thomas paine

Út er komið á vegum lagadeildar Háskólans á Bifröst ritið Bifröst sem er safn fræðigreina á sviði lögræði. Ritið er gefið út í tilefni af útskrift fyrsta árgangs meistaranema í lögfræði við skólann, en árið 2006 brautskráði Háskólinn á Bifröst fyrstu lögfræðingana hér á landi sem koma frá öðrum háskóla en Háskóla Íslands. Var þar brotið blað í sögu menntunar lögfræðinga á Íslandi. Höfundar greina í ritinu eru 21 talsins og eru greinarnar á hinum ýmsu sviðum lögfræðinnar ásamt greinum um laganám á Íslandi og þróun þess. Ritið er rúmlega 600 síður. Ritstjóri varJóhann H. Hafstein en í ritstjórn sátu auk hans Bryndís Hlöðversdóttir og Unnar Steinn Bjarndal. Ritið verður selt í Bóksölu stúdenta í Reykjavík og á Bifröst og kostar 6.900 krónur. Grein Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors í ritinu Bifröst ber titilinn: Togstreita markaðar og réttarríkis.