tapi karlar líka á þessu fyrirkomulagi. Greer, sem er áströlsk, verður að- alfyrirlesari á ráðstefnunni Tengslanet – Völd til kvenna, sem haldin verður á Bifröst á fimmtudag og föstudag og dr. Herdís Þorgeirsdóttir skipuleggur. Meginþemað á ráðstefnunni í ár er staðalímynd kvenna, kynbundinn frami, fyrirtækjamenning og samskipti kvenna. Greer er ein af þekktari baráttukonum kvenfrelsishreyfingarinnar á 20. öld, en frægasta bók hennar, The Female Eunuch, sem út kom 1969, hafði mikil áhrif á kvenfrelsishreyfinguna upp úr 1970. „Staðan er svipuð á Englandi og hún er hérna á Íslandi,“ segir Greer. „Þar eru margar einstæðar mæður, sem eiga í miklu sálarstríði, því þær hafa áhyggjur af því að standa sig ekki í vinnunni og einnig af því að þær hugsi ekki nægilega vel um börnin sín. Hins vegar eru þær of útkeyrðar til þess að hafa tíma til þess að takast á við uppeldi barnanna. Þær hafa fleygt eiginmanninum á dyr, því hann tók of mikla orku. Og þær eru líka einmana,“ segir Greer. Hún segir baráttukonur fyrir auknum réttindum kvenna ekki hafa ætlast til þess að þróunin yrði þessi. Spurð um hvort konur séu langt frá því að hafa náð þeim markmiðum sem kvenréttindasinnar 20. aldarinnar settu sér, segir Greer, að það fari eftir því hvernig þessi markmið séu skilgreind. „Ef markmiðið var að konur kæmust í stjórnir fjölþjóðlegra stórfyrirtækja, hafa nokkrar konur náð því marki,“ segir Greer. „Þetta var hins vegar aldrei það sem ég barðist fyrir,“ bætir hún við. „Við vildum að konur fengju tækifæri til þess að auðga líf sitt,“ segir hún.