Davíð Þór Björgvinsson dómari við MDE í viðtali á Stöð 2

Davíð Þór Björgvinsson dómari við Mannréttindadómstól Evrópu var í hádegisviðtali á Stöð 2 vegna alþjóðlegrar ráðstefnu um tjáningarfrelsi sem haldin verður 2. og 3. nóvember n.k. í Háskólanum í Reykjavík. Þór Jakobsson spurði Davíð Þór út í það  “stórskotalið” sem hann hefði fengið til landsins til að tala á ráðstefnunni, þ.á.m. forseta Mannréttindadómstólsins, varaforseta hans og fleiri alþjóðlega fræðimenn. Þór spurði einnig út í stöðu íslenskra sérfræðinga í þessu samhengi. Davíð Þór benti á að Herdís Þorgeirsdóttir hefði skrifað doktorsritgerð um 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, bók og greinar og hefði hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir verk sín. Sjá viðtal.

Tilnefnd til jafnréttisverðlauna

Tilnefnd til jafnréttisverðlauna

IMG_2193Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra afhenti í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir árið 2006. Tilnefnd til verðlauna voru tvö fyrirtæki, Kreditkort og Spron, ein samtök (forsjárlausir feður) og einn einstaklingur Dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor. Þetta er í annað sinn sem Herdís er tilnefnd (áður tilnefnd 2004) en Spron fékk verðlaunin fyrir gott fordæmi í jafnréttismálum og virka jafnréttisstefnu innan fyrirtækisins. Stjórnarformaður Spron er Hildur Petersen og í stjórn fyrirtækisins eru fleiri konur en karlar.

Viðbrögð við riti um réttindi barna

Viðbrögð við riti um réttindi barna

commentary

Síra Jóna Hrönn Bolladóttir vitnaði í nýútkomið rit Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors og ummæli höfð eftir henni í Blaðinu í guðsþjónuntu, sem útvarpað var í RÚV. Sjá prédikun sr. Jónu Hrannar Bolladóttur, “Er leyfilegt að tala við börn í hversdeginum?”hér.