by Herdís Þorgeirsdóttir | 9.03.2008 | ALMANAK
Framkvæmdastjóri Evrópuráðsins og fræðimaður ársins á sviði lögfræði í Bandaríkjunum verða gestir ráðstefnunnar Tengslanet IV – Völd til kvenna, sem haldin verður á Bifröst í lok maí.
Judith Resnik er prófessor við lagadeild Yale háskóla og flytur hún fyrirlestur sem ber titilinn „Justice in jeopardy“. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor á Bifröst, sem gengst nú fyrir fjórðu ráðstefnunni af þessu tagi, segir að Resnik hafi verið útnefnd fremsti fræðimaður á sviði lögfræði 2008 af bandarísku lögmannasamtökunum.
Aðeins fimm konur hafa hlotið þann heiður áður og segir Herdís að Judith Resnik sé talin líkleg til að verða dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna í framtíðinni. Hinn gesturinn er Maud de Boer Buquicchio, sem er annar tveggja framkvæmdastjóra Evrópuráðsins og mun hún ræða um hlutskipti kvenna en Evrópuráðið er mikilvægasta stofnunin á sviði mannréttinda í Evrópu.
Ráðstefnan verður haldin 29. og 30. maí í vor og stendur skráning yfir. Þemað að þessu sinni verður „Konur og réttlæti“ og auk Resnik og Buquicchio munu fleiri fyrirlesarar nálgast efnið út frá ólíkum sjónarhornum. Fyrri ráðstefnur hafa notið gríðarlegra vinsælda meðal kvenna hér á landi. Herdís segir að ráðstefnan sem haldin var árið 2006 hafi verið sú fjölsóttasta í íslensku viðskiptalífi það árið. Gestirnir eru þverfaglegur og þverpólitískur hópur kvenna sem starfa á flestum sviðum þjóðfélagsins.
Á myndinni að ofan er Maud de Boer Buquicchio til vinstri og Judith Resnik til hægri
by Herdís Þorgeirsdóttir | 8.03.2008 | ALMANAK
Tvær “stórkanónur” munu tala tíl íslenskra kvenna á ráðstefnunni Tenglsanet IV – Völd til kvenna sem haldin verður á Bifröst undir stjórn dr. Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors 29. og 30. maí nk. Sjá frétt
hér.
„Maud de Boer Buquicchio annar framkvæmdastjóri Evrópuráðsins mun ræða hlutskipti kvenna en hinn aðal fyrirlesarinn Judith Resnik prófessor við lagadeild Yale háskóla var útnefnd fremsti fræðimaður á sviði lögfræði 2008 af bandarísku lögmannasamtökunum,” segir Herdís. „Aðeins fimm konur hafa hlotið þann heiður áður og er það talið til marks um að hún verði næst inn í Hæstarétt Bandaríkjanna.”
http://www.visir.is/storkanonur-a-kvennaradstefnu-a-bifrost/article/200880308059
by Herdís Þorgeirsdóttir | 11.10.2007 | ALMANAK
Feneyjarnefnd Evrópuráðsins samþykkti á síðasta allsherjarfundi sínum tillögur Dr. Herdísar Þorgeirsdóttur og Owen Masters frá Bretlandi um breytingar á tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðins (99) 15 um umfjöllun fjölmiðla í kosningabaráttu (Recommendation (99) 15 on Media Coverage of Election Campaigns). Í mars 2007 bað sérfræðingahópur á sviði mannréttinda í upplýsingasamfélaginu (MC-S-IS) Feneyjarnefnd Evrópurráðsins um að taka þátt í endurskoðun á tilmælum (99) 15 um fjölmiðlaumfjöllun í kosningabaráttu. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir (varafulltrúi Íslands í Feneyjarnefndinni) vann skýrslu fyrir sérfræðingahópinn og það gerði einnig Owen Masters, sérfræðingur á sviði fjölmiðla frá Bretlandi. Herdís Þorgerisdóttir var síðan beðin að taka þátt í sjálfum undirbúningnum að breytingartillögum á tilmælum og fór sú vinna fram í byggingu Mannréttindadómstóls Evrópu í lok mars s.l. Á meðfylgjandi slóð má sjá framlag Herdísar Þorgeirsdóttur og Owen Masters sem Feneyjarnefndin samþykktihttp://www.venice.coe.int/docs/2007/CDL-AD(2007)022-e.asp
by Herdís Þorgeirsdóttir | 14.05.2007 | ALMANAK
Herdís Þorgeirsdóttir prófessor stjórnar umræðum um Ár jafnra tækifæra við upphaf ársþings Evrópusamtaka kvenlögfræðinga (http://www.ewla.org/) sem haldið verður í Zurich 11. til 12. maí nk. Þátttakendur í umræðum eru Lenia Samuel varaframkvæmdastjóri Evrópusambandsins í nefnd framkvæmdastjórnarinnar í atvinnu-, félags- og jafnréttismálum. Hún fjallar um sýn Framkvæmdastjórnar ESB á ár jafnra tækifæra; Rodi Kratsa-Tsagaropoulo, varforseti Evrópuþingsins; Christa Prets, þingkona á Evrópuþinginu Zapfl-Helbling, varaformaður nefndar Evrópuráðsins um jöfn tækifæri.
Með Herdís á myndinni er Lena Linnainmaa. Í lok fundar var samþykkt um framtíð stjórnskipunarramma Evrópusambandsins, ályktun um meiri eftirfylgni með samþættingu jafnréttissjónarmiða og samræmingu vinnu og fjölskyldulífs. Dr. Susanne Baer prófessor viðHumbolt háskólanum í Berlín og dr. jur. Elisabeth Holzleitner dósent í réttarheimspeki við lagadeild háskólans í Vín voru með afar athyglisverðar framsögur á sviði samþættingar jafnréttissjónarmiða.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 16.04.2007 | ALMANAK
Sérfræðingar á sviði jafnréttislaga hittust á árlegum fundi með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir hefur starfað í þessum hópi frá því í ársbyrjun 2003.