OLYMPUS DIGITAL CAMERAÁttunda árleg ráðstefna Evrópusamtaka kvenlögfræðinga var haldin í London dagana 4. – 5. júlí 2008.  Margir áhugaverðir fyrirlesarar töluðu á ráðstefnunni, þ.á m. hvítklædda konan til vinstri á myndinni hér til hliðar. Hún er danskur þingmaður og heitir Hanne Severinesen. Hún var sérstakur ráðgjafi Juliu Timoshenko, forseta Úkraníu en Hanne sat á Evrópuráðsþinginu í Strassborg í 17 ár.  Aðrir fyrirlesarar voru m.a. Maud de Boer Buquicchio, aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópuráðsins, Lenia Samuel sem er annar yfirmanna vinnuréttarsviðs framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins og Diana Wallis varaforseti Evrópusambandsþingsins. Ráðstefnunni lauk með kvöldverði í bresku lávarðadeildinni, þar sem myndin að ofan er tekin. Cohen barónessa sat með okkur til borðs og flutti ræðu.

Íslenskir lögmenn sem sóttu ráðstefnuna voru Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður, Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður í Hafnarfirði og Hjördís Harðardóttir lögmaður.