Fyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu í HR

Fyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu í HR

Tjaningarfrelsi_007aFreedom of expression in Europe and beyond – Current challenges. Alþjóðleg ráðstefna sem stendur í tvo daga hófst í  Háskólanum í Reykjavík í dag. Herdís Þorgeirsdóttir prófessorflutti erindi í kjölfar Christos Rozakis varaforseta Mannréttindadómstóls Evrópu.  Erindi Herdísar bar titilinn Media Coverage of Criminal Cases. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, Davíð Þór Björgvinsson dómari, Christos Rozakis dómari og Herdís þorgeirsdóttir tóku þátt í umræðum í pallborði á eftir.  Ráðstefnunni verður framhaldið á morgun og lýkur með kvöldverði fyrir fyrirlesara og erlenda gesti í boðimenntamálaráðherra á Hótel Holti.  Nánari upplýsingar um fyrirlesara og erindi þeirra má sjá á  heimasíðu ráðstefnunnar.

 

Rit lagadeildar háskólans á Bifröst

Rit lagadeildar háskólans á Bifröst

thomas paine

Út er komið á vegum lagadeildar Háskólans á Bifröst ritið Bifröst sem er safn fræðigreina á sviði lögræði. Ritið er gefið út í tilefni af útskrift fyrsta árgangs meistaranema í lögfræði við skólann, en árið 2006 brautskráði Háskólinn á Bifröst fyrstu lögfræðingana hér á landi sem koma frá öðrum háskóla en Háskóla Íslands. Var þar brotið blað í sögu menntunar lögfræðinga á Íslandi. Höfundar greina í ritinu eru 21 talsins og eru greinarnar á hinum ýmsu sviðum lögfræðinnar ásamt greinum um laganám á Íslandi og þróun þess. Ritið er rúmlega 600 síður. Ritstjóri varJóhann H. Hafstein en í ritstjórn sátu auk hans Bryndís Hlöðversdóttir og Unnar Steinn Bjarndal. Ritið verður selt í Bóksölu stúdenta í Reykjavík og á Bifröst og kostar 6.900 krónur. Grein Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors í ritinu Bifröst ber titilinn: Togstreita markaðar og réttarríkis.

Davíð Þór Björgvinsson dómari við MDE í viðtali á Stöð 2

Davíð Þór Björgvinsson dómari við Mannréttindadómstól Evrópu var í hádegisviðtali á Stöð 2 vegna alþjóðlegrar ráðstefnu um tjáningarfrelsi sem haldin verður 2. og 3. nóvember n.k. í Háskólanum í Reykjavík. Þór Jakobsson spurði Davíð Þór út í það  “stórskotalið” sem hann hefði fengið til landsins til að tala á ráðstefnunni, þ.á.m. forseta Mannréttindadómstólsins, varaforseta hans og fleiri alþjóðlega fræðimenn. Þór spurði einnig út í stöðu íslenskra sérfræðinga í þessu samhengi. Davíð Þór benti á að Herdís Þorgeirsdóttir hefði skrifað doktorsritgerð um 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, bók og greinar og hefði hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir verk sín. Sjá viðtal.

Tilnefnd til jafnréttisverðlauna

Tilnefnd til jafnréttisverðlauna

IMG_2193Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra afhenti í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir árið 2006. Tilnefnd til verðlauna voru tvö fyrirtæki, Kreditkort og Spron, ein samtök (forsjárlausir feður) og einn einstaklingur Dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor. Þetta er í annað sinn sem Herdís er tilnefnd (áður tilnefnd 2004) en Spron fékk verðlaunin fyrir gott fordæmi í jafnréttismálum og virka jafnréttisstefnu innan fyrirtækisins. Stjórnarformaður Spron er Hildur Petersen og í stjórn fyrirtækisins eru fleiri konur en karlar.