Í Skálholti

Í Skálholti

Í Skálholti ásamt fráfarandi forseta Evrópusamtaka kvenlögfræðinga, Leenu Linnainmaa frá Finnlandi (t.v) og öðrum fyrrverandi forseta, Elisabetu Muller frá Þýskalandi (t.h.). Konan með rauða sjalið er Lenia Samuel, yfirmaður á vinnuréttarsviði framkvæmdarstjóra Evrópusambandsins.
ewla presidents with lenia samuel 4 july 2009

Icesave-umræður

Icesave-umræður

Iceland_IcesaveSvo virðist sem margir lögfræðingar séu komnir á þá skoðun að Alþingi megi alls ekki samþykkja svokallaðan Icesave samning. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor, segir að engin þjóð beygi sig undir lög sem ógna öryggi hennar.

 

 

 

 

icesave  Sjá umfjöllun hér og hér.

Grein eftir Herdísi Þorgeirsdóttur í Fréttablaðinu.

 

EWLA ráðstefna 8. júní 2009

Árleg ráðstefna evrópskra kvenlögfræðinga (EWLA) verður haldin í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík 3. og 4. júlí næstkomandi. Ráðstefnan er ekki einskorðuð við lögfræðinga. Hún er öllum opin sem láta sig samfélagsleg mál varða. Ódýrara gjald fyrir þá sem skrá sig fyrir 8. júní á
http://www.bifrost.is/pages/radstefnur/ewla-umsokn-islenska-/
 

Þema ráðstefnunnar er Mannréttindi og Fjármálamarkaðir. Aðalfyrirlesari er norsk/franski dómarinn EVA JOLY, sem íslensk stjórnvöld hafa fengið sem ráðgjafa. Hún hefur einnig verið ráðgjafi norskra stjórnvalda en vakti athygli um alla Evrópu þegar hún var fengin af frönskum yfirvöldum til að rannsaka milljarða evru hneykslið sem franska ríkisrekna olíufyrirtækið Elf var flækt í. Eva Joly sætti hótunum á meðan rannsókninni stóð; henni var hótað lífláti, sími hennar var hleraður og brotist var inn á heimili hennar og skrifstofur. Í kjölfar rannsóknarinnar sem Eva Joly stýrði voru 30 manns sakfelldir en í málið flæktust aðilar úr ríkisstjórn Frakklands.


Einnig talar EINAR MÁR GUÐMUNDSSON rithöfundur um fjármálahrunið íslenska og veruleikann að baki því. Meðfylgjandi er dagskrá ráðstefnunnar en þar fjalla lögfræðingar, rithöfundar og fleiri um mannréttindi og fjármál, fjölskyldur í kreppu, kynjajafnrétti á tímum óvissu, nýja löggjöf og siðferði í viðskiptalífi. Ráðstefnan fer fram á ensku en ég minni á að meirihluti þátttakenda eru íslenskir – og ítreka að ráðstefnan er ÖLLUM OPIN svo lengi sem húsrúm leyfir.


Þeir sem skrá sig fyrir 8. júní nk. fá ódýrara gjald. Unnt er að skrá sig til þátttöku og sleppa kvöldverði og dagskrá eftir ráðstefnu á laugardegi. Laganemar og aðrir nemar greiða lægra ráðstefnugjald.

Hvet  ykkur til að skrá ykkur sem fyrst.

Málþing kirkjunnar

Hvert stefnum við? – var yfirskrift þessa málþings. Sjá hér.

 

Þjóðmálanefnd kirkjunnar efnir til þriggja málþinga og kallar til samtals um efnahagslegt hrun og uppbyggingarstarf. Hvernig snýr hrunið að okkur? Hvar erum við stödd? Hver er framtíðarsýnin? Málþingin eru öllum opin. Þau verða haldin í Neskirkju 24. febrúar, 3. mars og 10. mars:
Erindin flytja:Dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor
Dr. Guðrún Pétursdóttir dósent
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ
Karl Sigurbjörnsson biskup ÍslandsUmræður
Fundarstjóri: Dr. Sigurður Árni ÞórðarsonSjá nánar á kirkjan.is:
http://kirkjan.is/hvad-segir-kirkjan-i-kreppunni