Rannsóknarniðurstöður Herdísar kynntar í Bandaríkjunum

Rannsóknarniðurstöður Herdísar kynntar í Bandaríkjunum

Indiana University School of Law 09Rannsókn íslensk lagaprófessors kynnt æðstu dómurum Bandaríkjanna, eins og segir í fyrirsögn í Fréttablaðinu í dag, 19. júlí, á bls. 6. Það er Judith Resnik lagaprófessor á Yale sem kynnir  niðurstöður rannsókna Herdísar Þorgeirsdóttur á ársfundi forseta hæstaréttar Bandaríkjanna og dómstjóra æðstu dómstóla landsins, í erindi sem hún flytur. “Það er mikill heiður að rannsókn íslensks fræðimanns sé kynnt með þessum hætti og fyrir þessum hópi”, segir Herdís í viðtali við Fréttablaðið í dag. Á myndinni er Judith Resnik.

 

 

2008 ársþing EWLA í London

2008 ársþing EWLA í London

OLYMPUS DIGITAL CAMERAÁttunda árleg ráðstefna Evrópusamtaka kvenlögfræðinga var haldin í London dagana 4. – 5. júlí 2008.  Margir áhugaverðir fyrirlesarar töluðu á ráðstefnunni, þ.á m. hvítklædda konan til vinstri á myndinni hér til hliðar. Hún er danskur þingmaður og heitir Hanne Severinesen. Hún var sérstakur ráðgjafi Juliu Timoshenko, forseta Úkraníu en Hanne sat á Evrópuráðsþinginu í Strassborg í 17 ár.  Aðrir fyrirlesarar voru m.a. Maud de Boer Buquicchio, aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópuráðsins, Lenia Samuel sem er annar yfirmanna vinnuréttarsviðs framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins og Diana Wallis varaforseti Evrópusambandsþingsins. Ráðstefnunni lauk með kvöldverði í bresku lávarðadeildinni, þar sem myndin að ofan er tekin. Cohen barónessa sat með okkur til borðs og flutti ræðu.

Íslenskir lögmenn sem sóttu ráðstefnuna voru Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður, Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður í Hafnarfirði og Hjördís Harðardóttir lögmaður.

 

Fyrirlestur um upplýsingarétt í Montenegro

Fyrirlestur um upplýsingarétt í Montenegro

montenegro

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir heldur framsöguerindi á ráðstefnu sem er haldin sameiginlega á vegum Evrópusambandsins og þings Evrópuráðsins til styrktar þjóðþingum.  Ráðstefnan fjallar um aðgengi að upplýsingum og tengsl þjóðþinga við fjölmiðla og fer fram í þinginu í Montenegro föstudaginn 6. júní.

Erindi -Herdísar fjallar um upplýsingarétt og ber yfirskriftina: “The public´s right to know, the role of the media and impact of evolving European standards in Iceland as elsewhere”.

Tengslanet IV ráðstefnan 2008

Tengslanet IV ráðstefnan 2008

CIMG1484Picture 5Umfjöllun Viðskiptablaðsins um fjölmennsustu ráðstefnu sem haldin er í íslensku atvinnulífi:

Konur eiga langt í land þegar kemur að völdum og áhrifum í samfélaginu

Ráðstefnan Tengslanet IV – Völd til kvenna hófst í gær í Háskólanum á Bifröst. Þetta er í fjórða sinn sem ráðstefnan er haldin en yfirskrift hennar í ár er „Konur og réttlæti“.

Stofnandi hennar og stjórnandi frá upphafi er dr. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst. Herdís segir hugmyndina í upphafi hafa verið að skapa nýja leið í jafnréttisbaráttunni. Tengslanetið sé vettvangur fyrir þverfaglega samvinnu kvenna af öllum sviðum samfélagsins og þar séu málin rædd opinskátt en um leið hafin yfir allt pólitískt dægurþras.

„Tengslanet er orðin stærsta ráðstefnan í íslensku viðskiptalífi. Hana sækja konur á öllum aldri. Á meðal þátttakenda eru konur úr viðskiptalífinu, lögfræðingar, kennarar, leikarar, bændur og húsmæður svo eitthvað sé nefnt.“

Fyrsta ráðstefnan gekk vonum framar

Herdís segir upphafið megi rekja til ársins 2004 en þá hafði hún nýhafið störf við lagadeild Háskólans á Bifröst. Í fyrstu gekk hugmyndin út á að halda ráðstefnu fyrir kvenlögfræðinga en fljótlega varð henni ljóst að sá hópur væri of þröngt afmarkaður. Það væri líklegri leið til árangurs að hafa víðtækari skírskotun og höfða til fleiri. Á sama tíma voru stofnuð félög kvenna í ýmsum starfsstéttum, s.s. í lögmennsku, endurskoðun og hjá læknum. Herdís segist því hafa látið þau boð út ganga að ráðstefnan væri öllum opin. Fljótlega varð henni ljóst að áhuginn væri mikill því það rigndi inn skráningu í tölvupósti. Nadine Strossen, forseti bandarísku réttindasamtakanna, sem er jafnframt þekktur prófessor við lagadeild New York háskólans í Bandaríkjunum hélt erindi á fyrstu ráðstefnunni ásamt fjölda íslenskra fyrirlesara.

Mikil stemning myndaðist strax á fyrsta degi Ráðstefnan þótti takast vel og var Herdís m.a. útnefnd til verðlauna Jafnréttisráðs fyrir vikið.

„Það myndaðist svo mikil stemning á ráðstefnunni. Þarna voru konur sem voru t.d. höfuðandstæðingar úr stjórnmálum en þetta hófst einhvern veginn yfir alla flokkadrætti. Konur sameinuðust í einhverjum ákafa og gleði. Það sem m.a. hefur einkennt þessar ráðstefnur er einmitt ekkert þras, heldur miklu frekar ákveðin gleði og samstaða. Konur virðast líta á hana sem samræðugrundvöll.“

Hér má sjá dagskrá einnar fjölmennustu ráðstefnu sem haldin hefur verið í íslensku fræðasamfélagi.

Umfjöllun Viðskiptablaðsins.

Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndarinn Ari Magg fyrir auglýsingu vegna Tengslanets-IV ráðstefnunnar.