VC

Feneyjarnefnd Evrópuráðsins samþykkti á síðasta allsherjarfundi sínum tillögur Dr. Herdísar Þorgeirsdóttur og Owen Masters frá Bretlandi um breytingar á tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðins (99) 15 um umfjöllun fjölmiðla í kosningabaráttu (Recommendation (99) 15 on Media Coverage of Election Campaigns). Í mars 2007 bað sérfræðingahópur á sviði mannréttinda í upplýsingasamfélaginu (MC-S-IS) Feneyjarnefnd Evrópurráðsins um að taka þátt í endurskoðun á tilmælum (99) 15 um fjölmiðlaumfjöllun í kosningabaráttu. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir (varafulltrúi Íslands í Feneyjarnefndinni) vann skýrslu fyrir sérfræðingahópinn  og það gerði einnig Owen Masters, sérfræðingur á sviði fjölmiðla frá Bretlandi. Herdís Þorgerisdóttir var síðan beðin að taka þátt í sjálfum undirbúningnum að breytingartillögum á tilmælum og fór sú vinna fram í byggingu Mannréttindadómstóls Evrópu í lok mars s.l. Á meðfylgjandi slóð má sjá framlag Herdísar Þorgeirsdóttur og Owen Masters sem Feneyjarnefndin samþykktihttp://www.venice.coe.int/docs/2007/CDL-AD(2007)022-e.asp